,

Stórglæsilegur árangur TF4X í CQWW 160 metra keppninni 2010

Yuri, K3BU, var á lyklinum frá TF4X í CW-hluta CQ WW 160 metra keppninnar 2010.

Í desemberhefti CQ tímaritsins 2010 eru birtar niðurstöður úr CQ WW DX 160 metra keppninni árið 2010, en CW-hluti keppninnar fór fram helgina 23.-25. janúar s.l. og SSB-hlutinn helgina 26.-28. febrúar s.l. Alls sendu 7 TF-stöðvar inn keppnisdagbækur að þessu sinni, þ.e. 6 í CW-hlutanum og 1 í SSB-hlutanum, sbr. eftirfarandi skiptingu:

CW Einmenningsflokkur, hámarksafl: 2 stöðvar.
CW Einmenningsflokkur, lágafl: 1 stöð.
CW Einmenningsflokkur, hámarksafl, aðstoð: 2 stöðvar.
CW Fleirmenningsflokkur, hámarksafl: 1 stöð.
SSB Einmenningsflokkur, hámarksafl: 1 stöð.

Stóru fréttirnar í CQ WW 160 metra keppni ársins 2010 eru stórglæsilegur árangur TF4X í CW hluta keppninnar. Stöðin var alls með 1.234.401 stig sem tryggir 3. sætið yfir heiminn og 2. sætið yfir Evrópu í sínum keppnisflokki. Sá sem mannaði stöðina var Yuri Z. Blanarovich, K3BU, frá Pine Brook í New Jersey. Yuri, sem er 68 ára gamall hefur tekið þátt í keppnum í 51 ár, m.a. fyrstu SAC keppninni árið 1958. Að sögn Þorvaldar, TF4M, náðist þessi góði árangur þrátt fyrir talsverða norðurljósavirkni en samböndin urðu alls 1.575. Samband var haft við 78 DXCC einingar og 51 ríki og fylki í Bandaríkjunum og Kanada.

Niðurstöður í keppninni fyrir TF-stöðvar urðu að öðru leyti samkvæmt eftirfarandi:

Keppnisflokkur Kallmerki Árangur, punktar QSO Margfaldarar DXCC einingar
CW Einmenningsflokkur, hámarksafl TF4X

Unknown macro: {center}1.234.401

Unknown macro: {center}1.575

Unknown macro: {center}51

Unknown macro: {center}78

CW Einmenningsflokkur, hámarksafl TF8SM

Unknown macro: {center}39.950

Unknown macro: {center}150

Unknown macro: {center}5

Unknown macro: {center}45

CW Einmenningsflokkur, lágafl TF3SG

Unknown macro: {center}2

Unknown macro: {center}1

Unknown macro: {center}0

Unknown macro: {center}1

CW Einmenningsflokkur, hámarksafl, aðstoð TF4M

Unknown macro: {center}240

Unknown macro: {center}7

Unknown macro: {center}0

Unknown macro: {center}6

CW Einmenningsflokkur, hámarksafl, aðstoð TF8GX

Unknown macro: {center}12.818

Unknown macro: {center}69

Unknown macro: {center}3

Unknown macro: {center}31

CW Fleirmenningsflokkur TF3IRA

Unknown macro: {center}223.772

Unknown macro: {center}460

Unknown macro: {center}29

Unknown macro: {center}57

SSB Einmenningsflokkur, hámarksafl TF3SG

Unknown macro: {center}20.792

Unknown macro: {center}84

Unknown macro: {center}4

Unknown macro: {center}42

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með stórglæsilegan árangur.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × 4 =