Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 30. maí 2016.

Fundur hófst kl. 17:00 og var slitið kl. 18:30.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3EO, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3WZN, varamaður TF8KY og varamaður TF3NE.

Mættir: TF3JA, TF3EO, TF3DC, TF3EK, TF8KY og TF3WZN

Fundarritari: TF3EO

Dagskrá

1. Skipting stjórnar

TF3JA var kosinn formaður á aðalfundi, TF3EO var kosinn ritari á þessum stjórnarfundi. TF3EK var kosinn gjaldkeri. TF3DC og TF3WZN eru meðstjórnendurr. TF8KY og Jóhannes Hermannsson eru varamenn.

2. Stöðvarstjóri ÍRA

TF3WZN var kosinn stöðvarstjóri ÍRA.

3. Internet og heimasíðumál

TF3EO og TF3WZN taka að sér að kynna sér vefhýsingaraðila og þjónustu varðandi uppfærslu á heimasíðu ÍRA. TF3WZN leggur til að unnið verði á WordPress-grunni og haft samband við framsækna þjónustuaðila á því sviði.

4. Ritnefnd ÍRA

Stjórn ÍRA stefnir á að koma upp 3 manna ritnefnd ÍRA sem hefði umsjón með vefsíðu félagsins sem og útgáfu CQTF. Talað verður við nokkra aðlila sem gætu komið að verkinu. Einnig verður leitað að ritstjóra CQTF. TF3JA vill hvetja félagsmenn til þess að setja upp FaceBook síður sem eru tileinkaðar sérstökum hugðarefnum félagsmanna. (SOTA, Stuttbylgjustöðvar o.f.l.) ÍRA mun notfæra sér FB með auknum hætti.

5. 70 ára afmæli ÍRA

TF3JA leggur til að haft verði samband við 3 síðustu formenn ÍRA og leitast til um að þeir sjái að mestu um skipulagningu afmælisveislu ÍRA. Félagið á afmæli 14. ágúst og tilvalið að halda veislu, setja upp sýningu og sitthvað fleira í sambandi við afmælið. Huga þarf að endurnýjun fána ÍRA.

6. Viðburðir til kynningar ÍRA

TF3EO lagði til að Sjómannadagurinn og Flughátíðardagurinn verði notaðir til kynningar á ÍRA. Tengt verði þannig sögu Loftskeytamanna og radioamatöra við sjómennsku og flug. Þetta yrðu árvissir viðburðir. Lagt var til að sett yrði upp stöð í Varðskipinu Óðni í Sjómannasafninu (að fegnu leyfi) og stöðvar á Reykjavíkurflugvelli ef hægt er að verða við því. (Hægt væri að útbúa sérstök kallmerki sem væru í loftinu í nokkra daga í kringum atburðina). TF3JA lagði til að ÍRA yrði aftur með á Menningarnótt og reynt verður að setja eitthvað upp 17. Júní.

7 Fært til bókar

Fráfarandi ritari TF8KY færir TF3EO möppu, lykla og USB lykil. TF3JA er með aðra möppu í vörslu sinni.

TF3JA kynnti stjórnameðlimum SteppIr vertikalinn og stjórnbox hans.

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 16. mars 2016.

Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. 21:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3GB, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG og varamaður TF8KY.

Mættir: TF3JA, TF3DC, TF8KY, TF3EK og TF3SG.

Fundarritari: TF8KY

Dagskrá

1. Fundargerð 1. stójrnarfundar.

Fundargerð 1. stjórnarfundar 2016 lögð fram og samþykkt. Fundargerðir eru á heimasíðu ÍRA undir „Fundargerðir stjórnar ÍRA“

2. Fjármál og innkaup

Að sögn gjaldkera hafa xx félagsmenn greitt félagsgjaldið fyrir yfirstandandi starfsár. Til að koma SteppIR loftnetinu í lag þarf að panta íhluti fyrir um 100 þkr. ákveðið að bíða með þau kaup. Frá því í haust hefur félagið haft Alfa Spid rótor að láni frá TF3JA. Ákveðið að kaupa rótorinn og gjaldkera falið að semja um verðið við eigandann.

3. Prófnefnd

Samþykkt að skipa Einar Kjartansson, TF3EK í Prófnefnd í stað Smára, TF8SM. Formanni falið að tilkynna formanni prófnefndar þessa ákvörðun og koma á framfæri þakklæti til Smára fyrir hans störf í Prófnefnd.

4. Kosovo

Samþykkt að fela formanni að senda stjórn amtörfélagsins í Kosovo hamingju óskir í tilefni af aðild þeirra að IARU.

5. NRAU samstarf

Formaður hefur verið í samskiptum við NRAU um loftnetamál amatöra og komin er fram tillaga um að vinna sameiginlega að tillögu að reglum sem yrðu lagðar fyrir yfirvöld í hverju landi fyrir sig. Samþykkt að fela formanni að skerpa á því samstarfi og samræmingu atkvæðagreiðslu í ýmsum málum innan IARU.

6. Námskeið 2016

Námskeiðið sem hófst 1. febrúar gengur vel og áætlað að próf verði haldið daginn fyrir sumardaginn fyrsta 20. apríl. Þáttakendur hafa verið 13.

7. Félagsfundur um starfssemi félagsins

Ákveðið að boða til félagsfundar laugardaginn 2. apríl klukkan 13 þar sem fjallað verður almennt um starf ÍRA á afmælisárinu og óskað verður eftir að laganefnd mæti og kynni sínar hugmyndir um breytingu á lögum félagsins.

