Stjórnarfundur nr. 4                       14.08.2014. kl. 18.00

Mættir:  TF3HP, TF3GW, TF3GB, TF3DC og TF3TNT.

Gestir:  TF3DX og TF3KB.

Fyrirspurnir komið um útsendingu innheimtuseðla félagsgjalda. Gjaldkeri kvaðst hafa sent út á heimasíðuna skilaboð um að millifæra án seðils og hvatt menn til að nota þá aðferð og spara kostnað fyrir sjálfa sig og félagið.  Hver seðill hefur í för með sér kostnað og bætist sú upphæð við árgjaldið ef seðill er sendur út.

Rætt var við KB og DX um norræna fundinn og bjartsýni um að skjal DX um notkun Morse-skamm- stafana og athugasemdina við kaflann um það í siðfræðibókinni, hlyti einróma stuðnings norrænu fulltrúanna. Þar sem DX var á leið á fundinn var lagt að honum að komast að því á hvaða forsendu leyfi var gefið út  fyrir starfsemi SK9HQ, sem að hluta til var rekin á fjaraðgangi frá USA.

Rætt var um ástand tækja félagsins. Skoða þyrfti festingar á loftnetsturni og bilun í rótor/ rótor- kontróli. Einnig væri bilun í Yaesu stöðinni tengd S-mæli að því er talið er. Bilun er í stýringu á SteppIr vertikal félagsins. TF3DC  er í sambandi við framleiðendurna að reyna að lágmarka kostnað og sinnir málinu áfram.

Rætt var um að boða félagsfundinn ,sem TF3GL og fleiri fara fram á, í byrjun eða um miðjan september, ef nægur fjöldi meðmælenda fæst.

Heyrst hefur  af stofnun nýs amatörklúbbs. Fréttin er óstaðfest og ekki er vitað hverjir eru forsprakkar klúbbsins, en besta mál.

Fundi slitið kl.  20.00.

Bjarni Sverrisson, TF3GB, ritari ÍRA

Stjórnarfundur 3  fimmtudaginn 03.07. 2014, kl. 18.00

Mættir: TF3HP, TF3GW, TF3DC, TF3GB, TF3TNT.

Gestir fundarins: TF3GL og TF3JA.

Meginmál fundarins fjölluðu um svokallað „lærlingsmál“, fjaraðgang

og ásakanir, sem fram komu á aðalfundi, frá ritara fyrri stjórnar um að

gögn í málinu frá TF3GL væru ekki að öllu leyti rétt( jafnvel fölsuð).

3GL telur að fyrri stjórn/ritari félagsins hafi haft neikvæð afskipti af afgreiðslu málsins. Stjórnin telur að lærlingsmálið hafi verið rétt afgreitt af hálfu PoF, miðað við þau gögn sem fyrir liggja. 3GL vill þó fá nánari upplýsingar um það, hvort eitthvað hafi farið á milli stjórnarinnar og PoF, milli 16. og 19. des. 2013

og hvað það hafi verið. Aðeins eitt símtal milli ritara og  TF3ARI, fór fram á þessu tímabili, samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. TF3ARI var sá sem tilkynnti lærlinga á sínum vegum til PoF og málið snýst um. Ákveðið var að TF3GW hefði samband við PoF og græfist fyrir um þetta. Samkvæmt gögnum afgreiddi PoF málið án skriflegrar umsagnar frá ÍRA.

Þá vék 3GL að fjaraðgangsmálinu. Taldi 3GL að ekki mætti mismuna mönnum eftir þjóðerni, þegar kæmi að fjaraðgangi að sendistöð á Íslandi. ÍRA veitti umsögn í málinu, með tilvísun í milliríkjasamninga, sem 3GL taldi íþyngjandi fyrir amatöra, sem gekk í stuttu máli út á það að „viðkomandi aðili með erlent amatörleyfi yrði að vera „líkamlega“staddur á landinu til að mega starfrækja stöð hér á landi. Nefnd um fjaraðgang hefur skilað skýrslu hvað varðar íslenska amatöra og fjaraðgang þeirra að stöð á Íslandi, hvort sem þeir eru staddir hér eða í öðru landi. Öðru máli gegnir um fjaraðgang erlendra amatöra að stöð á Íslandi, án þess að þeir séu staddir hér. Sá hluti málsins er óafgreiddur, þar sem til stendur að bera það upp á ráðstefnunni í Varna í september 2014 og hlera álit annara félaga í Region 1 á því máli. Er sem sagt í vinnslu.

Því næst lagði 3GL fram nokkrar ábendingar um afgreiðsluferli mála, sem stjórnin ætlar að skoða.

TF4X. Þorvaldur, TF4M, hefur sótt um það til PoF að verða ábyrgðarmaður fyrir TF4X í stað Yngva, TF3Y. TF3Y hefur lýst sig samþykkan. Eftir að hafa farið yfir gögn í málinu um að TF4M uppfylli skilyrðin sem í gildi eru í dag um úthlutun eins stafs kallmerkja, sér stjórn félagsins ekkert athugavert við að ábyrgðin á TF4X verði flutt af TF3Y á TF4M.

Borist hefur gamalt erindi til stjórnar, dagsett 5. des. 2013, þar sem Pétur Kristjánsson, safnsstjóri Tækniminjasafnsins á Seyðisfirði vekur athygli á að safnið verði með viðburð á 100 ára afmæli þráðlausra fjarskipta á Íslandi. Af því tilefni býður hann amatörum að koma og starfrækja stöð í safninu og kynna félagið. Viðburðurinn verður helgina 26/27 júlí næstkomandi. Ritara er falið að koma skilaboðum um þetta á heimasíðu og póstrabbið.

Bréf frá TF3DX rætt og ritara falið að hafa samband við hann um framhald.

Samþykkt að hafa kaffi og kökur á afmælisdegi félagsins fimmtudaginn 14. ágúst. Auglýsa á tölvupósti og heimasíðu.

Innlegg  Jóns Þórodds, TF3JA, um mælitæki á heimasíðunni fyrir skömmu og ágreiningur vegna þess, var rætt. Niðurstaða varð sú að ekkert væri athugavert við innlegg þetta og önnur slík, sem einungis væru sett inn til að vekja athygli á ámatörtengdum nýjungum í örstuttu máli.

Fundi slitið kl. 20.00

TF3GB, ritari.

Stjórnarfundur 2.

Fimmtudagur 05.06.2014. kl. 1800.

Mættir TF3HP, TF3GW, TF3DC, TF3TNT, TF3GB.

Ræddar voru fyrirhugaðar viðhaldsframkvæmdir á félagsheimilinu/húsinu, en borist

hafði bréf frá Ómari Þórdórssyni hjá Borginni, þar sem beðið var um að færa loftnetaefni

við húsið, svo setja mætti upp stillansa. Aðgerðir hafa staðið frá hádegi og búist var við

hjálp til að færa stærstu stykkin eftir fundinn.

TF3CY samþykktur í félagið.

Vefmál. Heyrst hafa raddir um að skipta verði um vefhugbúnað. Eins væri hýsingin upp

á góðmennsku annara komin og höfðu menn áhyggjur af að hún væri ekki trygg. Ákveðið

var að tala við Benna, 3CY vegna þessa , en hann hefur séð um hýsinguna fram til þessa.

