Stólar í Skeljanes, höfðingleg gjöf til ÍRA
Félaginu hefur borist að gjöf, 25 stólar til notkunar í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Það var Haukur Þór Haraldsson TF3NA sem færði félaginu þessa nytsömu gjöf í dag, miðvikudaginn 6. mars.
Stólarnir eru af Stacco gerð, á krómaðri stálgrind og bólstraðir í bak og setu. Þeim fylgir sérhannaður geymslupallur á hjólum, sem sjá má á meðfylgjandi ljósmynd. Stólarnir eru notaðir en afar vel með farnir.
Eftir endurhönnun og enduruppröðun í fundarsal félagsins sem nú rúmar þægilega 40 manns í sæti, vantaði okkur sárlega fleiri stóla. Gjöfin kemur sér því einkar vel.
Stjórn ÍRA þakkar Hauki Þór höfðinglega gjöf.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!