Ákveðið að minna á í fundarboði að tillögur um lagabreytingar eiga að berast til stjórnar fyrir 15. apríl: – “enda hafi frumvarp að nýjum eða breyttum greinum borist stjórn félagsins fyrir 15. apríl”

Einnig ákveðið að minna á í fundarboði eftirfarandi skriflega dagskrártillögu frá síðasta aðalfundi:

„Undirritaður leggur til að framkomnum breytingartillögum á lögum ÍRA verði vísað til 3 manna nefndar sem aðalfundur kýs sér. Nefndin hafi starfstíma til 15. apríl 2016. Nefndin taki við ábendingum og athugasemdum á starfstímanum. Móti tillögur sem verði sendar út með aðalfundarboði 2016. Bjarni Sverrisson TF3GB“ Tillagan samþykkt með 25 atkvæðum.

Samþykkt að senda Lagabreytingarnefnd ÍRA eftirfarandi tillögu stjórnar ÍRA: „Stjórn ÍRA 2015 – 2016 gerir það að tillögu sinni til Lagabreytinganefndar ÍRA að hún taki inn í tillögu sína að nýjum lögum/samþykktum fyrir félagið að fjárhagsár félagsins verði framvegis almanaksárið og athugi með heppilega tímasetningu aðalfundar í því sambandi. Hugnast okkur vel að hverfa aftur til fyrra fyrirkomulags þessara mála hjá félaginu hér áður fyrr – þegar fjárhagsárið var almanaksárið og aðalfundur haldinn í febrúar eða mars.“

8. Fjarstýrð stöð hjá ÍRA

TF3EK ætlar að leggja fram tillögu um búnað og kostnaðaráætlun.

10. Önnur mál rifðjuð uppfrá 1. stjórnarfundi 2016

Gögn félagsins frá upphafi; Frekar lítið er til af gögnum í aðstöðu félagsins í Skeljanesi en vitað að um aldamótin var safnað saman því sem til var þá og komið fyrir á Borgarskjalasafni. Listi yfir þau gögn er á heimasíðu félagsins. Ákveðið að TF3JA sendi öllum núlifandi formönnum félagsins bréf og kanni hvort þeir viti hvar gögn og gamlar fundargerðarbækur geti verið niðurkomnar.

Afmælisár ÍRA: Ákveðið að TF3JA kanni vilja fyrrverandi formanna ÍRA til að taka þátt í afmælisnefnd. Rætt um á hvern hátt skuli afmælisins minnst: Komið er leyfi fyrir að allar íslenskar amatörstöðvar geti notað 70 í sínu kallmerki í stað svæðistölunnar. TF70W og TF70IRA hafa þegar komið í loftið. Rætt um að gefa út afmælisblað, halda afmælishátíð og sýna getu radíóamatöra til að halda uppi fjarskiptum um alla jörð óháð innviðum samfélagsins og hefðbundnum fjarskiptakerfum. Stjórnarmenn ætla að setja fram tillögur hver fyrir sig um hverju félagið gæti staðið fyrir í tilefni afmælisársins og senda til formanns sem fyrst.

Viðburðir á vegum ÍRA fram að aðalfundi: Stjórn vill hitta lagabreytinganefnd, halda félagsfund, halda fræðslufundi um SDR o.fl., vísindaleiðangur til TF2LL, TF3EK ætlar að setja upp tillögu. Stjórnin hefur ennþá von um að takist að opna fyrir aðgengi félagsmanna að stöð félagsins.

Stöð félagsins: Loftnet, eftir er að ljúka viðgerð á SteppIR loftnetunum, yfirfara Fritzel fyrir sumarið, setja vindu á turn, ganga frá löngum vírum og setj upp 160 metra loftnet a la TF3EK.

Aðalfundur: Aðalfundur ÍRA 2016 verður……. Aðalfundurinn verður boðaður með tilkynningum á heimasíðu og póstlista fyrir lok mars með ábendingu til félagsmanna um að skv. 27. gr. félagslaga verða tillögur að lagabreytingum að berast stjórn félagsins fyrir 15. apríl. Fundarboð aðalfundar verður sent í tölvupósti til félagsmanna og birt á heimasíðu og póstlista í lok apríl. Tillögur að lagabreytingum verða sendar með fundarboði. Skýrsla stjórnar 2015-2016 og ársreikningur verða lagðar fram á síðasta stjórnarfundi fyrir aðalfund.

CQ TF – blað og upplýsingaleiðir til félagsmanna: Stefnt að útgáfu fyrir félagsfund og síðan öðru blaði fyrir aðalfund.

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 20. janúar 2016.

Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. 21:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3GB, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG og varamaður TF8KY.

Mættir: TF3JA, TF3DC, TF8KY, TF3EK og TF3SG.

Fundarritari: TF8KY

Dagskrá

1. Fundargerð

Frá fundi með PFS í haust og 10. stjórnarfundi lagðar fram og samþykktar. Fundargerðirnar eru á heimasíðu ÍRA undir „Fundargerðir stjórnar ÍRA“.

2. Fjármál

Innheimta félagsgjalda hefur staðið yfir með frjálsri aðferð og gengið rólega. Beðið hefur verið með að senda út gíróseðla þar til CQ TF komi út. Gjaldkeri var beðinn að bíða ekki lengur. Félagssjóður stendur vel.

3. Hlustarar

Nokkrir hafa sýnt áhuga á að fá úthlutað hlustaranúmeri hjá félaginu. Engin gögn eru til hjá félaginu um fyrri úthlutanir á hlustaranúmerum en eftir því sem næst verður komist virðist að allt að rúmlega 80 númerum hafi verið úthlutað á fyrri árum. Ákveðið að byrja með hreint borð og úthluta þriggja tölustafa hlustaranúmerum og fær sá fyrsti sem sótti um nýlega númerið 100 og notar kennið TF-100.