Benni átti leið framhjá fundarmönnum og var hann spurður að þessu beint. Hann taldi

hýsinguna trygga og taldi heldur ekki ráðlegt að skipta um hugbúnað. Það mætti bæta

útlit heimasíðunnar, en sú vinna tæki auðvitað tíma. Stjórnin taldi heimasíðuna í góðum

höndum Jóns Þórodds, 3JA.

Ritara var falið að tilkynna nýja stjórn til PoF og IARU.

X

Lærlingsmálið (TF3ARI). Á síðasta aðalfundi félagsins var máli þessu vísað frá, en einnig var tillaga

um að vísa málinu til stjórnar ÍRA. Þrátt fyrir frávísunina fannst stjórnarmönnum ekkert

banna að málið yrði rætt á vettvangi stjórnar. Fyrri stjórn hafði verið sökuð um að hafa haft

óeðlileg og neikvæð afskipti af afgreiðslu málsins hjá PoF. Í ljós kom, er bréfaskriftir vegna

málsins, sem ritari síðustu stjórnar skilaði af sér, voru skoðaðar, að ekkert bendir til þess

að neitt hafi farið frá stjórn ÍRA til PoF, milli þess að téðir lærlingar voru tilkynntir til PoF og

að málið var afgreitt frá PoF. Þar að auki telur stjórn ÍRA sig ekki hafa lögsögu í málinu,

þrátt fyrir þá kurteisisvenjuvenju að PoF óski álits eða tilkynni ÍRA um ýmsar beiðnir eða

mál er varða radíóamatöra, er berast á þeirra borð. Samkvæmt því sem fyrir liggur, er það

ekki á færi stjórnarinnar að gera neitt í málinu.

Nýliðunarmál voru rædd vítt og breitt.

Styrkurinn frá Borginni var einnig ræddur. Auk þeirra 3HK og 3SG, sem nefndir voru á síðasta

stjórnarfundi sem leiðbeinendur, kom einnig upp 3VD.

Félagið úthlutar “kallmerkjum” til hlustara.

3TNT kvaðst hafa tekið saman lista yfir það sem betur mætti fara í félaginu. Hann ætlar að

senda öðrum stjórnarmönnum listann.

Beina því til 3JA að minna á VHF/UHF útileikana, HF útileikana og vitahelgina á vefnum.

Gjaldkeri heimilar 3CY og 3TNT að sjá um útvegun á nýju stýriboxi fyrir SteppIR.

Bjarni, TF3GB,

ritari.

Stjórnarfundur ÍRA, 22.05.2014. KL. 18.00.

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar eftir aðalfund.

Mættir voru TF3HP, formaður, TF3GB og TF3GW. Auk þess voru mættir TF3SB og TF3SG úr fyrri stjórn til að skila af sér gögnum og fara yfir stöðu mála.

Formaður lagði fram svohljóðandi dagskrártillögu um verkaskiptingu stjórnar:

TF3GW      varaformaður

TF3DC       gjaldkeri

TF3GB       ritari

TF3KX        meðstjórnandi

TF3TNT     varamaður

TF3GW uppfærðist úr varamanni í stjórnarmann á atkvæðafjölda frá aðalfundi,

þar sem TF3SG snerist hugur í millitíðinni um að taka sæti í stjórn.

Prófnefnd er óbreytt frá fyrra ári.

Reglugerðarnefnd er óbreytt frá fyrra ári.

Annað sem rætt var, var að fyrrverandi formanni TF3JB væru enn að berast bréf

frá erlendum félögum og IARU. Ítreka þyrfti við þessa aðila að TF3JB væri ekki

lengur í stjórn félagsins.

Fyrri stjórnarmenn upplýstu að Borgin hyggðist veita 400.000,- kr. til viðhalds húseigna í Skeljanesi (tengiliður Jón Valgeir). Huga þyrfti að vinnuframlagi félagsinsí samráði við önnur félög og starfsemi sem fram færi í húsinu. Ákveðið var að TF3SG og TF3JA myndu vera í sambandi við Jón Valgeir, þar sem þeir voru kunnugir málinu. Þeir myndu halda stjórninni upplýstri í málinu.

Óskar TF3DC, þarf að tilkynna nýja stjórn til RSK og viðskiptabankans.

Til umræðu kom einnig þátttaka TF3KB á okkar vegum á ráðstefnunni í Varna í

Búlgaríu. Fyrir ráðstefnuna í Varna koma fulltrúar Norðurlandanna saman til að

stilla saman strengi. Í lok umræðunnar sammæltust menn um að félagið myndi

standa straum af kostnaðinum við þá ráðstefnu, sem norðurlandafélögin greiddu

ekki. Mjög mikilvægt væri að Norðurlöndin stilltu saman strengi og töluðu einni

röddu á fundinum í Varna.

Þá kom fram ósk frá TF3SG, varðandi styrk Borgarinnar til unglingastarfs á vegum ÍRA, um að hann og TF3HK fengju að halda því máli áfram. Leyfi til þess

var veitt með því skilyrði að stjórninni yrði haldið upplýstri í málinu.

Að lokum er fyrri stjórn þökkuð vel unnin störf.

Fundi slitið 19.30 .

Bjarni Sverrisson, TF3GB,

ritari ÍRA.

Fundur stjórnar ÍRA 24. júlí 2013 í Skeljanesi kl. 19.00

Mættir:

TF3CY, TF3SB, TF3SG, TF3AM,TF3WIN, fundarritari, TF3CY

  1. Setning fundar
    Fundur settur kl 19:15 , drög að dagskrá samþykkt
  2. Fundargerð seinasta fundar samþykkt.
  3. Innkomið erindi.  
    Haraldur Þórðarson TF3HP sækir um kallmerkið TF4HP.  Mælt með því að því verði úthlutað.
  4. Innkomin/útsend erindi.
    a.  Flóamarkaður.
    b.  Embætti stjöðvarstjóra,  Mælt með því að komið verið á nýju tækniráði sem hafi yfirumsjómn með tölvumálum, endurvörpum, loftnetum á VHF og UHF.  Auglýsa eftir þáttakendum.
    Samþykkt, Benedikt setiji tilkynningu þess efnis að þeir sem áhuga hafa á að koma að málinu sendi póst áira@ira.isfyrir 8. ágúst.  Hafa einnig samband við aðila að fyrra bragði..
  5. Yfirferð verkefna
    a. Ungliðastarf:
    b. Vitahelgin.
    c. Fjaraðgangur:  samþykkt að kalla eftir niðurstöðu nefndar fyrir 1. nóvember 2013.  Hvetja nefndina til að skila af sér. Áhersla á að sátt sé um málið.
  6. Vetrardagskrá
    Farið var yfir dagskrá og þá möguleika sem fyrir hendi eru.  Andrés leggur til að tvö erindi séu í mánuði.  Rætt um að endurtaka umfjöllun um örgjörva, Arduiono, rasperry,  Stungið upp á umfjöllun um
    magnarasmíði, hafa samband við Sæmund og Þorvald.  Stungið upp á erindi um loftnetsaðlöguun og Mars.
  1. Starfsáætlun stjórnar. Umræða um starfsáætlun stjórnar á starfsárinu.

 

Fundi slitið 20:30

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 23. maí 2013.

Fundur hófst kl. 19:15 og var slitið kl. 20:10.

Stjórn: Formaður TF3SG, varaformaður TF3AM, ritari TF3SB, gjaldkeri TF3CY, meðstjórnandi TF3HRY, varamaður TF2LL og varamaður TF2WIN.

Mættir: TF2JB, TF3SB, TF2LL, TF3BJ, TF3UA, TF2WIN, TF3SG og TF3HRY.

