Click here to add your own text
Click here to add your own text
Íslenskir radíóamatörar; starfstímabilið 2018/19. ATH. Fundargerðir stjórnar 2022/23, 2021/22, 2020/21, 2019/20 og 2018/19 eru aðgengilegar á opnunarsíðu heimasíðu – hægra megin.
Fundargerð 1. stjórnarfundar haldinn í Skeljanesi 4. apríl 2018 kl. 20:00.
Mættir voru: TF3JB formaður, TF3DC varaformaður, TF3EK gjaldkeri, TF2LL ritari, TF3NE meðstjórnandi, TF3UA varamaður og TF3EQ varamaður.
Formaður TF3JB setti fund kl. 20:00 og lagði fram eftirfarandi tillögu að dagskrá:
- Setning fundar og samþykkt tillögu að dagskrá.
- Fundargerð stjórnarskiptafundar lögð fram.
- Erindi – innkomin og send.
- 23 mars, sendur tölvupóstur til PFS um nýja skipan stjórnar starfsárið 2018-19.
- 23 mars, sendur tölvupóstur til IARU um nýja skipan stjórnar starfsárið 2018-19.
- 23 mars, sendur tölvupóstur til IARU Svæðis 1 um nýja skipan stjórnar starfsárið 2018-19.
- 20 mars, móttekið bréf frá NRRL um boð í 90 ára afmælisveislu félagsins 14. apríl n.k.
- 21 mars, mótt. tölvupóstur frá TF3AO þar sem vakin er athygli á vandræðum Yahoo póstlista félagsins.
- Skipun embættismanna.
- Aðalfundur 2018.
- Fyrirkomulag verkefna innan stjórnar.
- Starfsáætlun, drög.
- Námskeið til amatörprófs.
- Önnur mál.
9.a Útgáfa CQ TF verði hafin á ný (í þessum mánuði).
- Næsti fundur stjórnar.
- Fundarslit.
- Fundarsetning og dagskrá.
Tillaga að dagskrá fundarins var samþykkt.
- Fundargerð stjórnarskiptafundar frá 20.03.2018 lögð fram.
Fundargerð stjórnarskiptafundar samþykkt.
- Erindi – innkomin og útsend.
Formaður, TF3JB, skýrði frá innkomnum bréfum og útsendum sem voru lögð fram. Samkvæmt bréfi frá NRRL er ÍRA boðið að senda fulltrúa til Gala kvöldverðar í Osló í tilefni 90 ára afmælis félagsins. Ekki verður af því að ÍRA sendi fulltrúa til Noregs og mun boðið því verða formlega afþakkað.
Ábending TF3AO hvað varðar tölvupóstgrúppu félagsins var rædd. Þá var einnig rætt um framtíðarskipan samskipta innan stjórnar og benti TF3EK á samskiptaforritið WatsApp en niðurstaðan var að nota tölvupóst a.m.k. fyrst um sinn þar sem flestir fundarmenn nýta sér það form dagsdaglega. Ákveðið var að hafa samband við TF3VS og TF3AO um hvaða leið væri heppilegust í póstgrúppumálum félagsins en fundarmenn voru sammála um að halda áfram að vera með póstlista fyrir félagsmenn. TF3UA mun hafa samband við TF3VS og TF2LL mun hafa samband við TF3AO.
- Skipun embættismanna.
Nokkrar umræður urðu um prófnefnd, prófnefndarskipan og skiptingu embætta innan nefndarinnar, próf og lesefni sem TF3EK fullyrti, að ekki hafi verið uppfært í samræmi við HAREC. Þá skýrði TF3EK einnig frá því að nánast engir fundir hafi verið haldnir í prófnefnd, a.m.k. þau þrjú ár sem hann hefði setið þar og sér vitanlega, hefði formaður nefndarinnar ekki verið formlega kjörinn til starfans (á þeim tíma). Niðurstaða umræðunnar var að athuga þyrfti lög félagsins sem lúta að prófnefnd. Formaður benti m.a. á, að í 24. grein laga (um prófnefnd) stendur að nefndin velji sér formann. Samþykkt að fela formanni að fara yfir þessi mál.
Í prófnefnd sitja: TF3DX, formaður, TF3KX, TF1GW, TF3EK og TF3VS. Ákvæði um nefndina eru í 24 gr. félagslaga.
Í EMC nefnd sitja: TF3UA, formaður, TF3G og TF3Y. Ákvæði um nefndina eru í 25. gr. laganna.
TF3SB hefur tekið að sér að ritstýra CQ TF. Fundarmenn fögnuðu því og bjóða TF3SB velkominn til starfa. Ákvæði um útgáfu blaðsins eru í 27 gr. félagslaga.
Í máli formanns, TF3JB, kom fram að næsta blað væri nánast tilbúið til útgáfu. Hann gat þess einnig að TF3SB hafi síðast verið ritstjóri árið 1971, fyrir 47 árum. Blaðið verður gefið út á stafrænu formi (PDF) og haft ólæst á heimasíðu. Almennt var að heyra á fundarmönnum að þeir væru hlynntir því að blaðið yrði haft opið. TF2EQ benti á að gott væri að hafa uppsetningu blaðsins þannig, að smella megi á fyrirsögn greinar í efnisyfirliti sem áhugi er á að lesa.
TF3MH er QSL stjóri TF-ÍRA Bureau. Ákvæði um kortastofu eru í 26. gr.félagslaga.
TF5B er viðurkenningastjóri. Alls eru átta viðurkenningarskjöl á vegum ÍRA.
TF3WZ er vefstjóri heimasíðu, ira@ira.is.
Þó nokkrar umræður spunnust um neyðarfjarskipti og hvernig þeim málum er háttað innan félagsins. Fram kom, að lítið sem ekkert hefur gerst í þeim málum undanfarin ár. Formlegt embætti neyðarfjarskiptastjóra hefur ekki verið virkjað. Niðurstaðan var að kanna þurfi nánar með áhuga félagsmanna á neyðarfjarskiptum.
TF3JB er stöðvarstjóri TF3IRA, a.m.k. fyrst um sinn. TF2EQ benti á, að það þyrfti að gera leiðbeiningar um notkun fjarskiptastöðva TF3IRA og að gera mætti myndbönd um tækin. Í framhaldi kom fram, að magn kynningarmyndbanda um samskonar tæki (og eru í eigu félagsins) megi finna á YouTube og því væri hægt að þýða þessi myndbönd og koma fyrir á heimasíðu. TF2EQ bauðst til að annast þýðingu, þyrfti þess með. TF3EK benti á að myndbönd á vefnum væru ekki fullnægjandi vegna þess að um ýmsan hliðarbúnað væri að ræða í sjakk ÍRA, svo sem loftnetastjórnun o.fl.
TF1A er VHF stjóri TF3IRA.
TF3PW er umsjónarmaður námskeiða.
TF3MH er umsjónarmaður félagsaðstöðu (nýtt embætti). Í umræðu um félagsaðstöðuna kom fram, að gert hafi verið samkomulag við Odd Helgason (ORG) í tíð fyrri stjórnar um rekstur öryggiskerfis og þrifa og fái hann greitt fyrir það mánaðarlega.
TF1A og TF3GS eru umsjónarmenn endurvarpa.
TF8KY er umsjónarmaður Páskaleika (nýtt embætti) svo og umsjónarmaður VHF
leika.
TF3EK er umsjónarmaður TF útileika. TF5B mun sjá um viðurkenningarskjöl fyrir TF útileika.
TF3JB er tengiliður ÍRA við PFS og IARU/NRAU. Fram kom í máli TF3EK að hann væri þeirrar skoðunar að formaður væri sjálfkrafa tengiliður samkvæmt félagslögum.
- Aðalfundur 2018.
Fundargerð aðalfundar 2018 var lögð fram. Samkvæmt ákvæði í 23. gr. félagslaga skal birta aðalfundargerð í fyrsta CQ TF eftir aðalfund.
- Fyrirkomulag verkefna innan stjórnar.
Fyrirkomulag verkefna innan stjórnar er hefðbundið. Formaður stýrir, varaformaður sér um starfsáætlun, gjaldkeri um fjármál og félagatal, ritari ritar o.s.frv.
- Starfsáætlun, drög.
Varaformaður lagði fram drög að starfsáætlun stjórnar fyrri starfsárið 2018-19. Í því sambandi minnti hann á ákvæði í 3., 27. og 28. greinum félagslaga.
3.gr. Markmið félagsins eru að: Gæta hagsmuna radíóamatöra í hvívetna. Efla kynningu og samstarf meðal radíóamatöra innanlands og utan. Stuðla að færni félagsmanna og góðum venjum í radíóviðskiptum. Hvetja til viðbúnaðar sem gagnast mætti í neyðarfjarskiptum.
Efla amatörradíó sem leið til sjálfsþjálfunar á tæknisviðinu. Hvetja til tæknilegra og vísindalegra rannsókna og uppgötvana á sviði radíófjarskipta. Örva radíóíþróttir meðal radíóamatöra. Þróa amatörradíóþjónustuna sem verðmæta þjóðarauðlind. Stuðla að öflugri æskulýðsstarfssemi og kynningu á amatörradíói á meðal ungs fólks.
27.gr. Félagið skal halda úti blaði með heitinu CQ TF. Minniháttar útgáfu blaðsins má auðkenna sem fréttabréf. Stjórn skipar ritstjóra. Hann sér til þess að haldið sé saman tveimur söfnum blaðanna, annað aðgengilegt félagsmönnum en hitt í vörslu ritstjóra á hverjum tíma.
28.gr. Félagið skal halda úti vefsíðu með heitinu „ira.is“. Stjórn skipar vefstjóra. Hann sér til þess að efni vefsins sé uppfært eftir þörfum og aðgengilegt félagsmönnum á hverjum tíma.
Helstu verkefni framundan hjá stjórn ÍRA á starfsárinu ráðast því m.a. af eftirtöldum (fyrirhuguðum) kaflaheitum í starfsáætlun 2018-19: Rekstur, samskiptin, félagsaðst-taðan, félagsstöðin, dagskrá, miðlar, námskeið, endurvarpar, tíðnimál og hagsmuna-mál almennt. TF3DC mun útfæra tillögu að vetrardagskrá nánar á milli funda.
- Námskeið til amatörprófs.
Námskeið til amatörprófs stendur yfir og fer fram í húsnæði Háskólans í Reykjavík. Umsjónarmaður er TF3PW.
- Önnur mál.
Undir dagskrárliðnum var ýmislegt rætt. M.a. fyrirspurn frá TF2EQ um að hafa viðburðardagatal og/eða dagskrá á heimasíðu. Tóku fundarmenn vel í það og þarfnast hugmyndin útfærslu. Rætt var um tíðnir. TF3JB minntist á að það þurfi að herja á PFS um að fá fullt afl á 50 MHz og tíðnisvið upp fyrir núverandi bandenda á 4 metrum (70.200 MHz). Neyðarfjarskipti bar aftur á góma og lýsti TF3NE hvernig uppbygging og skipulag væri hjá björgunar- og hjálparsveitum. Til stuttrar umræðu kom skoðun TF3JA um opna stjórnarfundi sem hann gat um á síðasta aðalfundi. Stjórnarmenn töldu það ekki fýsilegan kost. TF3JB skýrði frá inngöngu þriggja nýrra félaga eftir stjórnarskiptafund, auk nokkurs fjölda sem hefur áhuga á að ganga í félagið. Nokkuð var rætt um kynningu á félaginu, auk almennar umræðu um félagið og áhugamálið.
- Næsti fundur stjórnar.
Stefnt verður að boðun næsta fundar í stjórn fyrri hluta maímánaðar.
- Fundarslit.
Fundur hófst kl 20:00 og var slitið kl 22:15.
Georg Magnússon, TF2LL,
ritari ÍRA.
Íslenskir radíóamatörar; starfstímabilið 2018/19
Fundargerð 2. stjórnarfundar haldinn í Skeljanesi 2. maí 2018 kl. 20:00.
Mættir voru: TF3JB formaður, TF3DC varaformaður, TF3EK gjaldkeri, TF2LL ritari, TF3NE meðstjórnandi, TF3UA varamaður og TF3EQ varamaður.
- Fundarsetning og dagskrá.
Formaður TF3JB setti fund kl. 20:00 og lagði fram eftirfarandi tillögu að dagskrá sem var samþykkt samhljóða.
Tillaga að dagskrá:
- Setning fundar og samþykkt tillögu að dagskrá.
- Fundargerð 1. fundar stjórnar frá 4.4. lögð fram.
- Erindi – innkomin og send.
(a) 6. apríl; sendur tölvupóstur til NRRL um fulltrúa ÍRA við hátíðarhöldin í tilefni 90 ára afmælis félagsins.
(b) 13. apríl; sendur tölvupóstur til PFS með jákvæðri umsögn um br. kallmerkisins TF3RNN í TF3RN.
(c) 16. apríl; pöntuð ný DXCC viðurkenningarskjöl fyrir TF3IRA (símtal).
- Innheimta félagsgjalda.
- CQ TF, útgáfuáætlun 2018-19.
- Erindi til PFS vegna 6 og 4 metra banda.
- Starfsáætlun, drög-II.
- Námskeið til amatörprófs.
- Ávarpsbréf til nýrra félaga og tillaga að samþykkt um TF3IRA; drög lögð fram til kynningar.
- Önnur mál.
- Næsti fundur stjórnar.
- Fundarslit.
Til skýringar. Áður en gengið var til dagskrár, lagði formaður fram stutta samantekt, stjórnarmönnum til upplýsingar um það helsta sem gerst hafði á milli stjórnarfunda sem hann hafði yfirlit um. Efnisatriði þessi eru birt sem aftanmálsgrein við fundargerðina.
- Fundargerð 1. fundar frá 4.4.2018 lögð fram.
Fundargerð 1. fundar frá 4.4. samþykkt án athugasemda.
- Erindi – Innkomin og útsend.
(a) Formaður, TF3JB, rifjaði upp að á síðasta fundi (4.4.2018) hafi verið samþykkt að senda ekki fulltrúa frá félaginu til að sækja kvöldverðarboð NRRL í tilefni 90 ára afmælis félagsins þann 14. apríl – enda fyrirvari skammur og kostnaður ekki réttlætanlegur. Formaður sagðist hins vegar hafa frétt tveimur dögum eftir stjórnarfundinn, að einn okkar félagsmanna væri á förum til Noregs og myndi heimsækja NRRL í tilefni afmælisins. Jónas sagðist þá hafa kannað, hvort TF3KB (sem er sá sem hér um ræðir) væri hugsanlega tilbúinn til að vera sem fulltrúi ÍRA í kvöldverðinum. Var það auðsótt mál og í framhaldi var sendur tölvupóstur til NRRL með þessum upplýsingum. Norðmennirnir staðfestu þetta fyrirkomulag þann 10. apríl. Formaður lagði fram bréfaskriftir vegna þessara samskipta á fundinum. Allnokkur umræða varð um málið og voru tveir stjórnarmenn ekki sáttir við að TF3KB hafði verið kynntur gagnvart NRRL sem fulltrúi ÍRA. Formaður sagði það koma sér á óvart að Kristján hefði ekki stuðning allra í þessum efnum. Aðeins hafi verið um að ræða að vera fulltrúi félagsins í þessari matarveislu – engin ræða hafi verið flutt og viðkomandi hafi ekki verið beðinn fyrir nein skilaboð utan heillaóska, sem komið var á framfæri við embættismenn NRRL.