4. Gögn félagsins frá upphafi

Frekar lítið er til af gögnum í aðstöðu félagsins í Skeljanesi en vitað að um aldamótin var safnað saman því sem til var þá og komið fyrir á Borgarskjalasafni. Listi yfir þau gögn er á heimasíðu félagsins. Ákveðið að TF3JA sendi öllum lifandi formönnum félagsins bréf og kanni hvort þeir viti hvar gögn og gamlar fundargerðarbækur geti verið niðurkomnar.

5. Eignaskrá ÍRA

Eignaskrá er til og fylgir ársreikningi. Vitað er að TF3G tók myndir á sínum tíma af öllum eignum félagsins, ákveðið að kanna hvort þær myndir séu til.

6. Námskeið til amatörprófs

Námskeið félagsins til amatörprófs hefst um næstu mánaðamót og stefnt að ljúka námskeiðinu um mánaðamótin apríl – maí. Áætlað er að próf undir eftirliti Póst- og fjarskiptastofnunar verði haldið strax að loknu námskeiðinu. Námskeiðið er haldið í HR og verður prófið haldið á sama stað. Nú þegar hafa 10 manns sótt um námskeiðið. Allir kennarar frá seinni árum á námskeiðum félagsins hafa gefið vilyrði fyrir kennslu. Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX, formaður prófnefndar ÍR vinnur skipulag námskeiðsins. Umsjónarmaður eða skólastjóri er Jón Þóroddur, TF3JA. TF3SG leggur til að námskeiðið verði auglýst í dagblöðum og er það samþykkt. Rifjað er upp að PFS vill að sömu einstaklingar og hafa séð um prófin undanfarið haldi því áfram með Villhjálm Kjartansson, TF3DX í forystu fyrir því verkefni.

7. Afmælisár ÍRA

Ákveðið að TF3JA kanni vilja fyrrverandi formanna ÍRA til að taka þátt í afmælisnefnd.

Rætt um á hvern hátt skuli afmælisins minnst: Komið er leyfi fyrir að allar íslenskar amatörstöðvar geti notað 70 í sínu kallmerki í stað svæðistölunnar. TF70W og TF70IRA hafa þegar komið í loftið.

Rætt um að gefa út afmælisblað, halda afmælishátíð og sýna getu radíóamatöra til að halda uppi fjarskiptum um alla jörð óháð innviðum samfélagsins og hefðbundnum fjarskiptakerfum.

Stjórnarmenn ætla að setja fram tillögur hver fyrir sig um hverju félagið gæti staðið fyrir í tilefni afmælisársins og senda til formanns sem fyrst.

8. Viðburðir á vegum ÍRA fram að aðalfundi

Stjórn vill hitta lagabreytinganefnd, halda félagsfund, halda fræðslufundi um SDR o.fl., vísindaleiðangur til TF3LL, TF3EK ætlar að setja upp tillögu. Stjórnin hefur ennþá von um að takist að opna fyrir aðgengi félagsmanna að stöð félagsins.

9. Stöð félagsins

Loftnet, eftir er að ljúka viðgerð á SteppIR loftnetunum, yfirfara Fritzel fyrir sumarið, setja vindu á turn, ganga frá löngum vírum og setj upp 160 metra loftnet a la TF3EK.

10. Aðalfundur

Aðalfundur ÍRA 2016 verður haldinn laugardaginn xx. maí kl. 13:00 í xxx Reykjavík. Aðalfundurinn verður boðaður með tilkynningum á heimasíðu og póstlista fyrir lok mars með ábendingu til félagsmanna um að skv. 27. gr. félagslaga verða tillögur að lagabreytingum að berast stjórn félagsins fyrir 15. apríl. Fundarboð aðalfundar verður sent í tölvupósti til félagsmanna og birt á heimasíðu og póstlista í lok apríl. Tillögur að lagabreytingum verða sendar með fundarboði. Skýrsla stjórnar 2015-2016 og ársreikningur verða lagðar fram á síðasta stjórnarfundi fyrir aðalfund.

11. CQ TF

Stefnt að útgáfu fyrir félagsfund og síðan öðru blaði fyrir aðalfund.

12. Önnur mál

Engin önnur mál.

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 5. nóvember 2015.

Fundur hófst kl. 18:00 og var slitið kl. 20:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3KY, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG.

Mættir: TF3JA, TF3SG, TF3DC, TF3EK og TF8KY.

Fundarritari: TF8KY

Dagskrá

1. Dagskrá lögð fram til samþykktar

Engar athugasemdir frá stjórn.

2. Fundargerðir starfsársins lagðar fram til samþykktar

Fundargerðir 8. og 9. stjórnafunda ræddar. Engar athugasemdir vegna þeirra né fyrri fundargerða starfsársins.

3. Skipan stjórnar

Vegna úrsögnar TF3ABN (TF3FIN) úr stjórn ÍRA þann 15. nóv: TF3JA leggur til að TF3EK taki sæti varaformanns sem stjórnin samþykkir. TF3SG kemur inn í stjórn sem meðstjórnandi.