Fundarritari: TF3CY

Dagskrá

1. Setning fundar

Fundur settur kl 19:15 , drög að dagskrá samþykkt

2.  Fundargerð seinasta fundar samþykkt.

Fundargerð seinasta fundar samþykkt.

3. Stjórnarskipti, skipan stjórnar og embættismanna.

a. Kveðjustund TF3SG formaður þakkar fyrrverandi formanni stjórnar ÍRA Jónasi Bjarnasyn, TF3JB sérstaklega fyrir frábærlega vel unnin störf og gefur Jónasi TF2JB fráfarandi formanni orðið. Jónas afhenti 3SG upplýsingablað um ýmis atriði. Jónas biður um vandaða vinnu við kallmerkja “banka” sem hann hefur viðhaldið. Jónas talaði um að ekki hafi náðst að skipa ritstjóra CQTF. Einnig var talað um viðurkenningar fyrir nýja heiðursfélaga (TF3DX, TF3KB). Einnig þarf stjórn að útdeila viðurkenningar platta fyrir TF útileika.

TF3BJ – óskar stjórn alls góðs og leggur til að skoða þjónustugjöld banka. og frekari upplýsingar varðandi flutning á prókúru
TF3UA – hamingjuóskir og þakkir – leggur til pappírsgögn ritara og disk.
b. Stjórn skiptir með sér verkum
TF3SG Formaður
TF3AM varaformaður
TF3CY Gjaldkeri
TF3SB Ritari
TF3HRY Meðstjórnandi
TF2LL Varamaður
TF2WIN Varamaður
Tengiliður Póst og fjar. TF3HRY

c.  Lagt til að skipun embættismanna verði óbreytt.

d. Myndataka frestast, enda vantar TF3AM,

4. Innkomin/útsend erindi.

engin erindi hafa borist

5. Yfirferð verkefna

a. Innheimta félagsgjalda. Minnt er á að gjalddagi er 1 Júní – svo það þarf að byrja að undirbúa innheimtu félagsgjalda.

6. Aðalfundur 2013

Yfirstaðinn – tókst vel – ekkert sérstaklega bókað um það.

7. Starfsáætlun stjórnar

verður ekki lögð fyrir að svo stöddu en veður byrjað að vinna í henni.

8. CQ-TF – næsta blað

Það þarf að finna ritstjóra.

9. Fundir stjórnar, fundartími

a. Næsti stjórnarfundur verður í Júlí, enda eru margir erlendis á þessum tíma.

b.Formaður mætir á Fund IARU Svæðis 1 í Friedrichshafen í Þýskalandi 28. júní n.k

10. Önnur mál

Engin sérstök mál að svo stöddu, en það var rætt um að halda flóamarkað við fyrsta tækifæri.

11. Fundarslit.

Fundarslit kl 20:10

fundargerð ritaði TF3CY

Fundargerð

Mættir: TF3JB, TF3UA, TF3EE, TF3WIN, TF3BJ, TF3AM, TF3CY, Fundur settur kl. 19:40.

miðvikudaginn 10. apríl 2013 kl. 19:30 að QTH TF3AM

1.        Dagskrá samþykkt samhljóða

2.        Fundargerð seinasta fundar samþykkt samhljóða

3.        Innkomin/útsend erindi

(a) 25.2.2013; sent erindi frá PFS; upplýsingar um skipulag námskeiðs Í.R.A. til amatörprófs 2013.

(b) 17.2.2013; sent erindi til IARU Svæðis 1; stuðningur við frumvarp NRRL á fundi HF nefndar í apríl n.k. vegna JOTA.

(c) 27.2.2013; send jákvæð umsögn með annmarka um úthlutun kallmerkisins TF3JON í stað TF3LMN til Jóns Svavarssonar. Nokkuð var rætt um þessa umsögn en kallmerkið TF3JO tilheyrði látnum leyfishafa. Jón Svavarsson mun taka upp annað kallmerki óski hann að flytjast upp um leyfisflokk.

(d) 02.3.2013; innkomið erindi frá TF3OM; tillaga um gagnkvæmar heimsóknir félaga Í.R.A. og flugmódelfélaganna.

(e) 04.03.2013; innkomið erindi frá PFS um úthlutun kallmerkisins TF3HE í stað TF3HET til Halldórs Heiðars Sigurðssonar.

(f) 05.04.2013; sent erindi til PFS; beiðni um fund með fulltrúum Í.R.A., IARU og IARU Svæðis 1.

(g) 05.04.2013; innkomið jákvætt svar við beiðni um fund þann 7. maí n.k. í aðalstöðvum Póst- og fjarskiptastofnunar.

4.        Yfirferð verkefna
Farið yfir verkefni í verkefnatöflu. Lítið er eftir af útistandandi verkefnum. Tölvumál félagsstöðvarinnar hafa nú fengið farsæla lausn undir styrkri forystu TF3CY.

5.        Fundur um VHF/UHF mál 14. mars s.l.

Fundurinn tókst vel í alla staði. Aðsókn var all góð. Fundarstjóri var TF3BJ. Ágætar umræður urðu um málaflokkinn og m.a. samþykkt, að ekki væri ástæða til að setja endurvarpann TF3RPC upp á ný á sama stað, en hann var tekinn niður vegna byggingarframkvæmda í húsinu við Hagatorg þann 6. febrúar s.l. Hugmyndin er að finna honum betri stað. Þá var það almennt haft á orði, að ekki sé þörf á að setja  aftur upp endurvarpann TF8RPH við Garðskagavita (en búnaður hans var fluttur í Bláfjöll í september s.l. eftir að elding skemmdi Zodiac stöð TF1RPB). Stjórn samþykkti þessar tillögur.

6.        CQ TF

Lokadagur fyrir móttöku efnis í 2. tbl. 2013 var sunnudaginn 31.  mars. TF3KX tók að sér að setja tilkynningu á heimasíðu og á póstlista svo og að taka á móti efni. TF3JB tók að sér að ritstýra blaðinu

sem aðstoðarmaður að þessu sinni. TF3VS setur blaðið upp og brýtur um.  Stefnt er að útgáfu nýja blaðsins fimmtudaginn 11. apríl.

7.        Námskeið til amatörprófs

Námskeið félagsins til amatörprófs gengur vel. Það hófst 12. febrúar s.l. og lýkur 3. maí n.k. Próf Póst- og fjarskiptastofnunar verður haldið degi síðar, 4. maí. Námskeiðið er haldið í HR og verður próf til amatörleyfis haldið á sama stað. 18 þátttakendur eru á námskeiðinu 9 leiðbeinendur.  Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX, formaður prófnefndar Í.R.A. vann skipulag námskeiðsins. Umsjónarmaður f.h. Í.R.A. er Jónas Bjarnason TF3JB. Áætlaður hreinn rekstrarhagnaður félagssjóðs vegna verkefnisins nemur um 100 þúsund krónum, auk tekna af félagsgjöldum þeirra sem gerst hafa félagsmenn vegna námskeiðsins.

8.        Tölvumál

Að frumkvæði TF3CY ákvað CCP að gefa félaginu tvær notaðar tölvur (fullkomlega í lagi) sem að mati Benedikts, eru vel nothæfar í fjarskiptaherbergi félagsins. Þann  14.  mars  mætti  TF3CY  í Skeljanes  með fyrri tölvuna og hin kom skömmu síðar. Stjórn færir CCP innilegar þakkir félagsins. Ritara falið að koma þeim á framfæri í samráði við TF3CY.