(b) Formaður skýrði frá og lagði fram gögn um innsenda jákvæða umsögn til PFS þann 13.3.2018 með breytingu á kallmerki Árna Freys Rúnarssonar, TF8RNN í TF8RN.
(c) Formaður skýrði frá pöntun í nafni félagsins í símtali til ARRL þann 1.5. um nýjar DXCC og WAS viðurkenningar fyrir TF3IRA í stað þeirra sem félagið fékk á árunum 2011 og 2012. Þessi innrömmuðu viðurkenningarskjöl voru orðið mikið upplituð og letur um það bil að hverfa, eftir að hafa hangið frá þeim tíma á vesturvegg í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Afar vel var tekið í erindi félagsins og mun ARRL senda félaginu, án kostnaðar, ný viðurkenningaskjöl. Formaður skýrði jafnframt frá því að sami félagi og hafi gefið innrömmun viðurkenninganna fyrir 6 árum, hafi boðist til að taka að sér og standa straum af kostnaði við endurinnrömmun þeirra.
- Innheimta félagsgjalda.
Gjaldkeri ÍRA, TF3EK, lýsti því að nú færi innheimta félagsgjalda í gang. Alls verða 166 rukkaðir um félagsgjald, en heiðursfélagar eru undanþegnir gjaldi.
Aðspurður um fjárhæð gjalds á yfirstandandi námskeiði félagsins til amatörprófs sagði Einar það vera 20.000 krónur fyrir utanfélagsmenn og 15.000 krónur fyrir félagsmenn. Aðspurður um sjóðseign félagsins svaraði Einar því til að um 1100 þúsund krónur væru í sjóði. Aðspurður um eindaga félagsgjalda svaraði hann því til að hann væri 1. júlí n.k.
- CQ TF, útgáfuáætlun 2018/19.
Formaður skýrði frá því að 1. tbl. CQ TF hafi komið út á tilsettum tíma, þann 29. apríl. Viðtökur hafi í einu orði sagt verið frábærar – sem fram hafi komið í öllum samskiptum, þ.á.m. manna á milli, í símtölum, í tölvupóstum og á Facebook. Viðtökurnar bendi ótvírætt til að það sé áhugi og þörf fyrir útgáfu félagsblaðs, en 5 ár eru frá því CQ TF kom síðast gefið út. Jónas lagði fram eftirfarandi tillögu að útgáfuáætlun á starfsárinu 2018/19:
- tbl. 2018, útkomudagur sunnudagur 29. apríl. Frestur til innsendingar efnis: 8.4.-19.4.
- tbl. 2018, útkomudagur sunnudagur 29. júlí. Frestur til innsendingar efnis: 5.7.-16.7.
- tbl. 2018, útkomudagur sunnudagur 7. október. Frestur til innsendingar efnis: 11.9.-22.9.
- tbl. 2019, útkomudagur sunnudagur 6. janúar. Frestur til innsendingar efnis: 16.-28.12.
Stjórnin samþykkti áætlunina fyrir sitt leiti og þakkar ritstjóra, uppsetningarmanni svo og þeim félagsmönnum sem láta efni af hendi rakna til blaðsins. Menn voru á einu máli um að þetta væri frábært framtak.
- Erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar vegna 50 og 70 MHz tíðnisviða.
Formaður kynnti minnisblöð um 50 MHz og 70 MHz tíðnisviðin hér á landi og í nágrannalöndum.
Í minnisblaði um 6 metrana kemur m.a. fram, að danskir radíóamatörar hafa þegar heimild til að nota allt að 1kW. Í Noregi eru taldar yfirgnæfandi líkur á að samskonar heimild verði veitt að loknu umsagnarferli, m.a. um aukið afl, sem lýkur í dag, þann 2. maí. Í minnisblaði um 4 metrana kemur m.a. fram, að bandið sé ekki „eiginlegt“ amatörband, þ.e. við vinnum samkvæmt sérheimild PFS, þar sem hver leyfishafi þarf að sækja um heimild og árlega um endurnýjun, óski hann þess. Reynsla íslenskra leyfishafa hefur í alla staði verið ánægjuleg. Þó hefur skyggt á notkun að helsta kalltíðnin á bandinu er 70.200 MHz – þar sem tíðniheimild okkar endar. Þetta veldur og hefur valdið augljósum erfiðleikum í DX samskiptum.
Eftirfarandi framlögð tillaga formanns um 50 MHz bandið var samþykkt efnislega en með þeirri breytingu, að beðið verði samþykktar norskra stjórnvalda áður en erindi verður sent til PFS.
Það er tillaga stjórnar ÍRA, að Íslenskir radíóamatörar fái sömu aflheimild á 6 metrum og dönsk stjórnvöld heimila sínum radíóamatörum, og sem norsk stjórnvöld hafa í hyggju að veita sínum radíóamatörum á 6 metra bandinu, þ.e. fullt afl, 1kW. Í annan stað, að aðgangur verði heimilaður ríkjandi í stað víkjandi eins og nú er.
Eftirfarandi framlögð tillaga formanns um 70 MHz bandið var samþykkt efnislega og hún verði látin fylgjast að með þeirri fyrri, þegar þar að kemur.
Það er tillaga stjórnar ÍRA, að íslenskir radíóamatörar fái sömu heimildir og norsk stjórnvöld veita sínum radíóamatörum á 4 metra bandinu, þ.e. tíðnisviðið 59,9 til 70,5 MHz sem og heimild til að nota 1kW í EME og MS vinnu.
Formaður gat þess að lokum, að 50 MHz bandið væri hvorki notað í opinberri þágu hér á landi lengur né til útsendinga RUV. Fram kom í umræðum, að óformlegar viðræður hafi átt sér stað við PFS í tíð fyrri stjórnar um þessi mál. Þegar spurt var um minnisblöð vegna slíkra viðræðna varð fátt um svör.
- Starfsáætlun, drög-II.
Varaformaður ÍRA, TF3DC, kynnti framhaldstillögu frá síðasta fundi um starfsáætlun 2018/19. Áætlunin er alls í níu liðum: (1) Rekstur; (2) samskipti; (3) félagsaðstaðan; (4) félagsstöðin TF3IRA; (5) vetrardagskrá 2018/19; (6) miðlar; (7) námskeið; (8) endurvarpar / stafvarpar / radíóvitar og (9) tíðnimál og og önnur réttindi radíóamatöra. Framlögð drög voru samþykkt. Starfsáætlunin verður til kynningar í 2. tbl. CQ TF.
- Námskeið til amatörprófs.
Fram kom að yfirstandandi námskeið til amatörprófs er á áætlun. Samkvæmt upplýsingum frá umsjónarmanni, TF3PW, væri heppilegt að sækja um að próf verði haldið þann 26. maí n.k. Samþykkt að fela formanni að fara þess á leit við PFS þegar erindi hefur borist frá prófnefnd.
- Ávarpsbréf til nýrra félaga og tillaga að samþykkt um TF3IRA; drög til kynningar.
Varaformaður kynnti framlögð gögn. Bæði eru upprunalega frá árinu 2011 en formaður hefur haldið áfram að betrumbæta texta upp á síðkastið. Óskar sagðist velta fyrir sér hvort heppilegt væri að birta þetta efni með starfsáætlun.
Stjórnarmenn þökkuðu áhugavert efni og voru sammála um að vinna það áfram. TF2EQ nefndi, að t.d. megi bæta við ýmsum upplýsingum í ávarpsbréfið, svo sem um tíðnisvið radíóamatöra, Facebook upplýsingum o.fl.
- Önnur mál.
(a) TF2EQ spurði um teljara á heimasíðu ÍRA, hvort hægt væri að sjá hversu margir litu þar inn og opni CQ TF. Ákveðið var að vísa þessari spurningu til Ölvis, TF3WZ, vefstjóra ira.is.
(b) TF2EQ benti á að þægilegt væri að hafa PDF skjal CQ TF sett þannig upp, að hægt væri að opna greinar beint úr efnisyfirliti.
(c) TF2EQ spurði um flóamarkað félagsins og svaraði formaður því til að stefnt væri að því að halda flóamarkað í vetur.
(d) Rætt var um (vísi að) smíðaaðstöðu og taldi TF2LL að slíkt heyrði sögunni til. TF3UA var ekki á sama máli og sagði að hefð væri fyrir slíku og fleiri fundarmenn tóku undir það.
(e) TF2EQ minntist á að það vantaði kynningarefni frá ÍRA til þess að láta liggja frammi á ýmsum stöðum eins og t.d. í Háskóla Íslands.
(f) TF2EQ sagðist þeirrar skoðunar að það þyrfti að prenta út nokkur eintök af CQ TF sem send yrðu til Þjóðarbókhlöðu og á fleiri staði. TF3DC tekur að sé að kanna með kostnað við að framleiða nokkur eintök af blaðinu. Einnig þyrftu að liggja frammi eintök í félagsaðstöðunni. Upp kom sú hugmynd að setja upp upplýsingaskjá þar sem hægt væri að fletta upp í blaðinu og öðru því sem tengist félaginu.
(g) Varaformaður, TF3DC, spurði um breytingu á texta uppkasts að aðalfundargerð, sem formaður TF3JB gerði samkvæmt beiðni frá TF3AM ritara síðasta aðalfundar. Formaður sagði, að Andrés hafi beðið sig um að lesa uppkastið yfir. Fyrst hafi hann ekki gert athugasemdir þar sem hann hafi aðallega leitað að prentvillum og slíku. Hins vegar, þegar nær dró útkomu CQ TF hafi hann farið yfir eigin punkta frá fundinum og séð að texti var ónákvæmur. Hann hafi þá haft samband við Andrés sem hafi samþykkt að heimila honum breytingu á hluta textans og hafi hann verið færður til betri vegar. Formaður benti á, að uppkastið að fundargerð aðalfundar hafi verið birt í CQ TF blaðinu sem kom út þann 29. apríl s.l. Samkvæmt ákvæði í 23. gr. laga félagsins sé opið fyrir félagsmenn sem sátu fundinn að gera athugasemdir innan sex mánaða.
(h) Allnokkur almenn umræða varð um félagsstöðina, TF3IRA í kjölfar þess að formaður sagði það sína skoðun að rekstur félagsstöðvar væri hluti af kjarnastarfssemi félagsins – og eitt af mikilvægum hlutverkum hennar væri t.d. að stuðla að kynningu áhugamálsins. Í framhaldi spurði TF3EK hvort félagsstöðin skuli ekki vera bundin í lög félagsins? Formaður þakkaði Einari áhugavert sjónarmið og varpaði hugmynd hans til fundarmanna. Umræður urðu þó ekki um lagaþáttinn.
(i) Ritari, TF2LL, spurði um neyðarfjarskipti. Formaður vísaði á neyðarfjarskiptastefnu félagsins sem fram kom í skýrslu starfshóps félagsins um málefnið á félagsfundi þann 12. maí 2013. Neyðarfjarskiptastefnan var í framhaldi kynnt á aðalfundi ÍRA 18. maí 2013. Skýrslan er birt á bls. 153-154 í Ársskýrslu ÍRA 2012-2013. Hún er vistuð á heimasíðu félagsins á netinu. Vefslóðin er: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/03/20130518-arsskyrsla_ira-tf3jb.pdf
- Samþykkt að boða til næsta fundar stjórnarinnar fyrri hluta júní n.k.
- Fleira ekki rætt og formaður, TF3JB, sleit fundi kl. 21:55.
Georg Magnússon, TF2LL, ritari ÍRA.
Íslenskir radíóamatörar; starfstímabilið 2018/19
Fundargerð 3. stjórnarfundar haldinn í Skeljanesi 11. júní 2018 kl. 20:00.
Mættir voru: TF3JB formaður, TF3DC varaformaður, TF3EK gjaldkeri, TF2LL ritari og TF2EQ varamaður. TF3NE meðstjórnandi sat seinni hluta fundarins.
- Fundarsetning og dagskrá.
Formaður, TF3JB, setti fund kl. 20:00 og lagði fram eftirfarandi tillögu að dagskrá sem var samþykkt samhljóða.
Tillaga að dagskrá
- Setning fundar og samþykkt tillögu að dagskrá.
- Fundargerð 2. fundar stjórnar frá 2.5.2018 lögð fram.
- Erindi – innkomin og/eða send frá síðasta stjórnarfundi.
Mótt. 09.5. / Sent 10.5.; til IARU Svæðis 1 og IARU vegna atkvæðagreiðslu um inngöngu SKNAARS
Sent 14.5. / Mótt. 22.5; til PFS með upplýsingum um TF1VHF radíóvitana á 50 MHz og 70 MHz
Sent 15.5. / Mótt. 17.5.; til PFS með ósk um að stofnunin gangist fyrir prófi til amatörleyfis 26. maí
Sent 17.5. / Erindi til PFS með upplýsingum um aðila sem hafa skráð sig í prófið
Mótt. 17.5. / Sent 17.5.; til PFS um kallmerki klúbbstöðva
Mótt. 17.5. / Sent 07.6.; til PFS v/umsóknar um gagnkvæmnisleyfi fyrir KC9NXL
Mótt. 11/6 / Erindi frá PFS v/útgáfu heimildar til KC9NXL/TF Gagnkvæmnissamningur Íslands og Bandaríkjanna
Mótt. 22.5. / Sent 22.5.; frá IARU Svæði 1 v/beiðni um upplýs. um fj. félagsmanna með leyfi (26.1.2018)
Mótt. 22.5. / Sent 22.5.; frá IARU Svæði 1 v/beiðni um upplýs. um stöðvar- o. notendaleyfi (26.1.2018)
Sent 26.5. / Hamingjuóskir sendar til þeirra sem náðu prófi til amatörleyfis 26.5. ásamt kynningarbréfi
Mótt. 30.5. / Sent 07.6.; frá PFS; Yfirlit yfir umsagnir ÍRA um kallmerki 30.6.-7.6
Mótt. 01.6. / Sent 10.6.; frá IARU Svæði 1; spurningalisti til aðildarlanda að „Recommendation (05)06“
Mótt. 03.6. / Erindi frá IARU Svæði 1; „Spurious emissions from WPT for electric vehicles“ (a) (b)
(a) Lesist með Word skjali: R15-WP1B-C-028311MSW-E Study IARU (sent sérstaklega til stjórnarmanna í tölvupósti).
(b) Lesist með Power Point skjali: WPT for MS-v2brief (sent sérstaklega til stjórnarmanna í tölvupósti).
- Yfirlit yfir nýja félagsmenn og ný og breytt kallmerki.
