,

SteppIR Yagi loftnet TF3IRA komið í lag

Baldvin Þórarinsson TF3-033 og Benedikt Sveinsson TF3CY tengja AlfaSpid rótor félagsins 4. febrúar. Niðri, til hægri: Guðmundur Sveinsson TF3SG og Sigurður R. Jakobsson TF3CW.

Undanfarið hefur verið beðið tækifæris til að setja upp AlfaSpid rótor félagsins aftur í loftnetsturninn í Skeljanesi. Tækifærið gafst síðan í dag, þann 4. febrúar og var ákveðið í morgun kl. 11 að hittast kl. 12 á hádegi og ráðast í verkefnið. Það gekk að óskum og um kl. 13:30 var allt komið í gang og SteppIR 3E loftnet TF3IRA farið að snúast.

Bestu þakkir til þeirra Benedikts Sveinssonar, TF3CY, stöðvarstjóra TF3IRA, sem gerði við rótorinn og hafði umsjón með verkinu. Einnig þakkir til Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW; Baldvins Þórarinssonar, TF3-033; og Guðmundar Sveinssonar, TF3SG. Aðrir á staðnum: Reynir Björnsson, TF3RL og Jónas Bjarnason, TF2JB.

Fyrirtaksveður var til framkvæmda í Skeljanesi 4. febrúar eins og myndin ber með sér; logn og 5°C lofthiti.

Benedikt TF3CY og Sigurður TF3CW “taka út” AlfaSpid rótorinn í fjarskiptaherbergi TF3IRA.

Glatt á hjalla í fjarskiptaherbergi félagsins enda búið að laga kaffi og rótorinn kominn upp. Frá vinstri: Oddur “okkar” Helgason, Guðmundur Sveinsson TF3SG, Baldvin Þórarinsson TF3-033 og Sigurður R. Jakobsson TF3CW.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

9 + eleven =