9.        Söfnun TF3SA fyrir RF magnara

Söfnunin er á tvennan máta; annars vegar frjáls framlög félagsmanna og hins vegar laun TF3VS fyrir umbrot CQ TF, en hann tók við uppsetningu CQ TF frá og með 3. tbl. 2012. Skilyrt var frá hans hendi, að hann fengi ekki féð í hendur, heldur yrði andvirði vinnu hans lagt í tækjasjóð ÍRA. Í erindi frá Vilhjálmi dags. 14.2.2013 fer hann þess á leit, að uppsafnað andvirði vinnu hans við undangengin þrjú tölublöð CQ TF verði nú greitt út í söfnunarsjóð TF3SA vegna fyrirhugaðra kaupa á RF magnara fyrir TF3IRA. Andvirðið er nú kr. 104.568. Gjaldkera var falið að koma þessum peningum til skila í sjóðinn.

10.      Stjórnarfundur IARU Svæðis 1 í Reykjavík

Árlegur fundur stjórnarnefndar IARU Svæðis 1 fyrir árið 2013 verður haldinn í Reykjavík helgina 4.-5. maí n.k. Samkvæmt upplýsingum frá TF3KB, IARU tengilið félagsins, eru vætanlegir um 25 gestir til landsins vegna fundarins (þ.m.t. makar). Sérstakir gestir stjórnarfundarins verða m.a. forseti IARU, Timothy S. Ellam, VE6SH og varaforsetinn, Ole Garpestad, LA2RR. Óskað hefur verið eftir samráðsfundi með íslenskum stjórnvöldum um málefni radíóamatöra, með sérstakri áherslu á undirbúning WRC-15. Fyrir liggur ósk framkvæmdanefndar þess efnis að haldið verði opið hús í Skeljanesi, sunnudaginn 5. maí kl. 15-17, til að framkvæmdanefndarmenn geti hitt félagsmenn ÍRA.

11.      Aðalfundur

Aðalfundur  Í.R.A.  2013 verður haldinn laugardaginn 18. maí kl. 13:00 í Snæfelli, fundarsal Radisson SAS hótels Sögu, í Reykjavík. Fyrst var boðað til fundarins 27. mars s.l. og voru tilkynningar settar bæði á heimasíðu og póstlista. Ásamt  tilkynningunni fylgdi ábending til félagsmanna þess efnis, að skv. ákvæði í 27. gr.  félagslaga þurfi  tillögur að lagabreytingum að berast stjórn félagsins fyrir 15. apríl n.k. Eiginlegt fundarboð aðalfundarins verður sent í tölvpósti til félagsmanna og sett á heimasíðu og póstlista þann 26. apríl n.k. í samræmi við ákvæði í 16. gr. félagslaga. Berist frumvarp um lagabreytingar sem uppfyllir ákvæði 27. gr. félagslaga, fyrir 15. apríl n.k., verður það sent með fundarboði. Miðað er við að skýrsla stjórnar  2012-2013  verði lögð fram á síðasta stjórnarfundi fyrir aðalfund þ. 12. maí n.k. Miðað er við að ársreikningur  2012-2013  verði lagður fram á þeim stjórnarfundi. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, hefur boðist til að setja reikninginn upp eins og hann hefur gert undanfarin ár. Stjórn er sammála um að leggja til að árgjald verði 6500 kr.

12.      Önnur mál

Engin önnur mál voru rædd að þessu sinni.

13.      Fundarslit

Fundi var slitið um kl. 21:30. Stjórn færir þeim hjónum Ástu og Andrési bestu þakkir fyrir höfðinglegar veitingar og gott atlæti á heimili þeirra.

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
Ritari ÍRA

Óunnin verkefni sem ákveðin voru á fundinum og fyrri fundum:

Verkefni Dags. Ábyrgð Verkefnislok
Ljúka við eignaskrá TF3G, TF3EE, TF3SG
Fundargerðir í Google Docs 30.5.2012 TF3UA
Finna keppnisstjóra ÍRA 27.12.2012 Allir
Vinna að námsefnismálum 27.12.2012 JB, UA, BJ
Finna nýjan ritstjóra CQ TF 27.12.2012 Allir
Svara könnun IARU 15.2.2012 TF3UA
Úrlausn tölvumála félagsstöðvarinnar 15.2.2012 TF3CY og fl. 10.4.2013

Fundargerð

Mættir: TF3JB, TF3UA, TF3EE, TF3WIN, TF3AM, TF3CY, sérstakur gestur fundarins var TF3TNT, stöðvarstjóri og VHF stjóri.

Fundur settur kl. 17:40.

Föstudaginn 15. feb. 2013 kl. 17:30 að Skeljanesi

1.        Dagskrá samþykkt samhljóða

2.        Fundargerð seinasta fundar samþykkt samhljóða

3.        Innkomin/útsend erindi

  1. a) 16.01.2013; innkomið erindi frá PFS; úthlutun nýs 630 metra bands til íslenskra leyfishafa.
    Í þessu erindi kemur fram að PFS hafi leyft íslenskum amatörum að nota 630 m bandið. Stjórn ÍRA fagnar þessu mjög og færir PFS innilegar þakkir fyrir skjóta og jákvæða afgreiðslu erindisins.
  2. b) 17.01.2013; send fréttatilkynning vegna nýs 630 metra bands til landsfélaga radíóamatörfélaga í nágrannalöndum.
    c) 28.01.2013; innkomið erindi frá PFS; umsögn um umsókn Radíó refa um kallmerkin TF2R og TF3R.
    Stjórn ÍRA verður að hlýta vinnureglum sem aðalfundur árið 2009 setti um úthlutun eins stafs kallmerkja. Um er að ræða varanlegt kallmerki fyrir sameiginlega stöð (klúbbstöð). Radíó refir þurfa skv. þeim að tilgreina ábyrgðarmann sem hefur haft leyfi í 30 ár og fullnægir kröfum um að hafa staðfest 200 DXCC lönd.
  3. d) 30.01.2013; sent erindi til PFS; ósk um heimild til að halda próf til amatörleyfis 4. maí n.k.
  4. e) 30.01.2013; innkomið erindi frá PFS; veitt heimild fyrir prófi til amatörleyfis 4. maí n.k.; fulltrúi PFS á staðnum verður Bjarni Sigurðsson.
  5. f) 03.02.2013; innkomið erindi frá Radíóskátum; ósk um stuðning við frumvarp NRRL á fundi HF nefndar IARU Svæðis 1 2013.
    Málið snýst um að IARU svæði 1 beiti sér fyrir því að ein helgi verði útnefnd sem keppnislaus helgi. Þessa helgi geta þá skátar nýtt fyrir JOTA (Jamboree on the Air) en slíkir atburðir hafa laðað margar ungar verur að amatör radíói. Dæmi um slíkar má finna á stjórnarfundinum. Samþykkt án mótatkvæða.
  6. g) 05.02.2013; sent erindi til PFS; ósk um heimild til flutnings endurvarpans TF3RPI frá Klyfjaseli í Ljósheima í Reykjavík.
  7. h) 05.02.2013; sent erindi til PFS; upplýsingar veittar um stöðu veitingar umsagnar um erindi stofnunarinnar dags. 28.01.2013.
  8. i) 05.02.2013; innkomið erindi frá PFS, veitt heimild til flutnings endurvarpans TF3RPI.
  9. j) Könnun á vegum IARU um notkun og leyfi á örbylgjusviðum fyrir amatöra. Ritara falið að svara könnuninni.

