SUMARSTEMNING Í SKELJANESI 18. JÚNÍ
Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 18. júní. Þetta var 2. opnun eftir 3 mánaða hlé en aðstaðan var samfleytt lokuð frá 12. mars til 11. júní s.l. vegna Covid-19.
Vandað var með kaffinu að venju, nýjustu tímaritin lágu frammi og QSL stjóri hafði flokkað kortasendingar. Mikið var rætt um loftnet, búnað, skilyrðin og m.a. hugsanlegt YOTA mót á Íslandi næsta sumar, sem Elín Sigurðardóttir, ungmennafulltrúi kynnti m.a. fyrir félagsmönnum á aðalfundi ÍRA 15. febrúar s.l.
Hans Konrad Kistjánsson, TF3FG kom færandi hendi með nokkra kassa af radíódóti (sjá myndir) sem verður til afhending-ar frá og með næsta fimmtudagskvöldi. Þakkir til Konna.
Góð sumarstemning var í Skeljanesi þetta ágæta fimmtudags-kvöld og mættu alls 18 félagar á staðinn.
Mynd: Hans Konrad TF3FG, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Elín Sigurðardóttir TF2EQ. (Fáar myndir fylgja að þessu sinni því tíðindamaður hafði gleymt að hlaða myndavélina).
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!