,

TF ÚTILEIKARNIR ERU UM HELGINA

TF útileikarnir verða haldnir um verslunarmannahelgina. Þeir hefjast á hádegi laugardag 5. ágúst og lýkur á hádegi á mánudag 7. ágúst, frídag verslunarmanna.

Reglum hefur verið breytt lítið eitt frá fyrra ári. Ekki er lengur sett hámark á þann tíma sem stöð má vera opin. Nú má nota þær mótanir sem samrýmast reglugerðinni og bandplani IARU Svæðis 1. Lágmarks upplýsingar sem skiptast þarf á eru nú aðeins fjögurra stafa Maidenhead reitur (e. grid square).

Líkt og fyrri ár, heimilar Fjarskiptastofa þátttakendum að nota allt að 100W á 60 m. bandi, þannig að ekki þarf að sækja sérstaklega um aukna aflheimild.

Reglur TF-útileika: https://eik.klaki.net/tmp/reglur23.pdf
Vefsíða fyrir innslátt á loggum: https://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar
Ábendingar varðandi loftnet: https://eik.klaki.net/tmp/loftnet.pdf
Eldri reglur: https://www.ira.is/tf-utileikar-eldri-reglur/

Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52@gmail.com

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt!

Stjórn ÍRA.

Viðurkenningar í útileikunum eru tvennskonar. Vandaður verðlaunaplatti, grafinn á málmplötu á viðargrunni fyrir bestan árangur og skrautrituð viðurkenningarskjöl fyrir fyrstu fimm sætin.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

16 − ten =