4.        Yfirferð verkefna
Farið yfir verkefni í verkefnatöflu. Lítið er eftir af útistandandi verkefnum. Fram kom að vinna við að ljúka eignaskrá er nú farin af stað, stöðvarstjóri TF3TNT bauð fram aðstoð sína við vinnuna að eignaskránni.

5.        Nýtt amatörband á 630 metrum

Formaður sendi fréttatilkynningu til nokkurra systurfélaga um leyfið á 630 m. Hamingjuóskir hafa borist víða að og m.a. er leyfisins getið í nýjustu vefútgáfu QST sem birt var i dag. Formanni er þakkað gott frumkvæði við að senda út þessa fréttatilkynningu.

6.        Fundur í HF nefnd IARU Svæðis 1

Fundurinn verður haldinn í Vín í apríl. Að höfðu samráði við IARU fulltrúa félagsins og fulltrúa í HF nefnd IARU, TF3KB, lagði formaður til að senda ekki fulltrúa að þessu sinni. Stjórn samþykkti þá tillögu formanns.

7.        Námskeið til amatörprófs

Nú er námskeiðið hafið með 18 þátttakendum. Formaður, TF3JB tók að sér skipulagningu þess og hefur gert það með miklum ágætum. Námskeiðið er haldið við kjöraðstæður í húsakynnum Háskólans í Reykjavík og færir stjórnin þeim HR mönnum bestu þakkir fyrir að hýsa námskeiðið. Námsefnið var prentað og frágengið hjá Samskiptum. Var þar vel unnið og námsefnið er í eins góðu horfi hvað varðar frágang og á verður kosið. Hins vegar er ljóst að endurskoða þarf efni og framsetningu námsefnisins. Þar er mjög horft til S-Afríska námsefnisins sem hægt er að sækja á netinu. SARL hefur ekki svarað erindi ÍRA um leyfi til að nota námsefnið. Vonast er til að hægt verði að ná sambandi við SARL í kjölfar IARU stjórnarfundarins sem verður haldinn hér á landi í byrjun maí.

8.        Söfnun fyrir RF magnara

Nú hafa safnast um 100 þús.kr. í söfnuninni sem TF3SA stendur fyrir. Við munu bætast laun TF3VS fyrir uppsetningu á CQ TF en hann bauðst til þess að setja upp CQ TF gegn sömu greiðslu og áður en bauðst til að láta launin renna í tækjakaupasjóð félagsins. Auk þess mun félagssjóður styrkja kaup á magnara. Það er skilningur stjórnar að magnarinn verði í eigu félagsins. Þegar hyllir undir lok söfnunarinnar þarf að skilgreina ferli um það hvernig magnarinn skuli valinn.

9.        Endurvarpar

Nú standa vonir til þess að endurvarpinn í Bláfjöllum sé kominn á tíðni sem ekki truflar aðra þjónustu og að loftnetinu sé borgið um sinn. Hins vegar var á það bent að Bláfjöll eru mikið veðravíti, ísing mikil og erfitt umhverfi fyrir loftnet. Endurvarpinn á Hótel Sögu hefur nú verið tekinn niður vegna byggingarframkvæmda þar og er ekki enn ákveðið um QTH fyrir hann. Mikill áhugi er innan félagsins á endurvörpum og er líklegt að þeim málum verði vel sinnt í framtíðinni.

10.      CQ TF

Rætt var um embætti ritstjóra en það hefur ekki enn tekist að fylla. Unnið er áfram í málinu. Formaður hefur prentað tvö eintök i svarthvítu til að leggja fram í félaginu. Það kostar um 900 kr. að prenta slíkt eintak og binda í gorm, samþykkt að halda því áfram.

11.      Sérstakur fimmtudagsfundur um VHF/UHF (framhaldsfundur).

Mikill áhugi kom fram á sérstökum fundi um VHF/UHF mál sem haldinn var í janúar. Ljóst er að halda þarf annan fund og er stefnt að því þ. 14. mars nk.

12.      Nýtt viðurkenningarskjal félagsins.

TF5B hefur nú búið til nýtt viðurkenningarskjal félagsins „Iceland on Digimodes Award“. Hér er frábært framtak á ferðinni af hálfu viðurkenningastjóra og færir stjórn honum bestu þakkir fyrir framtakið.

13.      Ákvörðun um kaup á tölvu í fjarskiptaherbergi TF3IRA.

Tölvukostur fjarskiptaherbergisins er í slæmu horfi. Tölvur eru gamlar og telur stöðvarstjóri að móðurborðin séu ónýt. Umræður urðu um þetta og ákveðið að samþykkja að verja allt að 120 þús. kr. til tölvukaupa. Í ljós verður að koma hvort ein eða tvær tölvur fáist fyrir þessa upphæð. TF3CY bauðst til að skoða sín sambönd svo nýta megi peningana sem best. Aðrir fundarmenn munu sömuleiðis skoða hvað í þeirra valdi stendur.

14.      Hugmyndir TF3TNT, VHF stjóra Í.R.A., um ný verkefni í  metrabylgju-fjarskiptum

Benedikt Guðnason, TF3TNT lýsti hugmyndum sínum um ný verkefni á sviði metrabylgjufjarskipta. Þær ganga í stórum dráttum út á það að ÍRA taki yfir gamalt endurvarpakerfi Almannavarna sem er á 146-148 MHz. Skv. viðræðum við ýmsa menn stendur félaginu það til boða. Ef félagið tæki að sér rekstur fjallastöðva víðs vegar um landið mætti sækja um leyfi til PFS um að þessum hluta 2 m bandsins verði úthlutað til amatöra. Hér væri komin kjörin varaleið fyrir Tetra kerfið sem nú þjónar sem neyðarfjarskiptakerfi Almannavarna, Neyðarlínunnar og björgunarsveita. Hinn kosturinn væri að fá að sækja nokkra endurvarpa og nýta þá í þágu amatöra, væntanlega með því að færa þá á núverandi tíðnir amatöra. Um er að ræða Yeasu endurvarpa sem þykja góð tæki. Stjórn þakkaði TF3TNT fyrir hugmyndirnar. TF3EE lagði til að vísa þeim til starfshóps félagsins um neyðarfjarskipti til umfjöllunar og var það samþykkt.

15.      Önnur mál

Formaður efndi til getraunar nýlega sem stjórnarmenn tóku þátt í. Sigurvegari varð TF2WIN en hann gat rétt upp á því að mynd af afar fagurri amatörstöð væri úr tækjaherbergi TF3XON.

13.      Fundarslit

Fundi var slitið um kl. 19:30.

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
Ritari ÍRA

Óunnin verkefni sem ákveðin voru á fundinum og fyrri fundum:

Verkefni Dags. Ábyrgð Verkefnislok
Ljúka við eignaskrá TF3G, TF3EE, TF3SG
Fundargerðir í Google Docs 30.5.2012 TF3UA
Finna keppnisstjóra ÍRA 27.12.2012 Allir
Vinna að námsefnismálum 27.12.2012 JB, UA, BJ
Finna nýjan ritstjóra CQ TF 27.12.2012 Allir
Svara könnun IARU 15.2.2012 TF3UA
Úrlausn tölvumála félagsstöðvarinnar 15.2.2012 TF3CY og fl.

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Kolbeinsmýri 14, 15. janúar 2013.

