,

TF Útileikar uppgjör

Uppgjör TF útileika fór fram í félagsheimili Í.R.A. 24. september s.l.  Kristinn Andersen, TF3KX kynnti úrslit og færði sigurvegara verðlaun og þátttökuviðurkenningu.  Allir þátttakendur sem skiluðu inn radíódagbók fengu afhenta viðurkenningu.  Sigurvegari TF útileikana í ár er Henry Arnar Hálfdansson, TF3HRY og færir stjórn Í.R.A. honum bestu hamingjuóskir fyrir frábæra frammistöðu. Kristinn Andersen varð annar þetta árið.

Stjórn Í.R.A. færir einnig öllum þeim sem komu að undirbúningi, úrvinnslu gagna og undirbúningi verðlaunaveitingar TF útileikanna 2009 bestu þakkir fyrir mikið og vel unnið starf.

Ljósmyndara, Jóni Svavarssyni, TF3LMN, eru færðar bestu þakkir fyrir ljósmyndir.

73 Guðmundur, TF3SG

Frá vinstri: Kristinn, TF3KX; Jónas, TF2JB; Ársæll, TF3AO; Sigurður, TF2WIN; Guðmundur, TF3SG; Henry, TF3HRY; og Jón Þóroddur, TF3JA. Ljósmynd: TF3LMN.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × two =