- Skýrsla gjaldkera til stjórnar, staða innheimtu o.fl.
- Próf PFS til amatörleyfis 26.5.2018.
- VHF leikar 7.-8. júlí n.k.
- Fundur með W6NV 7. júní, minnisblað.
- Stofnun upplýsingabanka um möguleg QTH f. erl. leyfishafa sem ferðast til landsins.
- Skipting verkefna í stjórn.
- Önnur mál.
- Heimasíða félagsins.
- CQ TF, 2. tbl. 2018.
- Prentun á CQ TF í takmörkuðu upplagi.
- Tíðnimál, 50 MHz og 70 MHz.
- Samningur við ORG.
- Næsti fundur stjórnar.
- Fundarslit.
- Fundargerð 2. fundar frá 2.5.2018 lögð fram.
TF3EK gerir athugasemd um að ekki hafi komið fram í stjórnarfundargerðinni athugasemd sem hann gerði við verklag síðustu aðalfundargerðar, atriði sem hann telur að skipti máli. Formaður, TF3JB, útskýrði, að verklag það sem vísað sé til sé óbreytt frá því sem þeir TF3AM hafi áður viðhaft sín á milli þegar Andrés hafi ritað fundargerðir aðalfunda (þ.e. í fyrri tíð TF3JB sem formanns). Þá hafi TF3JB lesið yfir fundargerðaruppkast með tilliti til stafsetningarvillna og hvort allt væri til talið. Vinnubrögð nú hafi verið þau sömu. Á milli aðila ríki traust sem byggi á fyrri samvinnu af þessu tagi og sagði formaður, TF3JB, eingöngu heiðarleg félagsleg sjónarmið hafa einkennt samvinnu þeirra Andrésar nú líkt og í fyrri tíð – þegar hann var áður í embætti formanns (2009-2013). Hann sagðist bera fullt traust til Andrésar og sagðist ekki vita annað en hann bæri fullt traust til sín. Formaður, TF3JB, kvaðst að lokum vilja undirstrika að samvinna þeirra tveggja hafi nú (líkt og áður) að öllu leyti reynst ánægjuleg – enda skilningur beggja að hagur félagsins skuli ætíð hafður í fyrirrúmi.
Varaformaður, TF3DC, benti á að fundargerðin hafi þegar verið birt í CQ TF og ekki hafi neinar athugasemdir borist og að félagar hafi 6 mánuði til að gera athugasemdir. Formaður, TF3JB, útskýrði hvernig formlegt ferli samþykktar aðalfundargerðar er samkvæmt félagslögum og telur ekki þörf á að stjórn ÍRA eyði tíma í umræður um uppkast að aðalfundargerð sem þegar hefur verið lagt fram.
- Erindi – innkomin og/eða send frá síðasta stjórnarfundi.
Formaður, TF3JB, fór yfir innkomin og útsend erindi frá síðasta stjórnarfundi (sjá yfirlit í tillögu að dagskrá á fyrri blaðsíðu). Hann skýrði afgreiðslu hvers og eins. Vegna fyrirspurnar um radíóvita útskýrði hann, að allir radíóvitar í tíðnisviðum radíóamatöra hér á landi væru skráðir á ábyrgð ÍRA, sem væri vinnufyrirkomulag Póst- og fjarskiptastofnunar.
Þá skýrði formaður frá tilurð gagnkvæmisleyfis til handa KC9NXL. Þegar um er að ræða kallmerki sem er í loftinu frá Íslandi á grunni CEPT – þá er forskeytið TF/ notað á undan erlenda kallmerkinu. Hinsvegar, þegar heimild er gefin út af Póst- og fjarskiptastofnun til handhafa erlends kallmerkis á grundvelli gagnkvæmnisamnings, er erlenda kallmerki notað hér á landi með /TF sem viðskeyti. Aðspurður, sagðist formaður telja að í gildi væru alls 7 gagnkvæmnissamningar sem varða leyfisveitingar til radíóamatöra. Samningarnir gilda að sama skapi fyrir Íslendinga erlendis.
Undir dagskrárliðnum, skýrði TF2EQ frá því, að formaður prófnefndar, TF3DX, ætli að taka saman lista yfir alla próftaka síðastliðin ár. Samþykkt að vísa erindi frá IARU um hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbifreiðir til EMC nefndar félagsins. TF3DC spurði hvort EMC nefnd væri eitthvað að „slá af“, en hann sagðist hafa heyrt að nefndarmenn EMC nefndar væru mjög önnum kafnir í sínum daglegu störfum. Formaður, TF3JB, sagði þær annir þá hafa minnkað þar sem hann vissi ekki til annars en nefndin væri fullstarfandi, en TF3G hefur á ný snúið til starfa í nefndinni eftir erfið veikindi.
- Yfirlit yfir nýja félagsmenn og ný og breytt kallmerki.
Formaður, TF3JB, kynnti yfirlit yfir nýja félaga í ÍRA sem gerðust félagsmenn á tímabilinu 20.3.-15.5.2018 annarsvegar, og á tímabilinu 16.5-11.6.2018, hinsvegar. Í annan stað kynnti hann lista yfir ný kallmerki og breytt á sama tímabili.
Nýir félagsmenn ÍRA 20.3.-15.15.2018:
Frímann Baldursson, TF1TB, Selfossi.
Hjálmar Ólafsson, TF9-004, Blönduósi.
Carl Jóhann Lilliendahl, TF3KJ, Reykjavík.
Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, Reykjavík.
Nýir félagsmenn ÍRA 16.5.-11.6.2018:
Haukur Guðmundsson, TF3SK, Reykjavík.
Jón Grétar Borgþórsson, TF5LT, Borgarnesi.
Ólafur Örn Ólafsson, TF1OK, Kópavogi.
Rúnar Þór Valdimarsson, TF3RJ, 200 Kópavogi.
Sveinbjörn Guðjohnsen, TF3PIE, Reykjavík.
Kallmerki, breytingar/ný 20.3.-15.15.2018 (í röð eftir kallmerkjum):
TF1VHF – Radíóvitar á 50 og 70 MHz á Álftanesi á Mýrum.
TF8RN – Árni Freyr Rúnarsson, Keflavík (áður TF8RNN).
Kallmerki, breytingar/ný 16.5.-11.6.2018 (í röð eftir kallmerkjum):
TF1OL – Ólafur Örn Ólafsson, Kópavogi.
TF3GR – Huldar Hlynsson, Garðabæ.
TF3PIE – Sveinbjörn Guðjohnsen, Reykjavík.
TF3VE – Sigmundur Karlsson, Reykjavík.
TF3VH – Hinrik Vilhjálmsson, Kópavogi (áður TF3VHN).
TF5LT – Jón Grétar Borgþórsson, Borgarnesi.
TF7DHP – Daggeir Pálsson, Akureyri.
Stjórn ÍRA fagnar nýjum félagsmönnum og býður nýja leyfishafa velkomna í loftið.
- Skýrsla gjaldkera til stjórnar, staða innheimtu o.fl.
Fram kom hjá gjaldkera, TF3EK, að alls 399.750 krónur hafi innheimst til þessa dags (11. júní). Þá hafi 80.000 krónur af námskeiðsgjöldum innheimst. TF3DC spurði hvort rétt sé, að þeir sem ekki hafi greitt námskeiðsgjald (en staðist próf) fái útgefin leyfisbréf? Nokkur umræða varð um þetta atriði, m.a. hvort ætti að taka upp sérstakt próftökugjald. TF3EK benti á að öll vinna við námskeiðin væri gerð í sjálfboðavinnu og svo hafi ætíð verið. TF2EQ ætlar að skoða þetta fram að næsta fundi, hvort æskilegt sé að skipta upp gjöldum í próftöku- og námskeiðsgjöld. Formaður, TF3JB, kvaðst vilja benda á, að próf til amatörleyfis væru haldin af Póst- og fjarskiptastofnun, þótt ÍRA kæmi vissulega að framkvæmd og undirbúningi prófa. Námskeið til undirbúnings prófa væru hins vegar óviðkomandi prófunum sjálfum og á vegum og á ábyrgð félagsins.
- Próf PFS til amatörsleyfis 26.05.2018.
Formaður, TF3JB, kynnti úrslit úr prófi Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 26. maí s.l. Fram kom, að tíu hafi skráð sig til prófs en níu mætt á prófstað. Allir níu sem þreyttu prófið náðu fullnægjandi árangri, 2 til N-leyfis og 7 til G-leyfis. Nöfn aðilanna níu (í stafrófsröð):
Daggeir Pálsson, Akureyri.
Davíð Víðisson, Reykjavík.
Haukur Guðmundsson, Reykjavík.
Hinrik Vilhjálmsson, Kópavogi.
Huldar Hlynsson, Garðabæ.
Jón Grétar Borgþórsson, Borgarnesi.
Ólafur Örn Ólafsson, Kópavogi.
Sigmundur Karlsson, Reykjavík.
Sveinbjörn Guðjohnsen, Reykjavík.
Prófnefnd ÍRA annaðist framkvæmd að viðstöddum fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar. Prófið hófst kl. 10 árdegis á prófi í rafmagns- og radíófræði sem stóð til kl. 12 á hádegi. Um stundarfjórðungi síðar hófst próf í innlendum og erlendum reglum um viðskipti og aðferðum og reglum um þráðlaus fjarskipti, sem stóð til kl. 14. Bæði prófin voru skrifleg en einn próftaki þreytti munnleg próf.
Fulltrúar prófnefndar ÍRA á prófstað: Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, formaður; Kristinn Andersen, TF3KX; Einar Kjartansson, TF3EK; Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS; Þór Þórisson, TF3GW og Óskar Sverrisson, TF3DC. Fulltrúi Póst- og fjarskiptastofnunar á prófstað: Bjarni Sigurðsson, verkfræðingur. Fulltrúi stjórnar ÍRA á prófstað: Jónas Bjarnason, TF3JB.
Stjórn ÍRA færir Jóni Björnssyni, TF3PW, umsjónarmanni námskeiðsins svo og leiðbeinendum þakkir fyrir vel unnin störf. Það sama á við um Vilhjálm Þór Kjartansson, TF3DX, formann prófnefndar og prófnefndarmenn, sem sinntu störfum faglega og af alúð. Þá er Bjarna Sigurðssyni, fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar, þökkuð viðvera í prófinu. Síðast, en ekki síst, sendir stjórn félagsins innilegar hamingjuóskir til nýrra leyfishafa.
- VHF leikar 7.-8. júlí n.k.
Formaður, TF3JB, skýrði stjórnarmönnum frá að hann hafi verið í sambandi við Hrafnkel Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmann VHF/UHF leikanna. Niðurstaða hans sé, eftir að hafa ráðfært sig við helstu áhugamenn um viðburðinn, að leikarnir verði haldnir helgina 7.-8. júlí n.k. Keli ætlar í millitíðinni að endurbæta rafrænu keppnisdagbókina á vefnum, en þar eru sambönd skráð í rauntíma. Stjórnarmenn fögnuðu þessum fréttum. Samþykkt að félagsstöðin, TF3IRA, verði starfrækt í leikunum hliðstætt við starfrækslu í Páskaleikunum 2018.
- Fundur með W6NV 7. júní; minnisblað.
Formaður, TF3JB, kynnti framlagt minnisblað um fund nokkurra félagsmanna með Oliver Sweningsen, W6NV, í Skeljanesi 7. júní. Málið snýst um fyrirhugaða þátttöku hans og tveggja annarra leyfishafa í IARU HF Radiosport keppninni, sem er sólarhringskeppni. Þeir munu taka þátt frá heimastöð TF2LL í Borgarfirði og óskað hefur verið eftir því að fá að nota kallmerkið TF3HQ. Einnig er fyrirhugað að nota kallmerkið TF2R sem er keppniskallmerki Radíó refanna og hefur verið notað frá heimastöð TF2LL. Georg, TF2LL, verður ábyrgðarmaður fyrir kallmerki félagsins, TF3HQ, frá heimastöð sinni. Samþykkt samhljóða.
- Stofnun upplýsingabanka um möguleg QTH f. erl. leyfishafa sem ferðast til landsins.
Formaður, TF3JB, kynnti framlagt minnisblað. Hugmyndin er, að það gæti verið til þæginda fyrir erlenda leyfishafa sem koma sem ferðamenn til landsins, að geta skoðað lista yfir hvaða gististaðir og hótel bjóða aðstöðu fyrir radíóamatöra – þar sem setja má upp loftnet. Hugmyndin er sett fram ljósi fyrirspurna þessa efnis sem berast á hverju ári og hefur fjölgað eftir að erlendum ferðamönnum tók að fjölga. TF2EQ segist vera tilbúin til að hringja út og kanna málið. Upplýsingarnar yrðu þá aðgengilegar á heimasíðu félagsins. Í umræðunni kom fram að æskilegt væri að reglugerðin sé aðgengileg á ensku. TF3EK telur að þessu þurfi að koma á framfæri við Póst- og fjarskiptastofnun. Samþykkt að fela varaformanni, TF3DC, að vera formaður í þriggja manna nefnd sem skoði umrætt gistingarmál. Óskar velji tvo félagsmenn sér við hið. Nefndin skili af sér til stjórnar fyrir lok september n.k.
- Skipting verkefna í stjórn.
Formaður, TF3JB, ræddi skiptingu verkefna á framlögðu skjali sem búið var að merkja inn á helstu viðburði í félaginu út ágústmánuð. Hann sagðist telja mikilvægt að a.m.k. 2 stjórnarmenn væru viðstaddir hverju sinni í félagsaðstöðunni í Skeljanesi á fimmtudagskvöldum. Oft væri aðsókn væri það mikil að full þörf væri á að einn stjórnarmaður væri uppi í fjarskiptaherbergi og einn niðri í sal. Fram fór umræða um það hvernig best væri fyrirkomið að skipuleggja viðveru stjórnarmanna með það að leiðarljósi að nýta tölvutæknina til þess, t.d. Google Calandar o.fl. Formaður, TF3JB, kom inn á að framundan væru VHF/UHF leikar, TF Útileikar og Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin. Spurningin var látin ganga á milli fundarmanna hvort einhver myndi vilja virkja félagsstöðina á þessum viðburðum. Dræmt var um undirtektir og niðurstaða sú að stjórnarmenn munu hugsa málið.
- Önnur mál.
- Heimasíða félagsins. Umræða varð um nýtingu teljara á heimasíðu félagsins. Hversu margir innlendir og erlendir aðilar skoði síðuna. Ennfremur, hvort hægt sé að telja þá sem t.d. hala niður CQ TF. Varaformaður, TF3DC, tekur að sér að hafa samband við TF3WZ, umsjónarmann síðunnar.
- CQ TF 2. tbl. 2018. Formaður, TF3JB, skýrði frá því að efnisöflun gangi vel og í raun sé komið það mikið efni að ritstjórinn hafi haft á orði að það væri hægt að gefa út aukablað. Þá greindi formaður frá því að meðal efnis í nýja blaðinu væri ágrip af sögu TFA (fyrstu íslensku loftskeytastöðvarinnar) í tilefni 100 ára afmælis hennar, viðtal við TF3ML og fleira.