Fundur hófst kl. 16:00 og var slitið kl. 21:30.

Stjórn: ?

Mættir: TF3JB, TF3BJ, TF3UA og TF3EE

Fundarritari: TF3UA

Dagskrá

1. Dagskrá samþykkt samhljóða
2. Fundargerð seinasta fundar samþykkt samhljóða
3. Innkomin/útsend erindi

a) Jákvæð umsögn hefur verið send PFS um úthlutun kallmerkisins TF3OZ til Óskars
Þórðarsonar .

b) Myndrit af reglum um „Radíó-leyfi áhugamanna“ frá 7. febrúar 1947 hefur borist frá PFS.
Stjórn ÍRA þakkar PFS þá sendingu enda gagnlegt að hafa aðgang að reglunum eins og
þær hafa verið í fortíðinni.

c) Erindi hefur verið sent til PFS með ítrekun um úthlutun á 630 metrum ásamt uppfærðri
samantekt um úthlutanir í sviðinu.

d) Frá PFS hafa borist spurningar um óskir félagsins um tegundir útgeislunar á 630 metra
bandinu.

4. Yfirferð verkefna

Farið yfir töfluna sem birt er við enda fundargerðar og hún uppfærð.

5. Yfirferð verkefna í ljósi starfsáætlunar 2012/2013

Farið yfir starfsáætlun stjórnar og starfsemin skoðuð í ljósi hennar. Menn töldu að vel hafi
tekist til við að halda starfsáætlun.

6. Tillaga að viðveruáætlun stjórnarmanna í Skeljanesi 24. janúar til 2.

maí n.k.
Samþykkt.

7. Sérstakur fimmtudagsfundur þann 24. janúar n.k.

VHF-fundur 24.1. TF3AM setur fund og TF3BJ verður fundarstjóri. TF3GL ætlar að afhenda
verðlaunin fyrir VHF leikana 2012. Jafnframt verður rætt um VHF og UHF málefni.

8. Námskeið til amatörprófs

18 þátttakendur eru staðfestir. Enn er vonast til að fá húsnæði í HR.

9. 630 metra bandið

630 m bandið. Ekki er vitað hver bandbreiddin er sem leyfð verður.
10. Félagsstöðin
Umræður urðu um félagsstöðina. Ástand hennar er að mestu leyti í góðu horfi en bæta þyrfti
tölvuna sem notuð er til skráningar sambanda ásamt fleiru.

11. CQ TF

Vænst er þess að blaðið komi út eftir næstu helgi.

12. Önnur mál

Álit orðanefndar rafmagnsverkfræðinga frá 10. janúar um notkun orðsins „radíó“ hefur borist
til eyrna stjórnarmanna. Álitið er á þá lund að orðanefndin er nú samþykk notkun orðsins í
íslensku. Stjórn ÍRA fagnar þessu, enda kemur orðið fyrir í nafni félagsins og má líta svo á að
félagið hafi ávallt óskað þessara málaloka.
Ljósmyndir af stjórn ÍRA 2012-2013 hafa nú verið afhentar formanni og kann stjórn Jóni
Svavarssyni, TF3LMN bestu þakkir fyrir. Jón hefur verið ötull við að mæta með myndavélina á
viðburði félagsins og þar með unnið gott og mikilvægt starf.

13. Fundarslit

Fundi var slitið um kl. 21:30.
Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA

Óunnin verkefni sem ákveðin voru á fundinum og fyrri fundum:

Verkefni Dags. Ábyrgð Verkefnislok
Ljúka við eignaskrá TF3G, TF3EE,TF3SG
Fundargerðir í Google Docs 30.5.2012 TF3UA
Finna umsjónarmann námskeiðs 6.11.2012 TF3JB 15.1.2013
Hringja í félaga sem ekki hafa netfang 27.12.2012 JB, AM,UA, BJ 15.1.2013
Finna keppnisstjóra ÍRA 27.12.2012 Allir
Vinna að námsefnismálum 27.12.2012 JB, UA, BJ
Finna nýjan ritstjóra CQTF 27.12.2012 Allir

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2010.05.08 kl 12.00 í Skeljanesi

Mættir: TF2JB, TF3SG, TF3EE, TF3SNN og TF3BJ. TF3GL og TF1JI boðuðu forföll.

1. Fundarsetning og dagskrá

Formaður setti fund kl. 12:05 og lagði fram tillögu að dagskrá sem var samþykkt.

2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram til samþykktar

Uppkast að fundargerð fundar nr. 9/2010 (frá 30. mars 2010) var lagt fram og samþykkt.

3. Erindi til afgreiðslu

  1. Lagt fram erindi til umsagnar frá Póst- og fjarskiptastofnun dags. 29. f.m. er varðar umsókn Claudio Corcione um íslenskt kallmerki. Hann hefur kallmerkið KJ4MLX og er handhafi “General” leyfisbréfs frá FCC. Hann hefur jafnframt kallmerkið IC8BNR og er handhafi “A” leyfisbréfs frá ítalska PFS. Claudio hefur ekki framvísað HAREC leyfisbréfi frá Ítalíu. Engu að síður var samþykkt að Í.R.A. mæli með úthlutun PFS á N-leyfisbréfi til hans á grundvelli “General” leyfisbréfs hans með tilvísan í 9. gr. reglugerðarinnar annarsvegar, og hinsvegar, þar sem Ísland er aðili að “EEC Recommendation (05)06”; sbr. viðauka á bls. 6 í útgáfu 2009, þar sem segir: “National novice licences of non-CEPT countries equivalent to the CEPT Novice Licence” er sambærilegt “General” leyfi í Bandaríkjunum.
  2. Erindi Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA, um gerð tilraunar með útsendingar frá félagsstöðinni yfir Internetið. Samþykkt að fresta afgreiðslu erindisins til næsta stjórnarfundar og TF3JA verði boðið að verða gestur fundarins vegna málsins.

4. Aðalfundur ÍRA laugardaginn 22. maí 2010

  1. Skýrsla um starfsemi félagsins. Formaður, TF2JB, kynnti drög að skýrslu um starfsemi félagsins 2009-2010. Drögin skiptast í þrjá hluta. Í fyrsta lagi, umfjöllum um starfsemina á starfsárinu. Í öðru lagi eru birtar fundargerðir stjórnar; og í þriðja lagi, ýmiskonar fylgiskjöl sem tilheyra starfsárinu. Stjórnarmenn komu með ábendingar á fundinum um það sem betur má fara, en voru að öðru leyti ánægðir með drögin. Miðað er við að dreifa skýrslunni á aðalfundi og vista í framhaldi á heimasíðu félagsins.
  2. Ársreikningur. Gjaldkeri, TF3EE, kynnti ársreikning félagsins sem vinnuplagg. Miðað fer við að reikningurinn verður tilbúinn og undirritaður af endurskoðendum n.k. fimmtudag. Varaformaður, TF3SG, var gjaldkera til aðstoðar og er ársreikningurinn afar vel upp settur og greinargóður. Greidd félagsgjöld voru alls 163 samanborið við 123 á fyrra tímabili. Aukning er 33%. Skráðir félagsmenn eru 204 samanborið við 176 á fyrra tímabili. Aukning er 16%.
  3. Önnur atriði. (1) TF3SNN, tekur að sér sem spjaldskrárritari, í samvinnu við gjaldkera, að setja upp og annast sérstaka skrá yfir félaga sem greitt hafa félagsgjald. (2) TF3SG, hefur áhyggjur af að aðalfundarboð hafi ekki borist öllum. Fram kom, að boðað hafi verið til aðalfundar á heimasíðu og á póstlista 2. apríl s.l. í tengslum við ábendingu um að lagabreytingar þyrftu að berast stjórn fyrir 15. apríl. Þá var auglýsing með aðalfundarboði birt í forútgáfu CQ TF 23. apríl á heimasíðu og síðan, í endanlegri útgáfu á sama stað 27. apríl. Í 16. gr. félagslaga segir: “Aðalfundur er löglegur ef til hans er boðað bréflega eða með auglýsingu í CQ TF. Fundarboð skal póstleggja eigi síðar en þrem vikum fyrir fundardag.” Samkvæmt því, hefði þurft að póstleggja CQ TF til þeirra sem óska eftir pretnaðri útgáfu CQ TF (en eru t.d. ekki með tölvu) eigi síðar en 1. maí s.l. Sá dagur og sá næsti eru hins vegar frí- og helgidagar, þannig að blaðið hefði þurft að póstleggjast eigi síðar en 3. maí s.l. Hringt var í ritstjóra af fundinum til að spyrjast fyrir um það, en ekki náðist samband við hann. Ljóst er, að ef CQ TF hefur farið í póst seinna en 3. maí 2010 þarf að leita afbrigða á aðalfundi hvað varðar 16. gr. félagslaga.

