,

5. Stjórnarfundur ÍRA 2016

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 21. júní 2016.

Fundur hófst kl. 13:30 og var slitið kl. 15:30.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3EO, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3WZN, varamaður TF8KY og varamaður TF3NE.

Mættir: TF3JA, TF3EK, TF8KY, TF3DC og TF3WZN

Fundarritari: TF3WZN

Dagskrá

1. Kaup á stöð

Kaup á iCom 7300 rædd. Allir jákvæðir en ekki tekin endanleg ákvörðun. Allir vildu skoða þetta betur, hver í sínu horni. TF3EK vildi að aðrir valkostir yrði einnig skoðaðir.  Ákvörðun verður tekin á næsta fundi.

2. Lög

Lög undirrituð fyrir innsendingu.

3. Gjaldkeri

Pappírar undirritaðir fyrir nýja gjaldkerann, TF3EK.

4. Loftnet radíóamatöra

Borgin samþykkir loftnet sem TF3ARI er með. Komið bréf frá borginni sem staðfestir þetta.

5. Útileikarnir

Regluverk rætt og ýtrakað að endurgera það.6

6. VHF leikarnir

Stungið upp á Óla.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

15 − nine =