TF útileikarnir 2011 – Afhending viðurkenninga
Bjarni Sverrisson, TF3GB, skýrði frá úrslitum í TF útileikunum 2011; viðurkenningarhafar voru alls 13 talsins.
Bjarni Sverrisson, TF3GB, umsjónarmaður TF útileikanna, kynnti niðurstöður leikanna fyrir árið 2011 í gær, 6. október, í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Alls tóku 19 stöðvar þátt þetta árið samanborið við 22 í fyrra og hlutu 13 viðurkenningar og verðlaun (þar af 3 stöðvar mannaðar Íslendingum sem tóku þátt frá Noregi og Svíþjóð). Þorvaldur Stefánsson, TF4M, reyndist sigurvegari útileikanna árið 2011 með alls 2.234.880 stig, sem er glæsilegur árangur. Þorvaldur hlaut ágrafinn verðlaunaplatta að launum (sjá mynd). Guðmundur Löve, TF3GL, varð í öðru sæti og Georg Magnússon, TF2LL, í þriðja sæti. Kvöldið var mjög vel heppnað og mættu alls 26 félagsmenn á staðinn.
Þeir sem voru umsjónarmanni til aðstoðar við yfirferð fjarskiptadagbóka og útreikninga voru þeir Guðmundur Sveinsson, TF3SG; Kristinn Andersen, TF3KX; og Óskar Sverrisson, TF3DC. Brynjólfur Jónsson, TF5B, viðurkenningastjóri félagsins, annaðist hönnun og framleiðslu viðurkenningaskjala. Bjarni Sverrisson, TF3GB, mun nánnar gera grein fyrir niðurstöðum útileikanna í 4. tbl. CQ TF sem kemur út síðar í mánuðinum.
Stjórn Í.R.A. færir hlutaðeigandi hamingjuóskir með árangurinn.
Bestu þakkir til Gísla G. Ófeigssonar, TF3G, sem tók ljósmyndirnar sem fylgja frásögninni.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!