5. Samþykkt útgjöld félagssjóðs

  1. Samþykkt, að tillögu TF2JB, að félagssjóður festi kaup á New-Tronics Hustler G6-144B loftneti fyrir TF3RPC. Áætlaður kostnaður er um 35 þúsund krónur.
  2. Samþykkt, að tillögu TF3SNN, að félagssjóður festi kaup á “headphone preamplifier” fyrir Vita- og vitaskipahelgar. Áætlaður kostnaður er um 9 þúsund krónur.

6. Önnur mál

  1. Fram kom undir dagskrárliðnum að tekjur af flóamarkaði námu 3.100 krónum.
  2. Læsing heimasíðunnar var rædd, m.a. hvað varðar aðgang að félagsblaðinu CQ TF.
  3. Fært er til bókar að nú hefur staða QSL-stjóra verið mönnuð af TF3SG.
  4. Þar sem þetta var síðasti stjórnarfundur starfsársins tókust menn í hendur og þökkuðu hver öðrum ánægjulega viðkynningu og góð störf í þágu félagsins.

7. Fundarslit

Fundi slitið kl 13.15.

Fundargerð ritaði TF3SG

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2010.03.30 kl 18.00 í Skeljanesi

Mættir: TF2JB, TF3SG, TF3EE, TF3SNN og TF1JI. TF3GL og TF3BJ boðuaðu forföll.

1. Fundarsetning og dagskrá

Formaður setti fund kl. 18:03 og lagði fram tillögu að dagskrá sem var samþykkt.

2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram til samþykktar

Uppkast að fundargerð fundar nr. 8/2010 (frá 16. febrúar 2010) var lögð fram og samþykkt.

3. Erindi til afgreiðslu

  1. Erindi TF1JI um heimild til að setja upp 2m/70cm krossband endurvarpa í stað TF3RPB í Bláfjöllum (a.m.k. á meðan TF1RPB er bilaður/ónothæfur) lagt fram. Hugmynd Jóns er að nota tíðnina 145.500 MHz og finna sambærilega tíðni á 70 cm (í samræmi við bandplan). Samþykkt með öllum atkvæðum nema TF3SNN, að ÍRA styðji tilraunina.

4. Aðalfundur ÍRA laugardaginn 22. maí 2010

  1. Formaður vakti athygli á ákvæðum í 16. og 26. gr. félagslaga, annarsvegar hvað varðar að fundarboð skuli póstlagt með a.m.k. þriggja vikna fyrirvara og hinsvegar, að berist stjórn frumvörp til lagabreytinga skuli þau send út saman með fundarboði. Samþykkt að fara þess á leit við ritstjóra CQ TF að þetta efni verði fylgi með í 2. tbl. blaðsins.
  2. TF3EE, gjaldkeri félagsins, kynnti stöðu félagssjóðs. Fram kom m.a., að fjárhagur er góður. Alls hafa um 160 manns hafa greitt félagsgjöld á árinu.
  3. Önnur atriði. Rætt um tilvist nýliðasjóðs. Sveinn, TF3SNN telur að heimild sé til staðar um stofnun þess háttar sjóð. Framlög í sjóðinn hafi m.a. verið fengin með sölu á flóamarkaði.

5. Atriði er varða félagið

  1. Vegna óska félagsmanna um útlán á bókum og diskum í eigu félagsins, var samþykkt heimild þess efnis, að lána megi út handbækur og diska í eigu félagsins. Haldið skal vel utan um útlán og þau skráð í þar til gerða bók. Útlánstími verði að jafnaði ekki lengri en vika í senn.
  2. Rætt um móttöku gjafa til félagsins. Skerpa þarf á skráningu gjafa til félagsins.
  3. Flóamarkaður hefur verið auglýstur sunnudaginn 11. Apríl n.k. Félagið mun selja gamla kompónenta og hluti. Sveinn, TF3SNN og Guðmundur, TF3SG munu hittast í vikunni og taka saman þá hluti og verðsetja.
  4. Staða loftneta. Endurnýja þarf 80 metra spólu og topp á Hustler vertikal. Samþykkt að fresta kaupum á loftnetshlutum fram yfir aðalfund.
  5. Vinnudagur vegna uppsetningar á VHF/UHF loftnetum var ákveðinn sunnudaginn 18. apríl n.k. með fyrirvara um að veður hamli ekki.
  6. Heimasíða Í.R.A. og spjallþræðir félagsins. Sveinn, TF3SNN hefur boðað útlitsbreytingar á síðunni, og mun vinna að breittri uppsetningu hennar í þrjá dálka.

6. Önnur mál

  1. „Calendar” dags. 17. mars 2010 frá IARU Svæði 1 lá frammi á fundinum. Tekið var fyrir „Proposal 246″ sem varðar inngöngu landsfélags radíóamatöra í Svartfjallalandi (MARP). Meðmæli samþykkt og formanni falið að fylla út og senda tilheyrandi eyðublað til IARU.
  2. Stefán Þórhallsson, TF3S, hefur fært félaginu að gjöf mælitæki og bækur. Mælitækjunum hefur verið komið fyrir í smíðaaðstöðui og eru Stefáni færðar innilegar þakkir frá félaginu.
  3. Guðlaugur Ingason, TF3GN, hefur fært félaginu að gjöf innbundið hefti af 15. tbl. Útvarpstíðinda frá septembermánuði 1946. Guðlaugi eru færðar innilegar þakkir fyrir.
  4. Rætt um hvernig standa skuli að móttöku gjafa sem félaginu berast.
  5. Tíðnimál. Rætt um auknar aflheimildir og aukið samfellt tíðnisvið á 5MHz í ljósi erindis félagsins til PFS dags. 13. janúar s.l. Formaður skýrði frá því að hafa nýlega átt óformlegan fund með HRH og kvaðst bjartsýnn á að svar muni berast eftir páska.
  6. Ekki er enn búið að fylla í stöðu QSL Manager. Formaður hefur tekið þau kort sem félaginu hafa borist heim til sín til flokkunar.

