,

TF ÚTILEIKARNIR Í FULLUM GANGI

Útileikar ársins eru u.þ.b. hálfnaðir þegar þetta er skrifað, eftir hádegi sunnudaginn 4. ágúst. Ágæt þátttaka hefur verið það sem af er – en framundan eru tvö tímabil:

  • Kl. 21-24 í kvöld (sunnudag); og
  • Kl. 08-10 í fyrramálið (mánudag).

Meðfylgjandi mynd var tekin í fjarskiptaherbergi TF3IRA í morgun (sunnudag), en félagsstöðin er að sjálfsögðu QRV í leikunum.

Hafa má sambönd á 4 böndum: 160 m, 80 m, 60 m og 40 m. Sambönd á hærri tíðnum teljast eins og sambönd á 40 m. Tilgreind tímabil (að ofan) eru einungis hugsuð til að þétta virknina, en heimilt er að hafa sambönd alla verslunarmannahelgina.

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi 4. ágúst. Wilhelm Sigurðsson TF3AWS á hljóðnemanum frá TF3IRA í TF útileikunum 2019. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four + thirteen =