4. Skipun í ýmis embætti

TF3JA óskar eftir athugasemdum um það að hann sé IARU tengiliður. Engar athugasemdir um það frá stjórnarmönnum. Einnig er TF3JA ritstjóri CQ-TF og stöðvarstjóri. TF8KY leggur til að auglýst sé t.d. á heimasíðu ÍRA eftir embættismönnum. Rætt um stöðvarstjóraembættið TF3SG leggur til að rifjað sé upp hvernig þetta embætti er hugsað. T.d. var áður laggt upp með að þetta embætti væri skipað fleirum ein einum. TF3JA leggur til að hver og einn stjórnarmaður skrifi sitt álit á þessu embætti. TF3JA og TF3EK ætla að klára þetta mál.

5. Undirbúningur fyrir fund 10. desember hjá F4X4

Snorri TF3IK verður með kynningu. Tilgangur fundar er að bera saman þessi áhugamál og sjá hvaða samleið þau geta átt. ÍRA þarf að greiða 10.000,- kr. fyrir notkun á salnum. Stjórnin samþykkir það.

6. Félagsfundur 14. janúar 2016

TF3JA vill halda félagafund til að félagsmenn geti komið með tillögur og sínar skoðanir á stefnu félagsins. Eitt á dagskránni mættu vera störf laganefndar. Sjá hvort laganefnd geti þar greint frá starfi sínu.

Hlutir sem mega vera á dagskrá:

  1. Lögin
  2. Stefna, hvað vilja félagsmenn að félagið geri?
  3. Afmælisárið, hvað vilja félagsmenn að gert verði? – rætt um hver gæti haft umsjón með viðburði.
7. Önnur mál

TF3SG vill vita hvort TF3CY hafi fengið svör við tillögum hans til loftnetamála. Stjórn ætlar að svara honum. Umræðan fór fram á stjórnarfundum 4 og 5. Stjórn er sammála sumum tillögum hans.

CQ-TF og prófnefnd. Umfjöllun skal sett í CQ-TF um fundinn með prófnefndinni. Umræðu varðandi prófnefnd frestað til næsta stjórnarfundar. TF3JA leggur til að fundargerð frá prófnefndarfundi liggi fyrir þá og verði tekin fyrir.

Almennt um námskeið og próf. Rætt um hlutverk félagsins og tilgang prófnefndar og hvað mætti gera betur. Námskeiðanefnd? Ætti félagið að finna einhverja leið til að hjálpa þeim nemendum sem vilja og telja sig þurfa. Hjálpin gæti falist í einhversskonar aukatíma þar sem leiðbeinandi greinir hvar þarf að skerpa á skilningi og aðstoða nemanda við að ná tökum á efninu.

Fundurinn með PFS. TF3SG óskar eftir fundargerð frá PFS fundinum sem TF3JA og TF8KY mættu á. TF3JA og TF8KY staðfesta að það stendur til að skila fundargerð eins og ákveðið var á 9. stjórnarfundi.

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 5. nóvember 2015.

Fundur hófst kl. 18:30 og var slitið kl. 20:30.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3KY, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG.

Mættir: TF3JA, TF3FIN, TF3SG, TF3DC og TF8KY.

Fundarritari: TF3KY

Dagskrá

1. CQ-TF

Viljum gefa út CQ-TF sem fyrst. Allir stjórnarmenn skulu skila inn grein til birtingar í blaðinu. TF3JA hefur heyrt frá nokkrum félagsmönnum sem hafa sýnt áhuga á að skrifa greinar fyrir blaðið. Ekki hefur fundist ritstjóri en stjórnin ætlar að gefa út blaðið.

2. Prófnefnd

Boðaður hefur verið fundur með prófnefnd þann 14. nóvember næstkomandi. Takmarkið að ræða fyrirkomulag prófnefndar og ræða mönnun hennar. Ræða um tillögu til prófnefndar sem ákveðin var á 7. stjórnarfundi að skipa TF3EK í nefndina. Skerpa á verksviði prófnefndar, það að leggja línur námsefnis, semja prófin og halda þau. Við viljum að próf og spurningar séu uppbyggðar þannig að nemandi skilji umfang námsefnis þannig að hann geti lært markvisst fyrir próf þannig að líkur hans til að standast próf séu sem mestar.

TF3JA leggur til að minnisblað um fyrirkomulag prófnefndar verði tilbúið í næstu viku, helst þriðjudag.

3. Námskeið

Það stendur til að halda námskeið í samvinnu með 4×4 og skátum.

4. Fundur með PFS

Ræddur var fundur sem TF3JA og TF8KY mættu á hjá PFS. Stjórnin kallar eftir fundargerð frá þeim fundi. TF8KY og TF3JA ætla að setja saman fundargerð úr glósum þeirra beggja.

5. Leyfileg loftnet amatöra

Rætt um það hvort ætti að liggja fyrir opinber skilgreining á því hvernig loftnet amatörar megi setja upp. Stjórnin er ekki á því, hætta á að það skapi frekar hömlur en hitt. Heldur skal halda þeirri góðu venju að loftnet amatöra séu sett upp í sátt og samlindi við nágranna.

6. Ósk frá PFS

PFS leggur til að við finnum nokkra amatöra (2-3) sem tilbúnir eru að leyfa PFS að gera mælingar á útgeislun frá stöðvum þeirra. PFS ætlar að mæla útgeislun m.t.t. áhrifs á heilsufar.

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Sérstakur fundur með PFS

PFS, 21. október 2015.

Fundur hófst kl. 09:00 og var slitið kl. 10:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3KY, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG.

Mættir: TF3JA og TF8KY.