7. Dagsetning næsta stjórnarfundar

Stefnt er að því að halda næsta stjórnarfund ca. 2 vikum fyrir aðalfund.

8. Fundarslit

Fundi slitið kl 20.15.

Fundargerð ritaði TF3SG

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2010.02.16 kl 18.00 í Skeljanesi

Mættir: TF2JB, TF3SG, TF3EE, TF3SN, TF3BJ, TF3GL. TF1JI hafði boðað forföll.

1. Fundarsetning

Fundur var settur kl 18:15.

2. Fundargerð síðasta fundar (2010.01.08) lögð fram til samþykktar

Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

3. Erindi sem borist hafa til félagsins frá síðasta stjórnarfundi

  1. Erindi PFS dags. 25. janúar 2010 vegna umsagnar um umsókn TF8GX f.h. Radíóklúbbs Reykjaness um úthlutun á kallmerkinu TF7X til notkunar í Vestmannaeyjum í IOTA-keppninni 24.-25. júlí 2010
    Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum en TF3SG á móti. Óskaði hann eftir að fært væri til bókar að þar sem TF4X hafi verið úthlutað varanlega til klúbbstöðvar sé ekki við hæfi að úthluta kallmerki með viðskeytinu X. TF2JB óskaði eftir að fært væri til bókar að tillaga eins-stafs-nefndar á aðalfundi 2009, um að unnt sé að mæla með eins-stafs viðskeyti til tímabundinnar notkunar leiðangra eða til keppnisþátttöku, hafi verið samþykkt þar samhljóða. Einnig hefði hann áður verið í símasambandi við TF4X og TF3Y, sem hvorugur hafði neitt við slíka tímabundna úthlutun að athuga.
  2. Umsókn Í.R.A. um úthlutun kallmerkisins TF3HQ til notkunar í árlegum sumarkeppnum IARU.
    Samþykkt samhljóða að mæla með úthlutuninni til PFS til tímabundinnar notkunar 10.-11. júlí 2010.
  3. Umsókn Í.R.A. um úthlutun kallmerkisins TF3TEN til notkunar fyrir radíóvita í 10 metra bandinu.
    Frestað.
  4. Erindi TF1JI um gerð krossband “repeater” tilraunar í Bláfjöllum.
    Frestað.

4. Ákvörðun um erindi til PFS vegna fyrirhugaðs amatörprófs

Samþykkt að fela formanni að falast eftir heimild til prófhalds til PFS þegar dagsetning liggur fyrir.

Undir þessum lið var einnig greint frá niðurstöðum úr prófinu 23. janúar s.l.

5. PFS-málefni lögð fram til kynningar.

  1. Sent erindi til PFS dags. 2010.01.13 vegna umsóknar um 500 kHz, 5 MHz og 70 MHz böndin.
  2. Sent erindi til PFS dags. 2010.10.2.2010 framhaldserindi sérstaklega vegna umsóknar um 500 kHz.
  3. Mótttekið erindi frá PFS dags. 2010.01.31 heimild fyrir nýju QTH og nýrri QRG fyrir TF3RPA.
  4. Minnisblað um viðræður við PFS 2010.02.03 um aflheimildir á 1850-1900 kHz í alþjóðlegum keppnum.

6. Aðalfundur Í.R.A. 2010

Tillaga um endurskoðun áður ákveðinnar dagsetningar fundarins 29. maí vegna CQWW-keppninnar, og að hann verði í staðinn haldinn 22. maí. Samþykkt.

TF2JB greindi frá því að hann hefði samið um salarleigu 25.000 auk 350 kr. fyrir kaffi. Samþykkt.

7. Fyrirkomulag stjórnarfunda, m.a. hvað varðar dagskrár og fundargerðir

Samþykkt að halda áfram óbreyttu fyrirkomulagi, þar sem fundargerðir stjórnar eru samþykktar á næsta stjórnarfundi á eftir og gerðar opinberar í næsta CQ-TF og á vef félagsins, auk þess að fundargerðin er prentuð út og hengd upp í sjakknum í félagsaðstöðunni.

8. Ýmis atriði sem varða félagið

  1. www.ira.is
    TF3SN lýsti yfir áhuga á að koma að endurbótum á skipulagi vefsíðna félagsins. Ritari TF3GL kvaðst í framhaldi vilja skipa TF3SN ritstjórnarfulltrúa vegna vefsvæða ira.is, og samþykkti TF3SN þá tilhögun. Áfram er stefnt að því að ráða ritstjóra að vefsvæðum félagsins.
  2. Nýliðasjóður
    TF3SN óskaði eftir að athugað yrði með hvort þessi sjóður sé enn til. Gjaldkeri TF3EE mun setja sig í samband við fyrri gjaldkera og athuga með þetta.
  3. Daglegur rekstur TF3IRA
    Stöðvarstjóri TF3SN óskar eftir að komið verði til móts við þörf á að leggja út fyrir rekstrarvörum. TF3GL lagði til að gjaldkeri sæi til þess að TF3SN hafi hverju sinni undir höndum tilhlýðilega fjárhæð úr félagssjóði (10-20 þúsund krónur) til að standa straum að þessu.
  4. Vetrardagskrá og sunnudagsopnanir
    Sunnudagsopnanir verða út marsmánuð.
  5. Staða nefndar um endurúthlutun kallmerkja
    TF2JB greindi frá því að nefndin sé nálægt því að skila niðurstöðu.
  6. Staða morseæfinga
    Að sögn TF2JB er útsending morseæfinga hætt að sinni.
  7. Embættismenn: QSL Manager
    Formaður sagði leit í gangi og hann byggist við að geta mannað stöðuna fljótlega.
  8. Aðkoma Í.R.A. að “Opnum dögum” í Tækniskóla Íslands 25.-27. febrúar n.k.
    Samþykkt að koma þessu á framfæri við félagsmenn.
  9. Kostnaðarhlutdeild í samrekstri húsnæðis
    Lagt var til að Í.R.A. tæki þátt í rekstri þjófavarnarkerfis með 2000 krónum á mánuði. Samþykkt af öllum greiddum atkvæðum nema TF3SN.
  10. Tryggingar
    TF3EE mun skoða hvort uppfæra þurfi vátryggingarfjárhæð tækjabúnaðar félagsins.

9. Látnir félagsmenn

Eggert Steinsen rafmagnsverkefærðingur, TF3AS, andaðist 15. janúar s.l. Eggert var gerður að heiðursfélaga í Í.R.A. 15. janúar árið 2005. Útför hans fór fram 25. janúar s.l. Félagið sendi blóm til minningar um Eggert og minningarkort frá Krabbameinsfélagsfélaginu. Þá hefur undirritaður ritað stutta grein um Eggert heitinn sem mun birtast í 1. tbl. CQ TF 2010.

Guðlaugur Grétar Kristinsson fv. flugumferðarstjóri, TF3MEN, andaðist 29. janúar s.l. Tilkynning mun hafa birst í Morgunblaðinu 9. febrúar s.l. um lát hans og að útförin hafi þegar farið fram. Félagið sendi minningarkort um Guðlaug heitinn frá Krabbameinsfélaginu.

10. Önnur mál

Engin mál voru á dagskrá undir liðnum önnur mál.

11. Ákvörðun um dagtsetningu og tímasetningu næsta stjórnarfundar

Ákvörðun um dagsetningu næsta stjórnarfundar verður tekin þegar nær dregur páskum.

12. Fundarslit

Fundi slitið kl. 19:30.

Fundargerð ritaði TF3GL