- Prentun á CQ TF í takmörkuðu upplagi. Ritari, TF2LL og varaformaður, TF3DC, skoðuðu prentkostnað á blaðinu. TF3DC sagði að þar sem hann hafi athugað myndi kosta 20 þúsund krónur að prenta 25 eintök í lit (heftuð saman). TF2LL sagði, að þar sem hann kannaði hafi kostnaður við að prenta í lit og gormbinda 50 eintök verið 65 þúsund krónur, án virðisaukaskatts. TF2EQ vakti athygli á, að hægt væri að hlaða blaðinu niður á spjaldtölvu og láta tölvuna liggja frammi í félagsaðstöðunni til að félagar gætu skoðað blaðið. Fram kom, að TF3WZ ætli að færa félaginu öfluga tölvu (notaða) og þá myndi losna um fartölvu (sem nú er í fjarskiptaherbergi TF3IRA) sem mætti síðan færa niður í sal. Umræða varð í framhaldi um, hvort menn myndu frekar lesa blaðið í tölvu eða á pappír. TF3DC sagði að hann myndi vilja senda heiðursfélögum prentað eintak af blaðinu, auk þess að senda blaðið (til dreifingar) á valda staði, eins og til dæmis til fyrirtækisins Íhlutir. Umræða varð um hversu mörg eintök þyrfti að prenta (með tilliti til kostnaðar félagssjóðs) og einnig var minnst á hvort rétt væri að safna auglýsingum, en auglýsingar voru gjarnan í CQ TF hér á árum áður. Í lok umræðunnar dró TF3DC, mjög óvænt, upp úr pússi sínu nokkur prentuð eintök af blaðinu og færði stjórnarmönnum og félaginu að gjöf. Stjórn ÍRA þakkar Óskari, TF3DC, þessa óvæntu og rausnarlegu gjöf.
- Tíðnimál 50 MHz og 70 MHz. Ekki hafa borist fréttir frá Noregi af framvindu mála þar, sem er forsenda aðgerða ÍRA hvað varðar 50 MHz bandið.
- Samningur við ORG ehf. Oddur Helgason hefur margítrekað að ÍRA hafi ekki staðið við gert samkomulag um þátttöku í rekstri á sameiginlegu húsnæði. Gjaldkeri, TF3EK, segir að staðið hafi verið við samkomulagið sem hafi verið gert í votta viðurvist þeirra TF3JA og TF3WZ.
- Undir dagskrárliðnum varð umræða um innleiðingu nýrra persónuverndarreglna Evrópusambandsins. TF2EQ tekur að sér að skoða hvernig þarf að haga þessum málum með tilliti til félagatals, póstfanga o.fl.
- Næsti fundur stjórnar.
Miðað er við seinni hluta júlí eða byrjun ágúst, með fyrirvara um að fólk sé ekki í sumarfríi.
- Fundarslit.
Formaður, TF3JB, sleit fundi kl 22:40.
Georg Magnússon, TF2LL, ritari ÍRA.
Íslenskir radíóamatörar; starfsárið 2018/19
Fundargerð 4. fundar í stjórn ÍRA haldinn í Skeljanesi 8. ágúst kl. 20:00.
Mættir voru: TF3JB formaður, TF3DC varaformaður, TF3EK gjaldkeri, TF2LL ritari og TF3UA varamaður. TF3JM meðstjórnandi hafði boðað forföll.
- Fundarsetning og dagskrá.
Formaður, TF3JB, setti fund kl. 20:00 og lagði fram eftirfarandi tillögu að dagskrá sem var samþykkt samhljóða.
- Setning fundar og samþykkt tillögu að dagskrá.
- Fundargerð 3. fundar stjórnar frá 11.6.2018 lögð fram.
- Erindi – innkomin og/eða send frá síðasta stjórnarfundi:
Mótt. 29.6. / Sent 29.6.; til PFS; meðmæli með úthlutun TF3SK til Hauks Guðmundssonar
Mótt. 05.7. / Sent 05.7.; til Steve B. Petersen, OZ1BTQ, sem óskar eftir úthlutun íslensks kallmerkis
Mótt. 17.7. / Sent 17.5.; til PFS; Meðmæli með úthlutun TF8RO í stað TF8RON.
Sent 17.7. / Erindi til PFS; sendar vefslóðir á CQ TF og að stjórn ÍRA verði í sambandi þegar haustar
- Skýrsla gjaldkera til stjórnar; staða innheimtu o.fl.
- VHF/UHF leikar 2018.
- TF útileikar.
- TF útileikar 2018.
b.TF útileikar; minnisblað og tillaga til stjórnar dags. 8.8.2018.
- CQ TF, 2. tbl. 2018.
- Tíðnimál, 4, 6 og 60 metra böndin.
- Minnisblað og tillögur til stjórnar dags. 8.8.
- IARU Region 1 VHF-UHF-µW Newsletter; 16. júlí 2018.
- Tillaga um kaup á aukahlutum fyrir TF3IRA.
- Önnur mál.
- IARU HF Championship 2018 og TF3HQ.
- Kallmerkið TF18FWC; 14.6. til 15.7.2018.
- DXCC og WAS viðurkenningarskjöl afhent félaginu.
- Heimasíða ÍRA.
- Setning aðstoðarmanna skv. 9. gr. félagslaga.
- Næsti fundur stjórnar.
- Fundarslit.
- Fundargerð 3. fundar frá 11.06.2018 lögð fram.
Fundargerð 3. fundar lögð fram og samþykkt.
- Erindi – innkomin og/eða send frá síðasta stjórnarfundi.
Formaður skýrði frá innkomnum og útsendum erindum sem hlutu afgreiðslu á milli stjórnar-funda.
3.a Send meðmæli til PFS með úthlutun TF3SK til Hauks Guðmundssonar.
3.b Sent erindi til Steve B. Petersen, OZ1BTQ, sem óskar eftir úthlutun íslensks kallmerkis. Steve var bent á að hafa samband við HRH hjá PFS. Hann uppfyllir skilyrði um lágmarksdvöl til þess að fá íslenskt leyfisbréf.
3.c Send meðmæli til PFS með úthlutun kallmerkis TF8RO í stað TF8RON til Reidars J. Óskarssonar.
3.d Send erindi til PFS með vefslóðum á CQ TF og að stjórn ÍRA muni verði nánar í sambandi.
- Skýrsla gjaldkera til stjórnar, staða innheimtu o.fl.
Fram kom hjá gjaldkera, TF3EK, að í sjóði væru um 1,8 m.kr. Gjaldkeri lagði fram lista yfir félagsmenn sem ekki hafa greitt félagsgjöld, annars vegar fyrir 1 ár og hins vegar fyrir 2 ár. Samþykkt að fela gjaldkera að senda erindi til þeirra félagsmanna sem eiga vangreidd félagsgjöld í samræmi við ákvæði í 8. gr. félagslaga.
Undir dagskrárliðnum barst félagatal ÍRA til umræðu, þ.e. hverjir væru með tölvupóstfang og hverjir ekki. Ritari, TF2LL, skýrði frá því að fyrir síðasta aðalfund hafi hann spurt þáverandi formann sérstaklega að því hvort til fundarins hefði verið rétt boðað og þeim félögum sem ekki væru með tölvupóstfang sent skriflegt fundarboð í pósti. Fullyrt var í svörum þáverandi formanns að allir skráðir félagar væru með tölvupóstfang. Í umræðum kom glögglega í ljós að það mun ekki hafa verið rétt. Gjaldkeri, TF3EK og ritari TF2LL, munu ganga í þetta mál og kynna niðurstöðu á næsta stjórnarfundi.
- VHF leikar ÍRA 2018.
Úrslit í VHF/UHF leikunum 2018 voru kynnt í Skeljanesi 12. júlí. Varaformaður, TF3DC, stýrði viðburðinum í forföllum formanns. Hann afhenti verðlaun og flutti ávarp þar sem hann þakkaði TF8KY, umsjónarmanni leikanna vel unnin störf. Ennfremur þakkaði Óskar TF3ML, sem var bakjarl leikanna og gaf verðlaun fyrir efstu 3 sætin.
- TF útileikar ÍRA.
- TF útileikar 2018.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að TF3EK, umsjónarmaður TF útileikanna, hafi haldið vel heppnaða kynningu á leikunum í Skeljanesi 27. júlí. Einar fór m.a. yfir reglur leikanna og fleira sem þá varðar. Fram kom hjá formanni, að félagsstöðin, TF3IRA, hafi verið QRV í leikunum alla dagana um verslunarmannahelgina, 4.-6. ágúst.
- TF útileikar; minnisblað og tillaga til stjórnar dags. 8.8.2018.
Formaður kynnti framlagt minnisblað þar sem hann skýrði frá því að vakin hafi verið athygli hans á, að það kunni að hafa láðst að veita viðurkenningar fyrir TF útileikana einhver síðustu ár. Sérstaklega hafi verið bent á að a.m.k. hafi ekki verið afhendir verðlaunaskildir fyrir 1. sætið eins og hefð var fyrir a.m.k. frá árinu 2005.
Hann kvaðst hafa kannað málið með aðstoða þeirra TF3GB sem var umsjónarmaður leik-anna 2011-2014 og TF3EK sem er núverandi umsjónarmaður, þ.e. frá árinu 2015. Jafnframt hafi hann leitað upplýsinga á heimasíðu, í CQ TF (til þess tíma sem það kom út árið 2013), í fundargerðum á heimasíðu svo og á póstlista félagsins. Niðurstöður hafi verið eftirfarandi.
2007-2013. Í lagi. Viðurkenningarskjöl og viðurkenningaplattar afhent.
- Óvíst með afhendingu. TF3GB á engin gögn.
- Óvíst með afhendingu. TF3EK á gögn og TF5B gerði skjöl. Platti ekki framleiddur.
- Óvíst með afhendingu. TF3EK á gögn og TF5B gerði skjöl. Platti ekki framleiddur.
- Óvíst með athendingu. TF3EK á gögn. TF5B gerði ekki skjöl. Platti ekki framleiddur.
Tillögur TF3JB eru eftirfarandi:
- Nauðsynlegt er að afla upplýsinga fyrir árið 2014.
- Framleiða þurfi verðlaunaplatta fyrir árin 2014-2017.
- Semja þurfi við TF5B um gerð skjala fyrir árið 2017 (og 2014, hafi láðst að gera það).
Gjaldkeri, TF3EK, gerði athugasemd við minnisblað formanns þess efnis að viðurkenningar-skjöl hafi ekki verið útbúin fyrir útileikana 2017. Þau hafi verið útbúin, framleidd af fyrirtækinu Samskipti og afhent. Formaður, TF3JB, þakkaði upplýsingarnar. Þær hafi ekki legið fyrir þegar minnisblaðið var útbúið. Samkvæmt þessu standi aðrar upplýsingar í framlögðu minnisblaði óbreyttar.
Stjórn ÍRA samþykkir að láta útbúa áletraða veggplatta og viðurkenningarskjöl fyrir þá útileika sem standa út af frá og með árinu 2014-2017. Byrjað verði á ný að afhenda áletraða veggplatta fyrir 1. sætið í leikunum – auk viðurkenningarskjala. Formaður mun leita allra leiða við að afla upplýsinga um niðurstöður leikanna 2014 og óskaði aðstoðar annarra stjórnarmanna við þá vinnu.
- CQ TF 2. tbl. 2018.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að almenn ánægja ríki meðal félagsmanna um að CQ TF skuli vera gefið út á ný – eftir fimm ára hlé. Hann gat þess að góð viðbrögð hafi komið eftir útgáfu 1. tölublaðsins þann 29. apríl síðastliðinn, en eftir útgáfu 2. tölublaðs þann 15. júlí – hafi viðbrögðin verið margföld. Hann sagðist í framhaldi hafa ákveðið að setja eftirfarandi texta á heimasíðu félagsins með þakklæti til félagsmanna.
ÞAKKIR TIL FÉLAGSMANNA.
Margir hafa haft samband eftir að 2. tbl. CQ TF kom út og þakkað fyrir blaðið. Gjarnan er um leið spurt um vefslóð á 1. tbl. sem kom í apríl, og er hún birt neðar á síðunni. Næsta CQ TF (3. tbl. 2018) kemur út þann 7. október n.k. og er síðasti skiladagur efnis 22. september. Stjórn ÍRA er hvatning að finna fyrir þessum jákvæðu viðbrögðum og þakkar stuðninginn. Við munum halda áfram að gera okkar besta.
Stjórnarmenn fögnuðu þessari stöðu mála. Í framhaldi af umræðum um prentaða útgáfu, samþykkti stjórn að heimila framleiðslu á 25 eintökum af hverju tölublaði CQ TF á starfsárinu. Varaformaður, TF3DC. tekur að sér að láta prenta þessi eintök og gera tillögur um dreifingu. Áskilið er, að nokkur eintök verði látin liggja frammi í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.
Vert er að geta þess sérstaklega að TF3DC dró upp nokkur prentuð eintök, sem hann færði félaginu að gjöf og fékk hann sérstakar þakkir og lófaklapp frá stjórnarmönnum fyrir.
- Tíðnimál; 4, 6, og 60 metra böndin.
- Minnisblað og tillögur til stjórnar dags. 8.8.2018.
Formaður, TF3JB, kynnti framlagt minnisblað dags. 8.8.2018 þar sem staða 4 og 6 metrana er rifjuð upp frá stjórnarfundinum þann 2. maí s.l. og gerð tillaga um næstu skref stjórnar. Þar kemur m.a. fram hvað er og hefur verið að gerast í tíðnimálum á þessum böndum í nágrannalöndum okkar. Hann mun fylgjast náið með framvindu mála í því augnamiði að útbúa erindi til PFS fyrir 4 og 6 metrana. Til athugunar verði, hvort heppilegt sé að sameina beiðni um útvíkkun 5 MHz bandsins og aukningu aflheimildar þar. Endanleg tillaga verður lögð fyrir næsta fund stjórnar.
- IARU Region 1 VHF-UHF-µW Newsletter; 16. júlí 2018.
Formaður, TF3JB, kynnti fréttabréfið. Ástæða þess að því er dreift í stjórn er einkum til kynningar, en fréttir í bréfinu eru þess efnis, að írskir radíóamatörar hafi fengið heimildir í nýjum tíðnisviðum, 30-49 MHz (á 5 metrum) og 54-69.9 MHz (á 8 metrum) – auk útvíkkunar heimildar á 4 metrum, frá 69.9 MHz til 70.5 MHz. Stjórn félagsins mun fylgjast með þróun mála á þessum vettvangi.
Formaður upplýsti jafnframt, að félagsmenn sem fylgjast vel með þróun tíðnimála hafi þegar sett sig í samband við hann með ósk um að félagið komi að málinu á þann hátt og á þeim tíma sem stjórn þykir vænlegt til árangurs. Hann sagðist hafa tjáð jákvætt viðhorf sitt í þeim efnum.
