,

SÓFAUMRÆÐUR Í SKELJANESI UM DX & QSL KORT

Jónas Bjarnason TF3JB mætti í sófaumræður sunnudaginn 31. mars kl. 10:30 með erindið: „DX sambönd og hvernig best og fljótvirk-ast er staðið að öflun QSL korta“.

Fyrst var farið yfir nokkrar glærur í myndvarpanum, m.a. (1) hvers vegna við notum QSL kort; (2) hvar menn „ná“ DX‘inum helst; (3) mikilvægi þess að QSO sé örugglega í log; (4) hvaða aðferðum má beita til að fá QSL kort fljótt; (5) umfjöllun um eigið QSL kort; og (6) umfjöllun um að erfiðara getur verið að fá QSL kort frá sumum löndum en öðrum og fl.

Í sófasettinu var síðan rætt um hinar ýmsu aðferðir sem hægt er að beita til að ná „þeim feita“ og rætt um DX‘inn út frá QSO’um við einstaklinga, klúbbstöðvar og DX-leiðangra. Farið yfir fyrirbærin DIRECT kort, QSL MANAGER‘A, OQRS aðferð og kosti þess að gerast styrktaraðili DX-leiðangra.

Alls mættu 10 félagar og 1 gestur þennan veðurmilda sunnudagsmorgun í Skeljanes. Umræðum lauk formlega upp úr kl. 12:30 en umfjöllunarefnið var „heitt“ þannig að síðustu menn ræddu málin áfram fram undir kl. 14. TF3JB fékk að lokum gott klapp og lofaði að gera grein fyrir umfjöllunarefninu í CQ TF.

Skeljanesi 31. mars. Jónas Bjarnason TF3JB mætti í sunnudagsumræður og fjallaði um „DX sambönd og hvernig best og fljótvirkast er staðið að öflun QSL korta“. Ljósmynd: Óskar Sverrisson TF3DC.
Umfjöllunin var almennt áhugaverð og ekki síður fyrir þær sakir þegar reynslumiklir félagsmenn í DX sögðu sögur úr loftinu. Frá vinstri: Reynir Björnsson TF3RL, Jónas Bjarnason TF3JB, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Óskar Sverrisson TF3DC. Ljósmynd: Wilhelm Sigurðsson TF3AWS.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × five =