Á útileikum reynir á samskpti innannlands með HF og MF bylgjum. Víða í óbyggðum, inn á milli fjalla og í þröngum dölum er ekki hægt að treysta á að hægt sé að ná sambandi með farsímum og öðurm tækjum sem byggja á VHF eða hærri tíðnum. Góð loftnet fyrir bylgjulengdir á bilinu 40 til 160 metrar þurfa ekki að vera flókin smíð, en þau eru plássferk. Fáir þeirra sem búa í þéttbýli hafa t.d. pláss fyrir hálfbylgju loftnet fyrir 80 eða 160 metra heima hjá sér.
Einfalt loftnet, sem ekki þarf aðlögun á 80m, er 20 m langur vír sem tengdur er beint í miðju loftnetstengis á stöð sem fær rafmagn frá bíl. Í þessu tilfelli virkar bíllinn sem mótvægi. Með tjúner má nota 50 til 60 m langan vír á öllum útileikja böndum, þar sem bíll er mótvægi. Dæmi um vír sem ódýr og þjáll í notkun: www.reykjafell.is/vorur
Í opnu húsi í Skeljanesi í kvöld verða sýnd dæmi um vír loftnet sem henta fyrir útileika.
Hér eru frekari upplýsingar um útileikana.