Fyrir hönd PFS: Bjarni Sigurðsson sérfræðingur, uppbygging og virkni fjarskiptaneta bjarni@pfs.is, Hörður R. Harðarson sérfræðingur, tíðnimál hrh@pfs.is og Þorleifur Jónasson forstöðumaður thorleifur@pfs.is

Fundarritari: TF3KY

Dagskrá

1. ÞJ bauð til stofu og setti fund

JÞJ kynnti nýja stjórn ÍRA og óskaði eftir að öll tölvupóstsamskipti milli ÍRA og PFS færu um pósfang félagsins ira(hjá)ira.is. Upplýsti ennfremur að Hrafnkell, TF8KY, vær nýr tengiaðili félagsins við PFS.

2. Reglugerð

Rætt var um að reglugerðin væri að mestu í takt við tímann en þó mætti fínpússa nokkur atriði eins og umfjöllun um lærlinga og úthlutun kallmerkja. TF3JA ætlar að senda bréf um leikreglur kallmerkja.

3. Loftnetsmál

Hvaða loftnet má setja upp? Þarf skriflegt leyfi nágranna. Rætt um mál Ara og fram kom að Ari getur óskað eftir umsögn PFS um fyrirkomulag sinna loftneta og mælingu á útgeislun frá hans loftnetum. Rætt um ýmsar fyrri deilur um loftnet radíóamatöra, en talið að þau væru ekki fordæmisgefandi sem aftur á móti mál Ara gæri orðið ef alvara verður úr hótun Byggingafulltrúa um að taka niður loftnetin að loknum fresti.

4. Mælingar

PFS gerði mælingar með Geislavörnum ríkisins á styrk útgeislunar hjá ýmsum radíóamatörum. Kannað var hvort útgeislun færi yfir heilsumörk skv. IPNIS viðmiðum. Þær mælingar sem gerðar voru, voru sýndu útgeislun vel undir heilsumörkum.

PFS óskar eftir tillögum um hjá hvaða amatörum mætti gera fleiri slíkar mælingar. ÍRA beðið um að tilnefna einhverja 3-4 sem eru með mismunandi gerðir loftneta.

PFS upplýsti að þeir væru tilbúinir að gefa umsögn um loftnet hjá amatörum og hvað amatör almennt má gera í loftnetamálum.

5. Truflanir

PFS getur skoðað einstök mál þar sem amatörar verða fyrir truflunum en fram kom að fjarskipti amatöra falla ekki undir öryggisfjarskipti og hafa því ekki háan forgang en PFS er til í að taka við ábendingum og vinna þegar tími og ástæða gefst til.

6. Heilmildir

Fjallað var um framkomnar tillögur um aukningu á heimild radíóamatöra á 5 Mhz og 50 Mhz böndunum.

Fleira var ekki rætt en ákveðið að halda annan fund seinna í vetur.

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 19. september 2015.

Fundur hófst kl. 19:00 og var slitið kl. 21:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3KY, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG.

Mættir: TF3JA, TF3FIN, TF3EK, TF3DC og TF8KY.

Fundarritari: TF3KY

Dagskrá

1. Kynningar á fimmtudagskvöldum

Búið að ræða við nokkra félagsmenn um að halda kynningu á komandi fimmtudagskvöldum. Snorri TF3IK úr félaginu 4×4 er tilbúinn að halda kynningu. Sæmundur TF3UA er til í að halda kynningu um radíó á koparvírum. Auk fleiri félagsmanna sem hafa tekið vel í að halda kynningar.

2. CQ TF blaðið

Stefnt að því að koma blaði út sem fyrst. Félaginu vantar ritstjóra.

3. CQ WW

TF3FIN leggur til að bjóða hópnum ”Refirnir” að nota klúbbstöðina í RTTY keppninni. Stjórnin tók vel í það og samþykkir að TF3FIN hefur umboð til að bjóða þeim að nota aðstöðuna í keppninni.

4. Stærri tölvuskjár

Rætt um hvort félagið ætti að útvega sér stærri tölvuskjá fyrir radíótölvuna í sjakknum.

5. Unnið í loftnetamálum

Stjórnarmenn fóru út til að skoða turn og rótor. Turninn felldur og rotor skoðaður.

6. Notkun klúbbstöðvar og kallmerki

Rætt um notkun stöðvarinnar á kallmerki TF3IRA vs. eigin kallmerki. TF3EK leggur til að í keppnum og formlegum opnunum verði áfram notað TF3W og TF3IRA. Utan keppna og formlegra opnana er það val viðkomandi hvort hann noti eigin kallmerki eða TF3IRA. Stjórnin tók vel í tillöguna.

7. ECC tilmæli vegna amtörprófs fyrir fatlaða

Rætt um tillögu til PFS um að Ísland setji nafn sitt við tilmæli ECC vegna amatörprófs fyrir fatlaða. Stjórnin var samþykk tillögunni.

8. Endurnotkun kallmerkja

Rætt um hvort beri að endurskoða þær venjur sem hafðar hafa verið um endurnotkun viðskeyta í kallmerkjum. Hverslu langur tími þarf að líða eftir að amatör hefur fallið frá eða tekið kallmerkið úr notkun. TF3DC leggur til að skoða hvernig þetta er haft í nágrannalöndum okkar með það fyrir augum að taka hugsanlega upp sömu venjur og viðhafðar eru þar. Þangað til verður áfram stuðst við venju sem er ágætlega lýst í CQ TF 2008 3. tbl. bls. 35 ”Kallmerki látinna leyfishafa verði ekki endurnýtt fyrr en 5 árum eftir andlát, þó verði kallmerkjum látinna heiðursfélaga ÍRA ekki úthlutað aftur fyrr en að 15 árum liðnum. Kallmerki sem menn afsala sér, t.d. vegna þess að þeir taki annað kallmerki, verði ekki endurnýtt í 2 ár. “

9. Húsnæðismál

TF3JA hafði sent póst til Hrólfs hjá Reykjavíkurborg til að hefja umræðu um framtíðarhúsnæði fyrir félagið.

