TF ÚTILEIKAR ÍRA 2021
TF útileikarnir 2021 fara fram um verslunarmannahelgina, 31. júlí til 2. ágúst næstkomandi.
Höfð eru sambönd á 160-10 metrum á tali og morsi (SSB og CW) – en áhersla er lögð á lægri böndin; 160m (t.d. 1845 kHz) 80m (t.d. 3637 kHz), 60m (t.d. 5363 kHz) og 40m (t.d. 7.120 kHz).
Þess má geta, að stjórn ÍRA hefur sótt um tímabundna aflheimild (100W) til Fjarskiptastofu á 60 metra bandi í leikunum. Stofnunin hefur heimilað slíkt s.l. tvö ár. Skýrt verður frá svari stofnunarinnar strax og það berst.
Hafa má samband hvenær sem er sólarhringsins en aðalþáttökutímabil eru: Laugardag 17:00–19:00; sunnudag 09:00–12:00; sunnudag 21:00–24:00 og mánudag 08:00–10:00. Minnst 8 tímar þurfa að líða milli sambanda sömu stöðva á sama bandi til þess að stig fáist. Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52hjágmail.com
Vefslóð á keppnisreglur: http://www.ira.is/tf-utileikar/
Vefslóð á heimasíðuna fyrir leikana: http://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar
Vefslóð á erindi Einars um útileikana: http://eik.klaki.net/tmp/utileikar18.pdf
Viðurkenningar í útileikunum eru tvennskonar. Annars vegar er vandaður verðlaunaplatti, ágrafinn á viðargrunni fyrir bestan árangur og hins vegar eru skrautrituð viðurkenningarskjöl fyrir fyrstu fimm sætin.
Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt!
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!