,

TF útileikarnir 2018; kynning

TF útileikarnir 2018 verða haldnir um verslunarmannahelgina, 4.-6. ágúst n.k.

Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, mætir í félagsaðstöðuna í Skeljanesi fimmtudaginn 26. júlí og kynnir reglurnar og segir frá loftnetum sem henta fyrir útileika.

Einn af kostum þess að vera /P er að þá eru betri aðstæður fyrir loftnet sem henta á lægri böndunum en flestir hafa heima. Loftnet þurfa ekki að vera flókin, 20 m langur vír með bíl sem mótvægi virkar ágætlega á 80m.

Erindi Einars hefst kl. 20:30.

Félagar eru hvattir til að fjölmenna.

Kaffiveitingar.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × 2 =