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 26. ágúst 2015.

Fundur hófst kl. 19:30 og var slitið kl. 22:05.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3KY, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG.

Mættir: TF3JA, TF3FIN, TF3EK, TF3DC, TF3SG og TF8KY.

TF3SG þurfti að yfirgefa fundinn kl. 20:40

Fundarritari: TF3KY

Dagskrá

1. Dagskrá

TF3JA lagði fram dagskrá fundarins sem samþykkt var af stjórn.

2. Fundargerðir

Ritari leggur fram fundargerðir stjórnarfunda 4 – 10 til samþykktar. Fundargerðirnar voru samþykktar með smávægilegum tillögum að formbreytingum fyrir komandi fundargerðir.

3. Prófnefnd

Tillaga frá TF3FIN um að skipa TF3EK í prófnefnd. Stjórn samþykkir að skipa TF3EK í prófnefnd í stað eins meðlims prófnefndar og fela formanni ÍRA, TF3JA að hafa samráð við formann prófnefndar um breytinguna.

4. Fréttahöfundar CQ TF

TF3JA leggur fram tillögu um að dreifa betur hlutverki fréttahöfunda á CQ TF vefinn. Hann leggur til að stjórnarmenn skiptist á að skrifa eina frétt í viku sem send er til ritstjóra til ritskoðunar. TF3EK leggur til að leitað verði til TF3IK (Snorra) til að taka að sér hlutverk ritsjóra. TF3JA leggur til að ritari velji röð stjórnarmanna af handahófi til að skrifa fréttir á vefinn. Röðin er: TF3DC, TF3EK, TF3JA, TF3SG, TF8KY, TF3FIN.

5. Námskeið

Hvenær skal halda næsta námskeið? TF3SG leggur til að auglýst verði til að kanna þáttöku þar sem það hefur reynst vel. TF3JA tekur að sér að birta auglýsingu.

6. Þrif á félagsheimili

Af einhverjum ástæðum hefur þrifum verið hætt í sumar. TF3JA veltir fram spurningu um hvort skuli halda því fyrirkomulagi sem áður var. TF3DC tekur að sér að leita eftir því að það fyrirkomulag sem áður var haft og hafði reynst ágætlega þó það hafi ekki verið fullkomið.

7. Lyklabox

TF3JA leggur til að keypt verði lyklabox eins og áður hefur verið rætt. Stjórn samþykkir að kaupa lyklaboxið. TF8KY tekur að sér að setja saman umgengnisreglur með aðstoð TF3DC og TF3SG. Þegar umgengnisreglur liggja fyrir skal setja upp lyklaboxið.

8. Stöðvastjóri

TF3JA tekur fram að félagið vanti stöðvarstjóra til að hafa umsjón með viðhaldi loftneta og búnaði félagsins og til að skipuleggja aðstoð við sérstök verkefni. TF3SG leggur til að allir stjórnarmenn skoði það hver gæti gengið í embættið. Ítrekað er að formaður gegni hlutverki stöðvarstjóra þangað til fundist hefur maður í embættið.

9. Loftnetsmál

TF3SG segir að hann og TF3CY hafa rætt hugmyndir um vertical fyrir 80m bandið. Þeir eiga í sameiningu mest af því efni sem þurfi til og og séu tilbúnir til að leggja til vinnu við að koma slíku loftneti upp.

10 StepIR

TF3JA leggur til að StepIR netið verði sett upp aftur og hætt verði við að selja hann eins og ákveðið var á 10. stjórnarfundi þann 11.08.2015. Tillagan var samþykkt.

11. Önnur loftnet

Loftnetum sem félagið á skal koma í lag einu á eftir öðru og nýta sem best það sem til er. Auk þess voru ræddar tillögur að vírloftnetum fyrir t.d. 160m og 80m böndin.

12. Viðburðir á fimmtudögum

Ákveðið að fylgja eftir ákvörðun frá 7. stjórnarfundi þann 30.06.2015 að TF3FIN, TF3EK og TF8KY skipi vinnuhóp sem leggi fram viðburði á völdum fimmtudagskvöldum. Vinnuhópurinn er opinn fyrir tillögum félagsmanna.

13 Kallmerki á menninganótt

Stjórninni fannst ekkert athugavert að nota kallmerkið TF3IRA í hljómskálagarðinum á laugardegi menningarnóttar frekar en TF3IRA/P eða TF3IRA/3.

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 11. ágúst 2015.

Fundur hófst kl. 19:30 og var slitið kl. 22:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3KY, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG.

Mættir: TF3JA, TF3FIN, TF3EK, TF3DC og TF8KY.

Fundarritari: TF3KY

Dagskrá

1. Útileikar

TF3DC tók fram að vel hafi heppnast kynning útileikanna. TF3EK ætlar að koma með tillögu um breyttar reglur útileika, t.d. hefur hann undir höndum nokkra góða punkta frá félagsmönnum. Ákveðið að biðja nefndina sem vinnur að endurskoðun félagslaga að skoða aðalfundarályktun um hvort aðalfundur getur bundið hendur stjórnar með t.d. breytingar á reglum útileika.

2. Fundargerðir

TF8KY leggur til að fundargerðir séu sendar í tölvupósti til stjórnarmanna eftir stjórnarfundi. Séu þær ekki gagnrýndar innan 24klst. megi setja þær á vefinn. Fundurinn samþykkir tillöguna en tekur fram að megi gagnrýna fundargerðir og krefjast breytinga eftir að þær fara á vef.