- Tillaga um kaup á búnaði fyrir TF3IRA.
Formaður, TF3JB, lagði fram tillögu um kaup á eftirtöldum aukahlutum fyrir félagsstöðina, TF3IRA:
2 stk. Diamond GSV-3000 aflgjafa, fyrir IC-7300 og IC-7610.
1 stk. Diamond X-200N VHF/UHF loftnet, fyrir FT-7900E.
1 stk. Icom SP-38 hátalara, fyrir IC-7300.
1 stk. Icom SP-41 hátalara, fyrir IC-7610.
Stjórn ÍRA samþykkir þessa tillögu og felur formanni að annast innkaup. Áætlaður kostnaður nemur um 131 þúsund krónum með öllum gjöldum.
- Önnur mál.
- IARU HF Championship 2018 og TF3HQ.
Formaður, TF3JB, lagði fram samantektarblað með upplýsingum um keppnina 14.-15. júlí s.l. Að þessu sinni var TF3HQ starfrækt frá heimastöð TF2LL, í Norðtungu í Borgarfirði og var hann ábyrgðamaður. Erlendir gestir voru þeir Oliver Sweningsen, W6NV, Denny Sahovic, KX7M og Albert Crespo, F5VHJ og tóku þeir þátt í keppninni þaðan. Einnig var starfrækt keppniskallmerkið TF2R. Fjöldi sambanda TF3HQ var um 3300 og fjöldi sambanda TF2R var um 250. Bæði var unnið á SSB og CW. Fram kom einnig, að keppnisdagbókum TF3HQ hefur verið skilað til QSL stjóra ÍRA.
- Kallmerkið TF18FWC.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að óskað hafi verið eftir að félagið sækti um kallmerkið TF18FWC vegna heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Það var gert og sótt um kallmerkið til PFS, það skráð á QRZ og LoTW, auk þess sem útbúin voru sérstök dagbókareyðublöð til notkunar í félagsstöðinni.
Þrátt fyrir kynningu á heimasíðu, á báðum Facebook síðum og endurteknar kynningar í félagsaðstöðunni á fimmtudagskvöldum, varð ekki eftirspurn eftir notkun kallmerkisins. Skemmst er frá því að segja, að aðeins 3 QSO voru skrásett. TF3AO hafði tekið að sér að láta útbúa sérstök QSL kort fyrir kallmerkið, en það tókst að afturkalla pöntunina í tíma. Heimild PFS fyrir starfrækslu TF18FWC gilti frá 14.6. til 15.7.2018.
- DXCC og WAS viðurkenningarskjöl afhent félaginu.
Um er að ræða endurinnrömmun DXCC og WAS viðurkenningarskjala TF3IRA. Formaður tjáði stjórnarmönnum að innrömmuðu skjölin væru í hans vörslu, en hann hefði gleymt að taka þau með – og baðst velvirðingar á því. Þau verða afhent á næsta stjórnarfundi.
- Heimasíða ÍRA.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að hann hafi unnið við uppfærslu á undirsíðum á heima-síðunni síðustu mánuði. Þessi vinna væri allt frá því að endurskrifa allt sem þar hafi verið áður vistað (þ.e. úrelt efni) til þess að einfaldlega setja inn merki félagsins. Hann lagði fram lista yfir þær undirsíður (sérsíður) sem hann hefur gert breytinga á hingað til. Hann fór þess á leit við stjórnarmenn að hika ekki við að koma með ábendingar um það sem mætti betur fara.
- Setning aðstoðarmanna skv. 9. gr. félagslaga
Formaður, TF3JB, kynnti framlagt minnisblað dags. 8.8.2018. Að loknum stuttum umræðum var samþykkt að fresta málinu til næsta fundar.
- Næsti fundur stjórnar.
Samþykkt að boða til næsta fundar stjórnarinnar í 3. viku september eða fyrr ef þörf krefur.
- Fundarslit.
Formaður, TF3JB, sleit fundi kl. 21:50.
Georg Magnússon, TF2LL, ritari ÍRA.
Íslenskir radíóamatörar; starfsárið 2018/19
Fundargerð 5. fundar í stjórn ÍRA haldinn í Skeljanesi 3. október kl. 20:00.
Mættir voru: TF3JB formaður, TF3DC varaformaður, TF3EK gjaldkeri, TF2LL ritari, TF3UA varamaður og TF2EQ varamaður. TF3JM meðstjórnandi hafði boðað forföll.
- Fundarsetning og dagskrá.
Formaður, TF3JB, setti fund kl. 20:10 og lagði fram eftirfarandi tillögu að dagskrá sem var samþykkt samhljóða.
Tillaga að dagskrá:
- Setning fundar og samþykkt tillögu að dagskrá.
- Fundargerð 4. fundar frá 8.8.2018 lögð fram.
- Erindi – innkomin og/eða send frá síðasta stjórnarfundi.
Mótt. 13.8./ Sent 13.8.; afrit af fyrirspurn TF1CB til PFS um heimildir radíóamatöra til uppsetningar loftneta.
Mótt. 16.8./ Sent 16.8.; afrit af samstarfssamningi við Sena um heimasíðu ÍRA til endurnýjunar frá TF3WK.
Mótt. 28.8./ Sent 26.9.; erindi frá IARU R-1 v/CISPR v/draft standard on Wireless Power Transmissions; sent EMC nefnd.
Mótt. 03.9./ Erindi frá IARU R-1 um milliþing IARU Svæðis-1 dagana 27.-28. apríl 2019 í Vín í Austurríki.
Mótt. 04/9./ Sent 04.9.; erindi frá PFS v/umsóknar KC2NPV um tímabundið gestaleyfi.
Mótt. 05.9./ Sent 05.9.; fyrirspurn SMØFUS um aflheimildir hérlendis í ljósi breyttra heimilda 1.11.2018 í SM.
Sent 07.9./ Sent heillaskeyti í nafni stjórnar ÍRA til Kristins Andersen, TF3KX, í tilefni 60 ára afmælis hans.
Sent 09.9./ Mótt. 13.9.; erindi stjórnar til formanns prófnefndar vegna námskeiðs í október-desember n.k.
Sent 09.9./ Fylgiskjal um fyrirkomulag námskeiðs til amatörprófs vorið 2013.
Mótt. 12.9./ Erindi frá IARU R-1 með hvatningu að aðildarfélögin hafi samband við stjórnvöld vegna WRC-19.
Sent 15.9./ Erindi til TF3PW með upplýsingu um stöðuna hvað varðar námskeið í október-desember n.k.
Mótt. 18.9./ Erindi frá IARU R-1 VHF-stjóra vegna óska um upplýsingar um radíóvita í 50 MHz (og ofar).
Mótt. 18.9./ Erindi frá IARU R-1 VHF-stjóra fylgiskjal.
Mótt. 21.9./ Erindi frá IARU R-1 vegna upplýsinga um stöðu IARU og EURAO.
Mótt. 26.9./ Sent 26.9.; erindi frá PFS með tilkynningu um JOTA heimildir 19.-21.10.2018.
Mótt. 29.9./ Erindi frá IARU R-1 Áframhald erindis mótt. 28.8. v/CISPR erindi.
Mótt. 29.9./ Erindi frá IRAU R-1 Áframhald erindis mótt. 28.8. v/CISPR erindis; áframsent til EMC nefndar ÍRA.
Mótt. 1.10./ Erindi frá IARU-R-1; tillaga að nýrri samþykkt um QSL málefni kortastofa aðildarfélaganna.
Mótt. 1.10./ Erindi frá IARU-R-1; yfirlit um stöðuna og næstu skref fram að WRC-19.
- Skýrsla ritara; öflun tölvupóstfanga í félagatal.
- Skýrsla gjaldkera; staða innheimtu o.fl.
- Skýrsla varaformanns; kaup á hlutum til TF3IRA samkvæmt heimild 4. stjórnarfundar.
- Vetrardagskrá ÍRA, október-desember 2018 (kynning).
- Námskeið til amatörprófs 12.10.-15.12. n.k.
- CQ TF, 3. tbl. 2018.
- Uppfært ávarpsbréf til nýrra félaga og fylgiskjal (kynning).
- Erindi til PFS; tillögur er varða 50 og 70 MHz.
- Önnur mál.
- a) Niðurfærsla á aflheimildum radíóamatöra í Svíþjóð.
- b) DXCC og WAS viðurkenningarskjöl afhent félaginu.
- c) Kaup á frekari búnaði fyrir félagsstöðina.
- d) Yfirlit yfir verkefni í vinnslu hjá stjórnarmönnum (tímabil: 30.3.-8.8.2018).
- e) Reikningur vegna birtingarréttar ljósmynda í 2. tbl. CQ TF 2018.
- f) Setning aðstoðarmanna skv. 9. gr. félagslaga.
- Næsti fundur stjórnar.
- Fundargerð 4. fundar frá 08.08.2018 lögð fram.
Fundargerð 4. fundar samþykkt.
- Erindi – innkomin og/eða send frá síðasta stjórnarfundi.
Formaður, TF3JB, fór yfir og skýrði afgreiðslu inn og útsendra erinda á tímabilinu á milli stjórnarfunda, frá 8.8. til 3.10.2018. Erindin eru talin upp í tillögu að dagskrá að ofan. Engar sérstakar athugasemdir voru bókaðar.
- Skýrsla ritara um öflun tölvupóstfanga í félagatal.
Ritari, TF2LL, skýrði frá því að hann hafi skrifað bréf og póstlagt til þeirra félaga sem ekki voru skráðir með tölvupóstfang. Samkvæmt stöðu félagatals þann 30. ágúst reyndust það alls vera 14 félagar. Átta félagar svöruðu, þar af sagði einn sig úr félaginu og einn, TF8RO, lést skömmu eftir að hafa svarað útsendu bréfi. Eftir er því að fá svör frá fimm félögum. Ritari mun hafa símasamband við þá félaga sem ekki hafa svarað útsendum bréfum.
- Skýrsla gjaldkera, staða innheimtu o.fl.
Gjaldkeri TF3EK skýrði frá því að um 1,6 m.kr. væru í félagssjóði og ennfremur að 2 félagar af 20 sem skulduðu tvö ár væru búnir að borga. Gjaldkeri tekur að sér að senda út áminningarbréf til þeirra sem enn skulda 2 ár.
- Skýrsla varaformanns um kaup á hlutum til TF3IRA skv. heimild 4. stjórnarfundar.
Varaformaður, TF3DC, skýrði frá því að keyptir hafi verið tveir 12 volta aflgjafar, 2 borðhátalarar, annar fyrir IC-7300 stöðina og hinn fyrir IC-7610 stöðina. Ennfremur hafi verið keypt húsloftnet fyrir VHF/UHF böndin. Áætlaður kostnaður var um 123 þúsund krónur, en endanlegur kostnaður reyndist vera um 160 þúsund krónur. Mismunur skýrist einkum af hærri flutningskostnaði og veikingu íslensku krónunnar gagnvart evru.
- Vetrardagskrá ÍRA, október – desember 2018 (kynning).
Formaður, TF3JB, kynnti og fór yfir framlagða vetrardagskrá félagsins fyrir tímabilið frá 11. október til 20. desember. Formaður skýrði m.a. frá að almenn jákvæðni ríki á meðal félagsmanna gagnvart verkefninu og að menn hafi tekið vel í að vera með erindi og fyrirlestra í félagsaðstöðunni. Prentuðu eintaki af vetraráætluninni í lit var dreift á fundinum og leist öllum vel á. Vetraráætlunin verður til kynningar í 3. tbl. CQ TF sem kemur út sunnudaginn 7. október.
TF2EQ spurði hvort tilkynnt sé á Facebook (FB) ef opið hús er í boði á milli hefðbundinnar opnunar á fimmtudögum. Fram kom í svari formanns, að bæði viðburðir á vetrardagskrá á fimmtudagskvöldum og um helgar séu auglýstir á heimasíðu og FB-síðum. Sérstakar opnanir utan auglýstrar vetrardagskrár t.d. á laugardögum eru kynntar á sama hátt. Jafnan er leitast við að kynna alla viðburði með 4-5 daga fyrirvara og síðan væri minnt á þá á ný deginum áður.
- Námskeið til amatörprófs 12.10.-15.12.2018.
Formaður, TF3JB, skýrði frá að einungis tveir hafi skráð sig á fyrirhugað námskeið og því hafi verið ákveðið að fresta því fram yfir áramót. Fram kom, að hugsanlegar ástæður fyrir lítilli þátttöku kunni að vera, að undanfarið hafi námskeiðahald verið mjög þétt. Þá hafi það sýnt sig, að áhugi á námskeiðum félagsins hafi ætíð veri minni seinnipart árs samanborið við fyrripart árs.
- CQ TF, 3. tbl. 2018.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að mikil og ánægjuleg umsögn hafi borist frá félagsmönnum um síðasta tölublað CQ TF sem kom á heimasíðuna 15. júlí. Nýja blaðið, sem kemur út sunnudaginn 7. október, verður ekki minna að vöxtum en það fyrra sem þó var 50 blaðsíður. Hann sagði ritstjóra búast við því að það yrði líklega nær 60 síðum að stærð. Hann fór síðan yfir helsta efni sem verður í næsta blaði og sagði það skoðun sína að ekki væri skynsamlegt að hafa það mikið umfram 50 blaðsíður, þar sem þá yrði erfiðara að hafa einfalt brot á blaðinu með kjölheftingu.
- Uppfært ávarpsbréf til nýrra félaga og fylgiskjal (kynning).
Formaður, TF3JB, lagði fram og kynnti endanlega uppfærslu á Ávarpsbréfi til nýrra félaga. Það er í meginatriðum kynning á markmiðum félagsins samkvæmt félagslögum, félagsaðstöðunni í Skeljanesi, CQ TF, netmiðlum og námskeiðum til amatörprófs, auk annarrar starfsemi. Um er að ræða 4 blaðsíður í heilu broti (án skurðar eða heftingar í kjöl). Texti er að mestu í tveimur dálkum og ljósmyndir í lit. Þessi nýja uppfærsla er dagsett 1. október 2018.
Hugmyndin er, að senda Ávarpsbréfið til nýrra félagsmanna í pósti. Að auki, fylgi eintak í umslaginu af félagslögum, síðasta CQ TF, bæklingurinn „Siðfræði og samskiptasiðir radíóamatöra“ (sem var þýdd af TF3VS og gefin út af ÍRA árið 2009) og límmiði með merki félagsins, ætlaður fyrir bílrúður. Fram kom í umræðum að bílrúðumerkin muni vera uppurin og fékk formaður heimild stjórnarinnar til að láta framleiða nægjanlegt upplag. Jónas upplýsti að hann hafi síðast látið framleiða bílrúðumerkin árið 2009. Fundarmenn töldu að líklega hafi þau ekki verið framleidd síðan þá. Fram kom á fundinum, að menn voru ekki vissir um hvort Siðfræðibæklingurinn væri uppurinn eða til á lager, en það verður athugað. Bæklingurinn er a.m.k. til á heimasíðu ÍRA.
