,

SUMARSTEMNING Í SKELJANESI 18. JÚNÍ

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 18. júní. Þetta var 2. opnun eftir 3 mánaða hlé en aðstaðan var samfleytt lokuð frá 12. mars til 11. júní s.l. vegna Covid-19.

Vandað var með kaffinu að venju, nýjustu tímaritin lágu frammi og QSL stjóri hafði flokkað kortasendingar. Mikið var rætt um loftnet, búnað, skilyrðin og m.a. hugsanlegt YOTA mót á Íslandi næsta sumar, sem Elín Sigurðardóttir, ungmennafulltrúi kynnti m.a. fyrir félagsmönnum á aðalfundi ÍRA 15. febrúar s.l.

Hans Konrad Kistjánsson, TF3FG kom færandi hendi með nokkra kassa af radíódóti (sjá myndir) sem verður til afhending-ar frá og með næsta fimmtudagskvöldi. Þakkir til Konna.

Góð sumarstemning var í Skeljanesi þetta ágæta fimmtudags-kvöld og mættu alls 18 félagar á staðinn.

Mynd: Hans Konrad TF3FG, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Elín Sigurðardóttir TF2EQ. (Fáar myndir fylgja að þessu sinni því tíðindamaður hafði gleymt að hlaða myndavélina).

Radíódót sem Hans Konrad Kristjánsson TF3FG færði félaginu 18. júní. Sumt er nýtt og enn í plastinu.
Radíódót sem Hans Konrad Kristjánsson TF3FG færí félaginu 18. júní. Ljósmyndir: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seven + four =