,

SUMARBÚÐIR YOTA Í 10 ÁR

Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA ferðaðist til Króatíu frá Hollandi á laugardag til að taka þátt í sumarbúðum „Youngsters On The Air“ verkefnisins, en þetta er 10. árið sem efnt er til sumarbúða á vegum YOTA.

Sérstök kallmerki eru virkjuð frá sumarbúðunum; m.a. 9A22YOTA, 9A1YOTA, 9A2YOTA, 9A3YOTA, 9A4YOTA, 9A5YOTA og 9A100QO. Sjá nánar vefslóðina: https://www.ham-yota.com/9a-summer-camp-award/

Elín ætlar að reyna vera sem mest í loftinu og sagðist vonast til að hafa sambönd við sem flestar TF stöðvar eftir því sem skilyrði leyfa.

U.þ.b. 80 þátttakendur eru í sumarbúum YOTA í Króatíu. Búðunum verður formlega slitið á laugardag, 13. ágúst.

Mynd frá fjarskiptaaðstöðu 9A22YOTA í sumarbúðunum. Yfirleitt eru 3 stöðvar í gangi samtímis. Ljósmynd: YOTA.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 + five =