- Erindi til PFS; tillögur er varða 50 og 70 MHz.
Fyrir fundinum lágu tillögur frá formanni, TF3JB, að erindum ÍRA til Póst- og fjarskiptastofnunar með beiðnum um auknar heimildir í 50 og 70 MHz tíðnisviðum. Stjórnarmönnum leist vel á tillögurnar og var einróma samþykkt að senda þær óbreyttar til PFS. Erindi um 50 MHz verður sent þann 5. október og erindi um 70 MHz verður sent þann 8. október.
- Önnur mál.
(a) Niðurfærsla á aflheimildum radíóamatöra í Svíþjóð.
Fram kom í máli formanns, TF3JB, um þetta mál að aflheimildir sænskra radíóamatöra á HF verði almennt færðar niður í 200W þann 1. nóvember 2018 en hægt væri að sækja um 1 kW; en fyrir slíkt leyfisbréf þurfi að greiða sérstaklega. Stjórn félagsins mun fylgjast með framvindu málsins. Fram kom, að lesa má um aflheimildir til Svíanna á heimasíðu SSA. Undir dagskrárliðnum kom einnig fram sú hugmynd að íslenskir leyfishafar sæki um auknar aflheimildir í tilgreindum alþjóðlegum keppnum, eða allt að 1500W með þeim rökum að standa jafnfætis við aðra keppendur.
(b) DXCC og WAS viðurkenningarskjöl afhent félaginu.
Eins og áður hefur komið fram voru þessi viðurkenningarskjöl félagsins orðin upplituð og ljót og var því leitað til ARRL um útgáfu nýrra. ARRL tók vel í málið, sendi félaginu ný skjöl, okkur að kostnaðarlausu. Skjölin hafa nú verið sett í ramma á ný og hengd upp í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Staðsetning er á vegg fyrir ofan fjarskiptaborðin og því í skjóli fyrir sólarljósi. Fram kom, að félagsmenn hafa lýst almennri ánægju með nýja staðsetningu.
(c) Kaup á frekari búnaði fyrir félagsstöðina.
Formaður, TF3JB, lagði til að keypt verði dagbókarforritið Ham Radio Deluxe (HRD) fyrir félagsstöðina og var það samþykkt á þeim forsendum að það yrði til einföldunar og þæginda hvað varðar innstillingu á stöð, m.a. við notkun á stafrænum mótunum. Innkaupsverð er $99.95 og árlegt gjald er $49.95.
Sú hugmynd var rædd, að setja upp 4 elementa Yagi loftnet fyrir 20 metrana í stað núverandi þriggja banda Fritzel loftnets fyrir 10, 15 og 20 metra. Forsenda þess er, að vegna sólblettastöðunnar er ljóst að helsta nýtilega bandið næstu 3-5 ár verða 20 metrar. Því sé heppilegt að hafa loftnet á turninum sem hafi ávinning á því bandi og sé sterkbyggt. Stjórnarmönnum leist vel á þá hugmynd. Í framhaldi af þessari umræðu tilkynnti ritari, TF2LL, að félagsmaður væri tilbúinn til að gefa félaginu (nánast nýtt) 4 elementa Yagi loftnet fyrir 20 metrana. Stjórn ÍRA ákvað að þiggja þessa gjöf.
Næst var rætt um upplýsingar þess efnis, að núverandi loftnet á turninum „hökti“ við snúning. Varaformaður, TF3DC og gjaldkeri, TF3EK, munu skoða ástæðu þessa.
Formaður, TF3JB, sagði að félagið hafi árum saman ætíð keypt það næst besta, þ.e. meðal annars hafi verið keyptir of litlir rótorar til að „spara“. Í ljósi þess, að félagið hafi nú fengið loftnet í gjöf – líklega að verðmæti yfir 200 þúsund krónur, ætti félagssjóður að hafa efni á að kaupa nægjanlega stóran rótor sem ekki þyrfti að hafa stanslausar áhyggjur af. Í umræðum voru menn sammála um að með hliðsjón af verðmætri áðurnefndrar loftnetsgjafar til félagsins, opnaðist sá möguleiki að kaupa öflugan rótor og eftir nokkrar umræður, var samþykkt að kaupa rótor af gerðinni Prosistel af gerð PST 61D. Áætlað verð er 160-170 þúsund krónur. Í framhaldi af umræðunni kom fram, að það þyrfti að skoða önnur loftnetamál félagsstöðvarinnar og var ákveðið að skoða SteppIR BigIR stangarloftnet félagsins. Varaformaður og gjaldkeri munu gera það. Jafnframt, verði kannað með uppsetningu endafædds vírloftnets fyrir 80 og 160 metrana.
(d) Yfirlit yfir verkefni í vinnslu hjá stjórnarmönnum (30.3.-8.8.2018).
Verkefni í vinnslu frá stjórnarskiptafundi 20.3.2018.
TF2LL spurði um gamlar myndir úr sögu félagsins.
- TF3JB tók að sér að athuga með myndir á disk í hans vörslu.
- Svar á þessum fundi. Formaður, TF3JB, afhenti ritara disk með myndum úr félagsstarfinu sem hann átti í vörslu sinni frá fyrri tíð og tók ritari að sér að hafa samband við TF3WZ, vefsíðustjóra félagsins, um að koma þessum myndum inn á heimasíðu félagsins.
Verkefni í vinnslu frá stjórnarfundi-1; haldinn 4. apríl 2018.
TF3EK fullyrti að próf og lesefni á námskeiðum ÍRA hafi ekki verið uppfært í samræmi við HAREC kröfur.
- TF3JB tók að sér að fara yfir það mál.
- Svar á þessum fundi. Formaður, TF3JB, hafði samband við PFS vegna þessa og skýrði frá því. Munnlegt svar frá fulltrúa stofnunarinnar er þess efnis, að prófin standist allar þær kröfur sem gerðar eru.
Verkefni í vinnslu frá stjórnarfundi-2; haldinn 2. maí 2018.
TF2EQ spurði um teljara á heimasíðu ÍRA.
- TF3DC tekur að sér að hafa samband við TF3WZ, vefsíðustjóra félagsins.
- Svar á þessum fundi. Málið er í vinnslu.
Verkefni í vinnslu frá stjórnarfundi-3. haldinn 11. júní 2018.
TF3DC spurði um hvort greidd námskeiðsgjöld til félagsins sé forsenda útgáfu leyfisbréfa.
- Svar á þessum fundi. Svo er ekki. Greiðsla námskeiðsgjalda er aðallega fyrir námsefni sem dreift er til þátttakenda og félagið hefur ekki kostnað af. Þá kom einnig fram hjá TF3DC vegna fyrirspurnar, að hann hafði ekki komið með hugmyndir um sérstakt prófgjald.
TF3JB spurði um hugsanlega stofnun upplýsingabanka um möguleg QTH fyrir erlenda leyfishafa sem ferðast til landsins.
- TF2EQ er tilbúin til að hringja út og kanna málið hjá hótel- og gististöðum.
- Samþykkt að skipa 3 manna nefnd til að skoða málið. TF3DC var skipaður formaður; nefndin skili fyrir lok september n.k.
- Svar á þessum fundi. Málið er í vinnslu.
TF2EQ spurði um nýtingu teljara á heimasíðu (framhald fyrirspurnar frá fundi 2 þann 2.5.2018).
- Svar á þessum fundi. Svar TF3DC: Málið er í vinnslu.
TF2EQ spurði um áhrif innleiðingar nýrra persónuverndarregla ESB á starfsemi ÍRA.
- TF2EQ tekur að sér að kanna málið.
- Svar á þessum fundi. Elín hafði samband við Persónuvernd og ekki munu vera neinar hömlur á birtingu netfanga félaga á heimasíðu ÍRA enda sé upplýst samþykki félagsmanna fyrir hendi.
Verkefni í vinnslu frá stjórnarfundi-4; haldinn 8. ágúst 2018.
TF2LL spurði um hvort einhverjir félagsmenn á félagskrá hafa ekki skráð tölvupóstföng.
- TF2LL og TF3EK taka að sér að kanna málið.
- Svar á þessum fundi. 14 félagar höfðu ekki skráð tölvupóstföng á félagaskrá.
Undir dagskrárliðnum kvaddi TF2EQ sér hljóðs og tilkynnti að radíóskátar hefðu hug á að fá afnot af félagsstöðinni á næsta JOTA og JOTI móti sem fram fer 20. október n.k. – og ennfremur aðstöðu fyrir unga skáta til þess að kynnast radíóinu, setja saman rásir og þess háttar. Erindinu var vel tekið af stjórnarmönnum og samþykkt að veita skátunum aðgang að félagsstöðinni og aðstöðu, enda fari viðburðurinn fram undir stjórn TF3VD og TF2EQ.
(e) Reikningur vegna birtingarréttar ljósmynda í 2. tbl. CQ TF 2018.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að keyptur hafi verið birtingaréttur mynda hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Um er að ræða 3 myndir, en vegna misskilnings var talið að uppgefið verð væri fyrir allar þrjár myndirnar – enda um að ræða myndir teknar af Pétri Thomsen, TF3PT, heitunum. Í ljós hafi komið, að svo var ekki heldur var uppgefið verð fyrir birtingarrétt hverrar myndar. Stjórnarmenn voru sammála um að ÍRA greiddi reikninginn frá safninu. Heildarkostnaður nemur 29.400 krónum.
(f) Setning aðstoðarmanna skv. 9. gr. félagslaga.
Dagskrárlið frestað uns meðstjórnandi, TF3NE, getur setið fund.
- Næsti fundur stjórnar.
Samþykkt að stefna að næsta fundi stjórnar í fyrstu viku nóvember.
Fundi slitið kl. 23:36. Georg Magnússon TF2LL, ritari ÍRA.
Íslenskir radíóamatörar; starfsárið 2018/19
Fundargerð 6. fundar í stjórn ÍRA haldinn í Skeljanesi 13. nóvember kl. 20:00.
Mættir voru: TF3JB formaður, TF3DC varaformaður, TF3EK gjaldkeri, TF2LL ritari, TF3UA varamaður og TF2EQ varamaður. TF3JM meðstjórnandi hafði boðað forföll.
- Setning fundar og samþykkt tillögu að dagskrá.
Formaður, TF3JB, setti fund kl. 20:10 og lagði fram eftirfarandi tillögu að dagskrá sem var samþykkt samhljóða.
Tillaga að dagskrá:
- Setning fundar og samþykkt tillögu að dagskrá.
- Fundargerð 5. fundar frá 3.10.2018 lögð fram.
- Erindi – innkomin og/eða send frá síðasta stjórnarfundi.
Sent 05.10./ Erindi til PFS um auknar heimildir í 50 MHz sviðinu skv. samþykkt stjórnarfundar nr. 5.
Sent 08.10./ Erindi til PFS um auknar heimildir í 70 MHz sviðinu skv. samþykkt stjórnarfundar nr. 5.
Mótt 08.10./ Erindi frá PFS með heimild um rýmra tíðnisvið á 70 MHz.
Sent 09.10./ Erindi til PFS með þökkum fyrir jákvæða afgreiðslu á 70 MHz beiðni.
Send 09.10./ Fréttatilkynning til systurfélaganna og samtaka í IARU Svæði I og víðar með 70 MHz fréttum.
Sent 05.11./ Erindi til PFS með umsókn um úthlutun kallmerkisins TF3YOTA fyrir ÍRA.
Mótt 05.11./ Erindi frá PFS með með heimild til notkunar kallmerkisins TF3OTA fyrir ÍRA.
- Skýrsla gjaldkera; staða innheimtu o.fl.
- Skýrsla varaformanns; kaup á búnaði til TF3IRA.
- CQ TF, 1. tbl. 2019.
- Vetrardagskrá ÍRA, janúar-maí 2019.
- Námskeið til amatörprófs febrúar-maí 2019 n.k.
- Dagsetning aðalfundar 2019.
- Lagabreytingar á aðalfundi.
- Önnur mál.
(a) Tölvubúnaður og nettenging í félagsaðstöðunni.
(b) IARU Svæði 1: Desember er YOTA mánuður.
(c) Breytingar í stjórn: Elín Sigurðardóttir, TF2EQ kvödd.
- Næsti fundur stjórnar: 16.1.2019.
- Fundarslit.
Fyrir formlegan fund rakti formaður TF3JB það helsta sem fram hafði farið frá síðasta stjórnarfundi.
- Fundargerð 5. stjórnarfundar frá 3.10.2018 lögð fram.
Umræður urðu um fundargerðina og töldu stjórnarmenn ekki rétt eftir haft og að einnig vantaði atriði í fundargerðina. Ritari, TF2LL tók niður athugasemdir og verður fundargerðin leiðrétt á milli funda og m.a. bætt inn þeim atriðum sem fundarmenn töldu vanta og væri ábótavant. Ritari mun gera það eins fljótt og tími vinnst til.
- Erindi – innkomin og/eða send frá síðasta stjórnarfundi.
Formaður, TF3JB, fór yfir og skýrði afgreiðslu inn- og útsendra erinda. Í máli formanns, TF3JB kom m.a. fram, að á Íslandi væru þegar komnar 70 Icom IC-7300 stöðvar sem allar hefðu m.a. 70 MHz sviðið, þannig að í ljósi fjöldans og aukinna heimilda í sviðinu væru góðar líkur á aukinni notkun 4 metra bandsins framundan.
- Skýrsla gjaldkera; staða innheimtu o.fl.
Gjaldkeri, TF3EK, skýrði frá því, að nærri 20 félagar skulduðu enn 2 ár og að 30 skulduðu 1 ár af félagsgjöldum.
- Skýrsla varaformanns TF3DC, kaup á hlutum til TF3IRA.
Varaformaður, TF3DC, skýrði frá því að endanlegt verð á nýjum Pro.Sis.Tel. rótor af gerðinni PST-61 hafi verið um 216.000 krónur.
- CQ TF, 1. tbl. 2019.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að undirbúningur útgáfu 1. tbl. CQ TF 2019 gangi vel. Ritstjóra hafi þegar borist efni í blaðið, þátt fyrir að ekki verði formlega auglýst eftir því fyrr en í janúar n.k. Elín, TF2EQ, spurði um lengd efnis, þ.e. hvort hámarksstærð sé á innsendum greinum. Formaður sagði svo ekki vera, en hinsvegar leiðbeini ritstjóri félagsmönnum með texta og myndir, þ.m.t. hvað varðar lágmarksupplausn.
- Vetrardagskrá ÍRA, janúar-maí 2019.
Formaður, TF3JB, fór yfir efnisramma og fjölda fimmtudaga í boði á vetrardagskrá framundan. Hann hvatti stjórnarmenn að koma með hugmyndir að efni og um fyrirlesara.
- Námskeið til amatörprófs febrúar-maí 2019.
