,

Sunnudagsopnun 13. desember

Á sunnudagsopnun í Skeljanesinu í gær þar sem saman voru komnir nokkrir harðjaxlar úr hópi íslenskra radíóamatöra spunnust skemmtilegar umræður um 160 metra bandið. TF3SG stóð fyrir opnuninni í gær og bauð, í tilefni af afmæli eins félaga okkar, TF3IGN, uppá meiri kræsingar en á venjulegri sunnudagsopnun. Mikið fjör hefur verið á 160 metra bandinu undanfarið og snérist umræðan um hvort 160 metra bandið væri virkilegra mikið betra í sólarlágmarki samanborið við skilyrðin í sólarhámarki. Sitt sýndist hverjum um þetta mál eins og gengur og gerist. Ákveðið var að hvetja sem flesta félaga okkar til að segja frá sinni reynslu og gera þannig tilraun til að safna saman sem mestum upplýsingum um áhrif sólarinnar á skilyrðin hér á okkar norðlægu slóðum í grennd við Norðurljósabeltið.
73 de TF3JA

Comment frá TF3SG – Guðmundur Sveinsson

Það vantar að fá Þorvald, TF4M til að koma og halda fyrirlestur og segja frá reynslu sinni af 160m bandinu, hann er án efa sá sem hefur mesta reynslu og þekkingu á því bandi.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nineteen − 2 =