,

SUMARLEIKAR ÍRA 2024

Kæru félagar!

Jæja, transistorarnir varla kólnaðir eftir síðbúna Páskaleika þegar við endurtökum leikinn. Gömlu U-VHF leikarnir hafa fengið nýtt nafn. „SUMARLEIKAR 2024“. Nú bindur nafnið okkur ekki við sérstök bönd. Samt sem áður er leikurinn sá sami.

Nýjung!!! Ætlum að prófa að hafa 10m bandið með. 10m verður eitt af böndunum sem í boði eru. Kannski kemur eitthvað fróðlegt út úr tilraunum innanlands á 10m. Kannski geta gömul CB loftnet komið að góðum notum (klippa kannski smá af 😊)

Allir búnir að vera að gera og græja og gera klárt. Nú á að tjalda öllu sem til er, eða bara hlaða handstöðina. Um að gera að skella sér í loftið þetta er bara fjör. Aðal markmiðið er að hafa gaman að. Alls ekki nauðsynlegt að vera með á öllum böndum. Hvert QSO er miklu meira og miklu skemmtilegra en ekkert QSO 😉

Gerum þetta með stæl, sýnum á Facebook hvað við erum virkir amatörar. Allir grobbpóstar úr leiknum kærkomnir. Pósta, pósta og pósta meira.

Eins og venjulega verður “online” leikjavefur þar sem þátttakendur skrá sig til leiks. Hægt verður að skrá sig inn í leikinn allan tímann þangað til leikurinn endar.

Slóðin á leikjavefinn er http://leikar.ira.is

Endilega kíkið á vefinn, lesið leiðbeiningar og skráið ykkur til leiks. Þetta er ekkert mál. Svo eru allir til í að hjálpa. Óðinn Þór, TF2MSN hefur verið duglegur að hjálpa eins og svo oft áður.

Blásið verður til leiks kl. 18 föstudaginn 5. júlí og leikurinn stendur til kl. 18 sunnudaginn 7. júlí.

Hittumst í loftinu… 23cm, 70cm, 2m, 4m, 6m, endurvarpar og síðast en ekki síst, 10m

73 de TF8KY (Þetta verður BARA gaman! 😉)

Glæsilegir verðlaunagripir eru í boði fyrir fyrstu þrjú sætin. Myndin sýnir verðlaunagripi síðasta árs (2023).
Glæsileg verðlaunaskjöl eru einnig í boði. Myndin sýnir verðlaunaskjöl síðasta árs (2023).
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

11 − 9 =