STÓRU SÝNINGARNAR ÞRJÁR 2024
Vegna fyrirspurna fylgja hér á eftir upplýsingar um stóru sýningarnar þrjár sem haldnar eru á ári hverju fyrir radíóamatöra í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu.
Dayton Hamvention 2024 verður haldin helgina 17.-19. maí n.k. Sýningin er haldin á sýningarsvæði Greene County Fair and Expo Center í borginni Xenia í Ohio í Bandaríkjunum. Hægt er að kaupa aðgöngumiða fyrirfram yfir netið. Vefslóð: https://hamvention.org/
HAM RADIO 2024 verður haldin helgina 28.-30. júní n.k. á sýningarsvæði Neue Messe 1 í borginni Friedrichshafen í Þýskalandi. Hægt er að kaupa aðgöngumiða fyrirfram yfir netið. Vefslóð: https://www.hamradio-friedrichshafen.com/
TOKYO HAM FAIR 2024 verður haldin helgina 24.-25. ágúst n.k. Sýningin verður að þessu sinni á nýjum stað, Ariake GYM-EX Koto-ku sýningarhöllinni í höfuðborginni Tokyo. Nýi staðurinn er stutt frá Tokyo Big Sight sýningarhöllinni þar sem sýningin var haldin áður.
Vefslóð: https://www.jarl.org/English/4_Library/A-4-6_ham-fair/Ham%20Fair%202024,%20Tokyo.html
Til fróðleiks, frásögn frá ferð á sýninguna í Friedrichshafen 2019 (CQ TF 4. tbl. 2019); bls. 35.
Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2019/09/cqtf_33arg_2019_04tbl.pdf
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!