3. Vitahelgi

TF3JA leggur fram spurningu um hvort félagið komi beint að starfsemi við vitana. Erfitt fyrir félagið að koma að þessu nema kynna það á fimmtudagskvöldi í félagsheimili. TF3JA ætlar að setja tilkynningu á vefsíðu ÍRA, staðan virðist þannig að þáttakan verði helst á Knarrarósvita.

4. Lyklamál

Stjórnin stendur fyrir þeirri meiningu að 6 pör af lyklum hafi verið afhent félaginu á sínum tíma. Vitum um 5 pör en héldum að TF3TNT hafi haft eitt par en hann segist ekki hafa lykla undir höndum. TF3EK vantar lykla. TF3DC tekur að sér að kanna hjá borginni hvort hægt sé að fá útbúið nýtt lyklapar. Einnig rætt um útfærslu á aðgengi félagsmanna að stöð utan opnunartíma með t.d. að lyklaboxi og hlutverki stöðvarstjóra. TF3DC ætlar einnig að kanna það.

5. Rotor

Ákveðið að kaupa Procitel rotor með boxi, týpa PST61D, 998 evrur auk 110 evrur í flutningskostnað, auk VSK. Tekin til greina viðvörun nokkurra félagsmanna sem hafa ekki góða reynslu af Yaesu rotor sem fyrr hafði verið ákveðið að kaupa. TF3JA setur spurningu við hvort óhætt sé að leggja í svona kostnað án þáttöku félagsmanna. TF3EK leggur til að gerð verði kostnaðaráætlun m.t.t. annars rekstrarkostnaðs félagsins. TF3JA leggur til að kynna ákvörðunina á netinu til að kanna undirtektir.

6. Kallmerki félagsmanna notuð í félagsstöð

Tillaga frá TF3CY rædd til umhugsunar fyrir stjórnarmenn. Stjórnarmenn eru frekar jákvæðir fyrir tillögunni en ákveðið að halda óbreyttum reglum í bili.

7. Tillögur TF3CY um loftnetamál

Stjórnarmönnum líst vel á flestar hugmyndirnar. Samþykkt að breyta stefnu í loftnetamálum, þá verður stefnan “robust” loftnetakerfi og henti þar sem margir ganga um. Þ.a. halda skal einfaldari loftnetum en fækka þeim sem þarf að ”tjúna” eða nota flókinn stýribúnað. Stefnt að því að koma loftnetum einu á eftir öðru í lag og samþykkt að kaupa einfaldan handvirkan loftnetaskipti í stað kerfis með einum kóax og fjarstýrðum loftnetaskipti.

8. Tillaga TF3DC um að BigIR verði seldur

Svona loftnet hentar illa þar sem margir ganga um stöðina. Andvirði sölunnar geti gengið uppí kaup rotors. Samþykkt að kanna hvort kaupandi fáist sem er tilbúinn að greiða 170- 180þús. fyrir loftnetið með boxinu.

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 21. júlí 2015.

Fundur hófst kl. 19:00 og var slitið kl. 21:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3KY, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG.

Mættir: TF3JA, TF3FIN, TF3EK, TF3DC og TF8KY.

Fundarritari: TF3KY

Dagskrá

1. Tölvupóstur ÍRA

Umræða um samskiptareikninga (tölvupóstföng) félagsins og ná áttum í því hvað er í notkun og hvað er ekki. Rætt um aðgang að cqtf@ira.is, admin@ira.is, ira@ira.is og admin@ira.is. TF3JA tekur að sér að breyta lykilorðum að þessum aðgöngum þar sem langt var síðan það var gert síðast.

2. Ritstjóri CQ TF

TF3EK nefnir að brýnt sé að setja ritstjóra fyrir CQTF. Fundurinn sammála.

3. Vitahelgi

TF3FIN tilkynnir að skráðir hafa verið tveir vitar fyrir vitahelgina. TF3FIN ætlar að semja frétt um vitahelgina sem TF8KY fær í hendurnar til að setja á vefinn.

4. Útivera við Gróttu

TF3JA er búinn að vera að vinna í dagskrá 2015-2016. Útfrá hugmynd TF3FIN um smíðadag er bætt við viðburði í dagskrána ”Útivera við Gróttu” þann 30. ágúst. Þar sem áhersla er lögð á loftnet, heimatilbúin og önnur. TF3FIN býðst til að koma með öflugan loftnetsgreini og aðstoða við að mæla loftnetin. Viðburðurinn ”Útivera við Gróttu” ákveðin þann 30. ágúst.

5. Loftnet

TF3FIN tekur upp umræðu um loftnet ÍRA. Þörf er á að skipta um rotor, laga stög, tjúna og skipta um bolta í turni. Fundurinn tekur stöðu á verkefninu að kaupa nýjan rotor sem fór í biðstöðu vegna ábendingar félagsmanns, sjá grein um rotor hér neðar. Ákveðið að sjá hvort TF3GB sé tilbúinn að stýra verkefninu. Helgin 8.-9. ágúst verður fyrir valinu ef hentar TF3GB (laugardagur eða sunnudagur m.t.t. veðurspár)

6. Rotor

Rætt bréf sem barst frá TF3CY þar sem hann nefnir að Yaesu rotor sem ákveðið var að kaupa sé ekki líklegur til að standast nógu mikið álag þar sem hann hefur reynslu af þeim rotor. Ákveðið að TF3DC og TF3JA fari vandlega yfir rotor-a sem í boði eru og ganga frá kaupum eftir rafrænt samþykki stjórnarmanna.