Formaður kynnti tillögu sína þess efnis, að næsta námskeið félagsins til amatörprófs verði haldið í HR á tímabilinu 12. febrúar til 11. maí. Jón Björnsson, TF3PW, umsjónarmaður námskeiða félagsins hefur verið upplýstur um málið og er reiðubúinn til að annast verkefnið. Formaður mun annast samskipti við prófnefnd og PFS. Tillagan einróma samþykkt.
- Dagsetning aðalfundar 2019.
Formaður, TF3JB, gerði að tillögu sinni að aðalfundur ÍRA verði haldinn laugardaginn 16. febrúar n.k. Umræða varð um hugsanlegan fundarstað og var formanni falið að kanna kostnað og hvort hægt væri að fá sal undir fundinn t.d. á Hótel Sögu. Elín, TF2EQ, spurði hvort hægt væri að taka fundinn upp eða senda út og sáu stjórnarmenn engin tormerki á því, sbr. ákvæði í 16. gr. félagslaga þess efnis.
- Lagabreytingar á aðalfundi.
Samkvæmt ákvæði í 29. gr. félagslaga, þurfa tillögur til lagabreytinga að berast stjórn félagsins fyrir 15 janúar.
- Önnur mál.
(a) Tölvutenging og nettenging í félagsaðstöðunni.
Elín, TF2EQ, skýrði frá því að núverandi nettenging félagsins sé hagkvæmasti kosturinn sem í boði sé. Jón Ingvar Óskarsson, TF1JI, kom í félagsaðstöðuna og gerði mælingar á nethraða og reyndist hann innan marka. Ekki er greitt línugjald eða önnur gjöld. Fram kom sú hugmynd, að bæta megi úr styrkleika á þráðlausu innanhússneti. Ritari, TF2LL, spurði hvort nettengingin væri nægilega öflug til að fjarstýra félagsstöðinni og mun svo vera.
(b) IARU Svæði 1: Desember er YOTA mánuður.
Formaður, TF3JB, tilkynnti að sótt hefði verið um og fengin úthlutun hjá Póst- og fjarskiptastofnun á kallmerkinu TF3YOTA. Viðskeytið gefur til kynna þátttöku ÍRA í verkefni IARU Svæðis 1: „Youngsters On The Air, YOTA“. Formaður gat þess, að samkvæmt Lisu Leenders, PA2LS, ungmennafulltrúa IARU Svæðis 1 og YOTA stuðningsaðila, verður verkefnið rekið í desembermánuði ár hvert og er hugsað til að auka áhuga ungs fólks á amatör radíói. Kallmerki með viðskeytið YOTA verða því áberandi í loftinu í desembermánuði ár hvert, en 2018 er fyrsta árið sem það fer af stað. Flest landsfélög radíóamatöra í IARU Svæði 1 eru þátttakendur í verkefninu.
Elín Sigurðardóttir, TF2EQ er frumkvöðull að þátttöku ÍRA og er tilnefnd YOTA verkefnisstjóri ÍRA. Þetta verður síðasta verkefnið sem hún tekur að sér fyrir hönd félagsins áður en hún flytur brott af landinu. Aðstoðarverkefnisstjóri ÍRA YOTA verkefnisins er tilnefndur Árni Freyr Rúnarsson, TF8RN, sem mun þannig taka við verkefninu um áramót.
Elín, TF2EQ, skýrði frá því að hún og Árni Freyr, TF8RN, hafi áhuga á að fá að nýta félagsstöðina og aðstöðuna í Skeljanesi þann 1. desember n.k. með kallmerkinu TF3YOTA. Áætlað er að 15 krakkar muni taka þátt í viðburðinum. Elín, TF2EQ, mun taka að sér í samráði við TF3MH að útbúa QSL kort fyrir TF3YOTA. TF3MH mun einnig setja kallmerkið TF3YOTA inn á QRZ og LoTW. Stjórnarmönnum leist vel á framtakið og fagna áhuga og elju skátanna að uppfræða ungdóminn. Skipan þeirra TF2EQ og TF8RN í verkefnisstjórn YOTA samþykkt samhljóða.
(c) Breytingar í stjórn; Elín Sigurðardóttir, TF2EQ kvödd.
Fyrir liggur að Elín mun hætta sem varamaður í stjórn ÍRA um næstu áramót vegna búferlaflutninga erlendis. Formaður, TF3JB, þakkaði Elínu fyrir hönd stjórn ÍRA, vel unnin störf í þágu félagsins og færði henni kort og blómvönd. Að sögn formanns, TF3JB, mun Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, að öllum líkindum vera fyrsta konan sem situr í stjórn ÍRA frá stofnun félagsins fyrir 72 árum. Elín þakkaði fyrir sig og færði félaginu forláta plöntu í postulínspotti að gjöf. Formaður tók við plöntunni fyrir hönd félagsins. Sú kvöð fylgir, að stjórn og félagsmenn hlúi vel að plöntunni um alla framtíð.
- Næsti fundur stjórnar.
Samþykkt að næsti fundur stjórnar, sem jafnframt verður sá síðasti á starfsárinu, verði haldinn miðvikudaginn 16. janúar 2019.
- Fundarslit.
Formaður, TF3JB, sleit fundi kl. 21:30.
Georg Magnússon
TF2LL Ritari ÍRA.
Íslenskir radíóamatörar; starfsárið 2018/19
Fundargerð 7. fundar í stjórn ÍRA haldinn í Skeljanesi 16. janúar 2019 kl. 20:00.
Mættir voru: TF3JB formaður, TF3DC varaformaður, TF3EK gjaldkeri, TF2LL ritari, TF3UA varamaður. TF3JM meðstjórnandi boðaði forföll og TF2EQ er flutt erlendis.
- Fundarsetning og dagskrá.
Formaður, TF3JB, setti fund kl. 20:15 og lagði fram eftirfarandi tillögu að dagskrá sem var samþykkt samhljóða.
- Setning fundar og samþykkt tillögu að dagskrá.
- Fundargerð 6. fundar frá 13.11.2018 lögð fram.
- Erindi – innkomin og/eða send frá síðasta stjórnarfundi:
- desember 2018 / Erindi IARU vegna framboðs VE6SH í embætti formanns og LA2RR í embætti varaformanns til 5 ára.
- janúar 2019 / Úthlutun PFS á kallmerkinu TF3IMD til rekstrar sameiginlegrar stöðvar; TF3VS ábyrgðarmaður.
- Gjaldkeri leggur fram drög að ársreikningi félagssjóðs.
- Fundarboð aðalfundar 2019; sbr. 17. gr. félagslaga.
- Dagskrá aðalfundar; sbr. 19. gr. félagslaga.
- Innkomnar tillögur til lagabreytinga; sbr. 29. gr. félagslaga.
- Námskeið til amatörprófs febrúar-maí 2019.
- Vetrardagskrá ÍRA janúar-maí 2019.
- CQ TF, 1. tbl. 2019.
- Önnur mál.
- DXCC Digital viðurkenningarskjal TF3IRA barst 10. janúar.
- Tillaga um skipan TF2EQ í embætti ÍRA Youth Condinator.
- Erindi IARU dags. 3.12.2018; tillaga um stuðning ÍRA við endurkjör VE6SH og LA2RR.
- „Próf fyrir radíóáhugamenn og Prófnefnd ÍRA“ erindi TF3EK dags. 13.11.2018.
- „Staða í loftnetamálum félagsins“; TF3EK óskar umfjöllunar í stjórn.
- Síðasti stjórnarfundur starfsársins 2018/19; þakkarávarp formanns, TF3JB.
- Fundarslit.
- Fundargerð 6. fundar frá 13.11.2018 lögð fram.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
3.a Erindi frá IARU varðandi framboð VE6SH og LA2RR.
Stjórn ÍRA samþykkir að styðja báða til áframhaldandi starfa.
3.b Úthlutun á kallmerkinu TF3IMD.
Samþykkt samhljóða.
- Gjaldkeri leggur fram drög að ársreikningi félagssjóðs.
Gjaldkeri, TF3EK, fór yfir helstu stærðir í ársreikningi 2018. Fram kom, að hann á eftir að stilla reikninginn af og mun í framhaldi hafa samband við aðalfundarkjörna skoðunarmenn. Einar skýrði frá því að hann yrði erlendis þegar aðalfundur verður haldinn. Formaður, TF3JB, lagði til að varaformaður, TF3DC, taki að sér að flytja ársreikninginn í hans stað á aðalfundinum. Tillagan var samþykkt samhljóða.
- Fundarboð aðalfundar 2019.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að 1. tbl. CQ TF komi út á heimasíðu félagsins 25. janúar n.k. og verður fundarboð aðalfundar birt í því. Jafnframt verður sendur tölvupóstur til félaga sem eru með skráð tölvupóstfang í félagaskrá. Ritari, TF2LL, mun annast útsendingu fundarboðs í pósti til þeirra félaga sem ekki hafa skráðan tölvupóst hjá félaginu.
Formaður skýrði jafnframt frá því að fundarsalur á Hótel Sögu sé tilbúinn til afnota fyrir fundinn, félaginu að kostnaðarlausu, en greiða þarf fyrir kaffiveitingar 650 krónur á mann.
- Dagskrá aðalfundar.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að dagskrá aðalfundar yrði hefðbundin samkvæmt 19. grein félagslaga.
- Innkomnar tillögur til lagabreytinga.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að engar tillögur til lagabreytinga hafi borist að þessu sinni.
- Námskeið til amatörprófs í febrúar-maí 2019.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að auglýst hafi verið námskeið til amatörprófs þann 6. janúar s.l. í samráði við prófnefnd og umsjónarmann námskeiða. Námskeiðið er auglýst á tímabilinu febrúar-maí á heimasíðu, Facebook síðum, hjá háskólunum í Reykjavík, 4X4 ferðaklúbbnum og víðar. Frestur til skráningar er til 20. janúar en reiknað er með að hann verði framlengdur til 31. janúar. Fram kom, að 4 hafi þegar sótt um og tilkynnt sig.
- Vetrardagskrá ÍRA febrúar-maí 2019.
Formaður, TF3JB, kynnti framlagða vetrardagskrá fyrir tímabilið febrúar-maí n.k. Alls verða 10 erindi í boði líkt og var fyrir áramót, laugardags- og sunnudagsopnanir og myndakvöld. Hraðnámskeiðið „Fyrstu skrefin; farið í loftið með leiðbeinanda“ verður endurtekið. Nýjungar nú eru myndakvöld og smíðanámskeið. Auglýstir viðburðir eru alls 16 talsins, en til viðbótar þeim fjölda bætast við laugardagsviðburðir sem eru auglýstir sérstaklega hverju sinni og seinna hraðnámskeiðið „Fyrstu skrefin…“ sem verður í boði eftir páska.
- CQ TF, 1. tbl. 2019.
Formaður, TF3JB, skýrði frá að samkvæmt upplýsingum frá ritstjóra gangi efnissöfnun vel og í raun svo vel að eitthvað af efni þurfi að geyma til næsta blaðs, eigi blaðið ekki að fara yfir þann fjölda blaðsíðna sem mestur má vera miðað við að hægt sé að hefta blaðið í kjöl.
Nokkrar umræður urðu um CQ TF og sagði TF3UA m.a., að stafræn útgáfa CQ TF mætti ekki gjalda þess að prentuð útgáfa tæki yfir þar sem blaðið ætti að koma út í stafrænni útgáfu. TF3JB sagðist í aðalatriðum vera sammála og sagðist ekki hafa ætlað að gera of mikið úr væntanlegri stærð næsta tölublaðs. Hann hafi langað til að vekja athygli á að það væri alltaf góð staða hjá ritstjóranum að eiga efni á lager til seinni tíma.
Fram kom upp sú hugmynd að félagar gætu óskað eftir að fá prentað blað gegn greiðslu. Þá kom einnig fram að þau tölublað sem hafa verið lögð fram í félagsaðstöðunni hafa horfið jafnhraðan og af því megi leiða líkur að eftirspurn sé eftir blaðinu á prentuðu formi.
Ritari, TF2LL nefndi að hugsanlegt væri að bjóða félögum að hafa samband við prentsmiðju og óska eftir að fá blaðið prentað og sent gegn greiðslu. Umræður urðu um aukna umsýslu ef félagið myndi standa sjálft að prentun. Flestir ættu að geta prentað blaðið út sjálfir í eigin prentara, en TF3UA kýs eindregið að hafa og fá blaðið á rafrænu formi.
- Önnur mál.
(a) DXCC Digital viðurkenningarskjal TF3IRA barst 10. janúar.
Viðurkenningarskjalið barst félaginu í pósti 10. janúar og var því fagnað af stjórnarmönnum.
(b) Tillaga um skipan TF2EQ í embætti ungmennafulltrúa ÍRA.
Eindregin samstaða stjórnar var um skipan Elínar Sigurðardóttur, TF2EQ til embættis ungmennafulltrúa ÍRA; „ÍRA Youth Condiator“.
(c) Erindi IARU dags. 3.12.2018; tillaga um stuðning við endurkjör VE6SH og LA2RR.
Stuðningur við endurkjör þeirra VE6SH og LA2RR samþykktur samhljóða.
(d) „Próf fyrir radíóáhugamenn og Prófnefnd ÍRA“ erindi TF3EK dags. 13.11.2018.
Gjaldkeri, TF3EK, sendi erindi á stjórnarmenn 13. nóvember 2018 í tölvupósti varðandi prófnefnd ÍRA. Stjórn ÍRA tók erindi TF3EK til umfjöllunar undir dagskrárliðnum og var samþykkt að vísa því til næstu stjórnar félagsins sem forgangsmáli.
(e) „Staða í loftnetamálum félagsins“; TF3EK óskar umfjöllunar í stjórn.
Gjaldkeri, TF3EK, óskaði eftir umfjöllun um loftnetamál félagsins. Hann sagðist ósáttur við framgang mála hvað varðar nýtt loftnet og turn sem félaginu var gefinn. Eftir nokkrar umræður var sæst á að upp verði sett spil og blakkarbúnaður sem myndi auðvelda fellingu nýja turnsins, líkt og hafi verið með gamla turninn.
(f) Síðasti stjórnarfundur starfsársins 2018/19; þakkarávarp formanns, TF3JB.
Síðasta atriði á dagskrá fundarins var þakkarávarp formanns, TF3JB. Jónas sagðist sérstaklega vilja þakka stjórnarmönnum – hverjum og einum frábært samstarf og ánægju-lega persónulega viðkynningu í öllum samskiptum er varða málefni félagsins.
Fundi slitið kl 22:55. Georg Magnússon, TF2LL, ritari ÍRA.
