TF ÚTILEIKARNIR Í FULLUM GANGI
Útileikar ársins eru u.þ.b. hálfnaðir þegar þetta er skrifað, eftir hádegi sunnudaginn 4. ágúst. Ágæt þátttaka hefur verið það sem af er – en framundan eru tvö tímabil:
- Kl. 21-24 í kvöld (sunnudag); og
- Kl. 08-10 í fyrramálið (mánudag).
Meðfylgjandi mynd var tekin í fjarskiptaherbergi TF3IRA í morgun (sunnudag), en félagsstöðin er að sjálfsögðu QRV í leikunum.
Hafa má sambönd á 4 böndum: 160 m, 80 m, 60 m og 40 m. Sambönd á hærri tíðnum teljast eins og sambönd á 40 m. Tilgreind tímabil (að ofan) eru einungis hugsuð til að þétta virknina, en heimilt er að hafa sambönd alla verslunarmannahelgina.
Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!