7. Núll svæðið

TF3EK tillaga varðandi 0-svæðið. TF0 er lokað svæði sem umlykur óbyggðir og miðhálendi landsins. Mörk svæðisins eru samkvæmt skilgreiningu miðhálendis í landsskipulagi. Þessi skilgreining verði notuð við framkvæmd útileika 2015. Rætt var um tillögu TF3EK m.t.t. gagnrýni sem félagi TF3KB hafði sent stjórninni.

9. Önnur mál

TF8KY leggur til að loka máli sem TF3SG hefur óskað eftir um að orð hans í fundargerð, 6. stjórnarfundar þann 16.06.2015, hafi verið rangt höfð eftir honum. Málinu skal lokað með því að eyða setningunni þar sem þessi orð komu fyrir.

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 9. júlí 2015.

Fundur hófst kl. 12:00 og var slitið kl. 12:45.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3GB, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG og varamaður TF8KY.

Mættir: TF3JA, TF3EK, TF3SG, TF3GB og TF8KY.

Fundarritari: TF3KY

Dagskrá

1. TF3GB

TF3GB tilkynnir uppsögn frá stjórnarstörfum IRA. Stjórn IRA sendir Bjarna bestu þakkir fyrir dygg óeigingjörn störf fyrir félagið. TF8KY er settur ritari þangað til annað er ákveðið og tók við gögnum frá TF3GB.

2. Gesta fyrirlesari

TF8KY kemur með tillögu að atburði í félagsheimili fimmtudaginn 23.júlí. Tillagan er að fá gest frá Dubai, Joel Shelton að nafni til að halda fyrirlestur. Tillagan var samþykkt. TF8KY tekur að sér að óska formlega eftir þessu við Joel og koma þessu í kring.

3. Útileikar

TF3EK tekur að sér að búa til atburð fyrir útileika á facebook. TF3GB er tilbúinn til að taka við loggum og sjá um úrvinnslu þeirra.

4. Lyklamál

Rætt um lyklamál.

5. Lyfta

Rætt um aðgang að lyftu. Mögulegt samstarf við slökkviliðið. TF3JA hefur sambönd um að hægt er að fá lyftu lánaða af og til án endurgjalds sé hún tiltæk. TF3SG á palla sem hann getur lánað ef þeir eru ekki í annari notkun.

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 30. júní 2015.

Fundur hófst kl. 19:00 og var slitið kl. 20:30.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3GB, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG og varamaður TF8KY.

Mættir: TF3JA, TF3FIN, TF3EK, TF3SG og TF8KY.

Fundarritari: TF3KY

Dagskrá

1. Viðfangsefni stjórnar

TF3JA, kallar eftir hugmyndum stjórnarmanna að viðfangsefnum stjórnar. TF3EK leggur fyrir fundinn tillögur að viðfangsefnum stjórnar.

2. Fundargerð

TF3SG, bendir á formgalla á birtingu fundargerða. Vantar að stjórnarmenn hafi tækifæri til yfirlestrar og samþykktar. Ákvörðun. Stjórnarmenn fara yfir fundargerð fyrir birtingu, helst í lok viðkomandi fundar. Í síðasta lagi í upphafi næsta fundar.

3. IARU

Létt frásögn af fundi hjá IARU í Friedrichshafen, en ýtarlegri frásögn frestað.

4. Myndataka

Myndatöku frestað vegna ónægrar mætingar stjórnarmanna.

5. Embætti

Ekki hægt að ræða um skipun í embætti vegna ónægrar mætingar.

6. Aðgangsmál á vef

TF3SG setur spurningu við aðgangsmál að vefumsjónarkerfi, að ekki sé ljóst hvar aðgangur sé of rúmur og hvar aðgangur sé of takmarkaður. TF3JA staðfestir að hann sé að vinna í aðgangsmálum.

7. Útileikar

TF3EK nefnir að útileikarnir séu gott framtak en erfitt sé að átta sig á svæðaskiptingu. Leggur til að tengd verði við vefinn wiki síða til að halda utanum leikreglur. Akvörðun. Skoða það samhliða endurskoðun vefmála sem er á borði TF8KY.

8. Svæðaskipting landsins

TF3SG leggur til að mál um svæðaskilgreiningar landsins sé tekið upp aftur.

9. TF VHF-orginalleikarnir

Ákvörðun. Félagið kynnir leikana en kemur ekki frekar að málinu. Það kemur fram að TF3GL hafi boðist til að sjá um úrvinnslu logga.

10 Dagskrá á fimmtudögum

TF3FIN leggur til að eitt fimmtudagskvöld í mánuði hafi auglýsta dagskrá. Ákvörðun. TF3FIN, TF3EK og TF8KY skipi vinnuhóp sem finnur til umfjöllunarefni fyrir stök fimmtudagskvöld (m.v. eitt í mánuði).

11. Félagsheimilið

TF3SG spyr um framkvæmdir við og í félagsheimili. TF3JA segir að málið sé á dagskrá.

12. Menninganótt

Umræða um að menningarnótt sé notuð til að kynna radíóáhugamálið.

13 Aðgengi að félagsheimili

Rætt um aðgang félagsmanna að aðstöðunni í félagsheimilinu

14. Aðgangur að tækjum

TF3EK leggur til að setja það markmið að auka aðgengi félagsmanna að aðstöðu/tækjum. Ákvörðun. Finna út hvernig hægt er að útfæra það með hliðsjón af öryggismálum. (tók einhver það að sér?)