8. Stjórnarfundur ÍRA 2008
Stjórnarfundur ÍRA
Haldinn 2008.10.07 kl 21.00 í Skeljanesi
Mættir voru
TF3HR, TF3SG, TF3AO, TF3GL, TF3SNN og TF3HP
1. NRAU-fundur í Stokkhólmi
TF3HP er fulltrúi stjórnar félagsins á NRAU-fundi í Stokkhólmi 10.-12. október 2008. Kynnti TF3HP þau málefni sem ætlunin er að ræða á ráðstefnunni og stjórnin réð ráðum sínum um helstu áherslumál, svo sem agamál og tíðnimál. Þessi mál verða síðan tekin upp á IARU-ráðstefnunni í Króatíu. TF3HP mun skila félaginu yfirliti yfir niðurstöður fundarins þegar heim er komið.
Til stendur að framselja atkvæðisrétt ÍRA á IARU-ráðstefnunni til Svía. TF3HP og TF3SG munu sjá um að koma réttum pappírum áleiðis.
Þá var farið yfir glærusýningu þá sem TF3HP mun halda til að kynna félagið. Fylgir hún viðfest hér IRA NRAU 2008.10.ppt.
2. Húsnæðismál
TF3HR greindi frá því að Ættfræðiþjónustan ORG hafi sótt um og fengið leyfi hjá Reykjavíkurborg til að setja upp “tæknisafn” í öðrum enda sameiginlega rýmisins. Lagði hann til að félagið sendi bréf til eignasviðs Reykjavíkurborgar þar sem þessari ráðstöfun væri mótmælt á þeim forsendum að salurinn sé sameiginlegur leigjendum í húsinu.
Þá fengust þau svör hjá eignasviði að farsímamastrið sem Vodafone hafði hug á að setja upp á húsinu væri alfarið á valdi ÍRA að hlutast til um. Í ljósi þessa var ekki talin þörf á að setja saman sérstaka greinargerð um málið, heldur benda á að sakir töluverðra líka á gagnkvæmum truflunum legðist félagið gegn þeim ráðahag.
3. Vetrardagskráin
Nauðsynlegt er að kynna vetrardagskrá félagsins á vefnum næstu daga. Þegar liggja fyrir góð drög að dagskrárliðum. Semja þarf við TF3KX um dagsetningu fyrir uppgjör útileika, og mun TF3SG sjá um þessi mál.
4. CQTF
TF3GL lagði til að óskað yrði eftir því við ritstjóra CQTF TF3JA að hann héldi áfram útgáfu CQTF á sama formi og hingað til (Word-skjal fært yfir í PDF, dreift á tölvupósti og prentað út eftir atvikum). Voru menn á því að það væri góð ráðstöfun þar til blaðið ratar á vefinn í gagnvirkara formi í framtíðinni.
5. Félagsgjöld
Að sögn TF3AO hefur lítið skilað sér fram að þessu af félagsgjöldum með millifærslum beint inn á reikning félagsins, en TF3AO áformar að senda brátt út gíróseðlana.
6. Félagsstöðin
Nýi sjakkurinn var tekinn í gegn og lögðu þar margir gjörva hönd á plóg, en þó langar stjórn félagsins að þakka TF1EIN sérstaklega fyrir hans þátt, en hann lagði m.a. þriggja fasa rafmagn að aðstöðunni. Að sögn TF3AO eru varahlutir í SteppIR-netið nú á leiðinni. Stöðvarstjóri TF3SNN hyggst gangast fyrir vinnudegi til undirbúnings loftnetsuppsetningu.
Fundi slitið kl 22.30
Fundargerð ritaði TF3GL
7. Stjórnarfundur ÍRA 2008
Stjórnarfundur ÍRA
Haldinn 2008.09.09 kl 21.00 í Skeljanesi
Mættir voru
TF3HR, TF3SG, TF3AO, TF3GL, TF3SNN, TF3HP og TF3PPN
1. Vetrardagskrá
Ræddar voru hugmyndir um vetrarstarfið. Varaformaður TF3SG mun hafa yfirumsjón með útfærslu vetrardagskrárinnar. Meðal hugmynda sem upp komu voru:
2. Félagsheimilið
TF3HR skýrði frá að samningar hefðu fengist við ÍTR um að fá afnot af stærra herbergi í félagsaðstöðunni í Skeljanesi, en láta af hendi gamla sjakk-herbergið. Stjórnin samþykkti að þiggja boðið, enda enginn aukakostnaður þessu samfara.
TF3AO skýrði frá því að varahlutir í SteppIR-loftnetið hafa tafist vegna villu í afgreiðslu SteppIR-megin. Verið er að vinna í málinu. Turninn er í lagi og allt tilbúið til uppsetningar
TF3SG mun hafa forgöngu að því að koma nýja sjakkherberginu í stand; fyrsta verk er að mála. Safnað verður liði laugardaginn 13. september.
TF3SNN mun svo smala saman í þrifahóp til að fríska upp á aðstöðuna. TF3HR mun hafa samband við framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar til að athuga hvort þeir gætu komið að frágangi á rafmagnstöflu, fá aðgang að salerni vinnuskólans í kjallara og e.t.v. slípun á gólfum.
3. Vodafone / farsímamastur á húsinu
Vodafone hefur sótt um leyfi til Reykjavíkurborgar um að fá að setja upp farsímamastur og -búnað á húsinu, líklega á norðurgafli þess. Borgin hefur spurt félagið um afstöðu þess, en að öðru óbreyttu fær Vodafone þessa aðstöðu.
Rætt var um hættuna á truflunum: Líklegt er að truflana frá farsímasendi gæti orðið vart á VHF/UHF, samkvæmt reynslunni af slíku sambýli af endurvörpum í Reykjavík, Skálfelli og Vaðlaheiði. Sömuleiðis var talið líklegt að hætt væri á truflunum inn á farsímabúnaðinn, ef 1 kW HF yrði bímað á farsímamastrið.
Stjórnin er í stórum dráttum andvíg þessari tilhögun og ákveðið var að fela TF3GL að safna saman punktum í svar til Vodafone.
4. Nefndir
Aðalfundur 2008 stofnaði tvær nefndir:
TF3GL hefur samband við báða þessa hópa og fylgist með tillögum þeirra, en ætlunin er að skilað verði tillögum til næsta aðalfundar.
5. Vefmálin
Nýr wiki-baseraður, gagnvirkur vefur er í smíðum hjá félaginu og verður hann komið í loftið síðar í septembermánuði. Sama á við um nýja spjallþráðavél. Stjórnin mun taka ákvörðun um að færa ira.is yfir á nýja vefinn þegar allt innihaldsefni þykir vera komið í gott horf.
6. Skjalavarsla
TF5B hefur sent ritara félagsins fyrir félagsins hönd afrit af fundargerðum og ýmsum skjölum félagsins sem hann hafði í fórum sínum. Fól stjórnin skjalaverði TF3SNN að taka skjölin til vörslu, en hann er að hefur einnig verið að skanna og flokka önnur skjöl í eigu félagsins.
7. Önnur mál
Tekið var fyrir bréf til stjórnar frá TF2WIN um tillögur að endurbótum á félagsaðstöðu. TF3SG mun svara bréfinu.
TF3SG vakti máls á og mun athuga með aðgangsheimildir nágrannalanda að 70 MHz-bandinu m.t.t. undirbúnings að umsókn til Póst- og fjarskiptastofnunar um aðgang að þessu tíðnisviði.
Fundi slitið kl 23.00
Fundargerð ritaði TF3GL
6. Stjórnarfundur ÍRA 2008
Stjórnarfundur ÍRA
Haldinn 2008.08.06 kl 21.00 í Skeljanesi
Mættir voru
TF3HR, TF3AO, TF3SNN
1. Tengiliður PFS
TF3VS hefur tilkynnt að hann óski eftir að láta af störfum sem tengiliður ÍRA við Póst- og fjarskiptastofnun (PFS). Ritari TF3GL mun hér eftir sjá um um þessi samskipti. Stjórn þakkar TF3VS fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.
2. Aðstaða ÍRA í Skeljanesi
Félagið mun enn um sinn hafa aðstöðu í Skeljanesi, vonandi í einhver ár til viðbótar. Varahlutir í StepIR loftnet hafa verið pantaðir. Stefnt er að uppsetningu í byrjun september. TF3SNN mun gera tillögur um frágang loftnetsbúnaðar.
Þrífa þarf aðstöðuna. TF3SNN kaupir þrifavörur. Stefnt er á þrif eftir Vitahelgi. TF3HR athugar með að fá aðgang að endaherbergi því sem sjóstangveiðimenn hafa. TF3SNN gerir að tillögu að setja eitthvað af eldri búnaði sem félagið á upp sem sýningargripi. Það mun skoðast í vetur.
3. Vitahelgin
TF3AO er búinn að afla leyfis hjá Siglingamálastofnun til að nota Knarrarósvita og verður í sambandi við Sigurð vitavörð. TF3HR mun senda tiltektarlista á stjórn. TF2LL mun sjá um að elda súpu í þátttakendur eins og hefð er fyrir. Reynt verður að reka 2 stöðvar, aðra á SBB/CW og hina á digital módum.
Fundi slitið kl 22.30
Fundargerð ritaði TF3HR
5. Stjórnarfundur ÍRA 2008
Stjórnarfundur ÍRA
Haldinn 2008.05.20 kl 20.30 í Skeljanesi
Mættir voru
TF3HR, TF3SG, TF3AO, TF3GL, TF3SNN og TF3HP
1. Skipting í embætti
Tillaga formanns TF3HR er sú að sitjandi stjórnarmenn haldi sínum embættum og TF3AO haldi þannig gjaldkeraembættinu, en TF3SG verði varaformaður, TF3GL ritari og TF3SNN meðstjórnandi. Þessi verkaskipting var samþykkt.
2. Umræður um ársreikninga
Talið var fullnægjandi að setja ársreikning félsgsins fram með sama hætti og gert hefur verið undanfarin ár. Þótt ekki sé formlegt sjóðsstreymi í reikningunum er það ekki talið vera til vandræða þar sem hvorki eru lántökur né afskriftir í bókum félagsins. Í framhaldi af ábendingu á aðalfundi var ákveðið að setja eignaskrá félagsins inn á lokað skráasafn félagsmanna á rabbsíðum félagsins á Netinu.
3. Tilkynning um nýja stjórn
Ritara var falið að senda tilkynningu um nýja stjórn til NRAU IRAU og PogF, sem og á heimasíðu félagsins.
4. Innheimta árgjalda
Rætt var um innheimtu árgjalda 2008-2009. TF3AO áformar að senda út greiðsluseðla í september eða október og nefndi að reiknaðir hefðu verið vextir af árgjöldum síðasta árs eftir ákveðinn tíma og lagði fyrir fundinn hvort rétt þætti að reikna vexti. TF3SG stakk upp á að hafa eindaga 31. desember og reikna vexti eftir það. Ákveðið var að fresta umræðu um þetta atriði þar til nær dregur hausti.
5. Umsóknir um meðmæli ÍRA með útgáfu eins stafs viðskeyta á kallmerki
Nýafstaðinn aðalfundur 17. maí 2008 samþykkti að það nægði að hafa haft radíóamatörleyfi í 25 ár, hafi G-leyfi og 100 DXCC lönd til að stjórn félagsins geti mælt með úthlutu eins stafs viðskeytis á kallmerki.
Fyrir fundinum lá erindi frá TF5BW sem sækir um breytingu kallmerkis síns í TF5B. Eftir ítarlega skoðun gagna sem TF5BW hefur lagt fram ályktar stjórn að TF5BW uppfylli ofangreindar kröfur. Stjórn ÍRA samþykkir því að mæla með umsókn TF5BW til Póst- og fjarskiptastofnunarum breytingu á kallmerki sínu í TF5B.
Fyrir fundinum lá erindi frá TF3YH sem sækir um breytingu kallmerkis síns í TF3Y. Eftir ítarlega skoðun gagna sem TF3YH hefur lagt fram ályktar stjórn að TF3YH uppfylli ofangreindar kröfur. Stjórn ÍRA samþykkir því að mæla með umsókn TF3YH til Póst- og fjarskiptastofnunar um breytingu á kallmerki sínu í TF3Y.
Fyrir fundinum lá erindi frá TF3US sem sækir um breytingu kallmerkis síns í TF3U, en hefur ekki sent inn gögn til stjórnar ÍRA til staðfestingar gjaldgengi sínu samkvæmt ofangreindum kröfum. Stjórn frestar því afgreiðslu umsóknar TF3US um kallmerkið TF3U.
Ritara var falið að tilkynna um þessar afgreiðslur til umsækjenda og tengiliðs PogF TF3VS.
Frekari skýringar og greinargerð fyrir niðurstöðu stjórnarinnar:
Stjórnin fór ítarlega yfir málið og bar saman við vinnureglur um endurúthlutun kallmerkja látinna leyfishafa annars vegar, og um úthlutun keppniskallmerkja hins vegar.
Í tilfelli TF5B var það ályktun stjórnar að fyrri úthlutun TF3B stangist hvorki á við reglugerðina (sem segir einungis að forðast skuli að úthluta sömu bókstöfum á mismunandi svæðum en bannar það vitanlega ekki), né við endurúthlutunarreglur sem stjórnin hefur áður sett sér, um að fimm ár skuli líða frá andláti leyfishafa til þess að stjórn mæli með endurútgáfu kallmerkis hans (þótt í þessu tilfelli sé hið úthlutaða merki TF5B raunar aðeins líkt kallmerkinu TF3B en er ekki sama merkið, og falli því ekki undir þessa vinnureglu).
Í síðara tilfellinu var það ályktun stjórnar að þar sem TFnY væri ekki úthlutað merki hjá PogF heldur aðeins “frátekið” í þeim skilningi að stjórn félagsins hafði í eina tíð hugsað nokkur slík merki (W, X, Y og Z) til afnota fyrir keppnisstöðvar, væri stjórninni heimilt að endurákvarða um þessi keppnisafnot. Var það niðurstaða stjórnarinnar að hagsmunir einstakra félagsmanna gætu einfaldlega vegið þar þyngra, og því var umsókn TF3Y samþykkt.
6. Minnisblað um kallmerkjanotkun
TF3HR lagði fram minnisblað um vinnureglur stjórnar um úthlutun kallmerkja frá 8. febrúar 2006. Stjórn samþykkti að notast skyldi við eftirfarandi vinnureglur úr þessu minnisblaði varðandi endurúthlutun kallmerkja:
7. Heimasíðumál
Það er álit stjórnar að vefsíður félagsins verði að vera aðgengilegri fyrir félagsmenn til að uppfæra og halda þeim lifandi. Einnig var rætt að opna spjallkerfið yfir í opnara umhverfi og tóku fundarmenn almennt vel í þær hugmyndir. Almennt var það talið þess virði að huga meira að vefmálum þess.
Ritari gerir heildarúttekt á heimasíðumálum og skilar yfirliti fyrir næsta stjórnarfund.
8. Sumaraktífítet
Rætt var um að hafa aktífítet fyrir jeppadag, svo sem field-strength-mælingar.
9. Húsnæðismál
Engar nýjar fréttir voru af húsnæðismálum hjá ÍTR, en stjórnin heldur áfram að leita hófanna annars staðar.
Fundi slitið kl 22:30
Fundargerð ritaði TF3GL