Posts

Á útileikum reynir  á samskpti innannlands með HF og MF bylgjum. Víða í óbyggðum, inn á milli fjalla og í þröngum dölum er ekki hægt að treysta á  að hægt sé að ná sambandi með farsímum og öðurm tækjum sem byggja á VHF eða hærri tíðnum. Góð loftnet fyrir bylgjulengdir á bilinu 40 til 160 metrar þurfa ekki að vera flókin smíð, en þau eru plássferk. Fáir þeirra sem búa í þéttbýli hafa t.d. pláss fyrir hálfbylgju loftnet fyrir 80 eða 160 metra heima hjá sér.

Einfalt loftnet, sem ekki þarf aðlögun á 80m, er 20 m langur vír sem tengdur er beint í miðju loftnetstengis á stöð sem fær rafmagn frá bíl. Í þessu tilfelli virkar bíllinn sem mótvægi. Með tjúner má nota 50 til 60 m langan vír á öllum útileikja böndum, þar sem bíll er mótvægi. Dæmi um vír sem ódýr og þjáll í notkun:  www.reykjafell.is/vorur
Í opnu húsi í Skeljanesi í kvöld verða sýnd dæmi um vír loftnet sem henta fyrir útileika.

Hér eru frekari upplýsingar um útileikana.

 

Eitt af markmiðum við endurskoðun á reglum um TF útileika, var að gera rafræn skil og úrvinnslu á radíó dagbókum auðveldari. Nú verður hægt að skrá dagbókina inn jafnóðum og jafnframt fylgjast með stöðu annara þáttakenda. Vinnan við verkfærin er það langt komin að hægt er að sjá formið á færslum og stigaútreikning hér.

Viðmót radídagbókar fyrir TF útileika 2017.

Nú eru rúmar tvær vikur í TF-útileikana. Í þetta sinn hefur reglum verið breytt nokkuð, aðallega varðandi útreikning stiga og upplýsingar sem menn senda á milli sín. Reglur varðandi þáttökutíma og tíðnir eru óbreyttar.

  • Lágmarks upplýsingar sem menn skiptast á  eru QSO og QTH, var QSO og  RS(T).
  • QTH má gefa sem breidd og lengd í heilum gráðum, eða fjögurra eða sex stafa Maidenhead locator, dæmi: 6421 eða HP94 eða HP94bc
  • Viðbótar stig fæst með því að skiptast á RS(T) og afli í Wöttum. Áður var líka beðið um uppruna rafmagns og loftnet.
  • Stig bætast við ef sent er milli reita sem skilgreindir er með fjögurra stafa Maidenhead locator. Stig bætist við fyrir samanlagðan mismun á númerum reita í norður og austur.
  • Einn margfaldari er notaður, fer eftir fjölda reita sem sent er frá, minnst  3,  mest 6.

Þessar breytingar á stiga útreikningum valda því að það getur borgað sig að fara sem lengst frá suðvestur horninu, jafnvel þótt þá ekki náist jafn mörg sambönd. Það gefur líka fleiri stig ef menn færa sig á milli reita. Þetta er veruleg breyting frá fyrri reglum þar sem fjöldi sambanda réði mestu um heildar fjölda stiga.

Texti reglnanna var endurskrifaður og felld út ákvæði sem sjaldan hefur reynt á upp á síðkastið, svo sem skipting í keppnisflokka, QTC og DX sambönd. Nú er þáttaka opin öllum amatörum sem staddir eru á Íslandi, með leyfi sem gilda hér.

Ekki er lengur vísað í kallsvæði, enda hefur Póst- og fjarskiptastofnun samþykkt tillögur að breytingum á reglum um kallmerki sem samþykktar voru á aðalfundi IRA 2017. Ný reglugerð er nú í vinnslu í Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og tekur væntanlega gildi þegar þeirri vinnu er lokið.

Á opnu húsi í Skeljanesi í kvöld gefst tækifæri til að spjalla og deila reynslu og skoðunum um TF-útileika, kallmerki eða hvað annað sem mönnum liggur á hjarta.