,

TF ÚTILEIKARNIR Í FULLUM GANGI

Útileikarnir 2023 voru hálfnaðir á hádegi í dag, sunnudaginn 6. ágúst.

Afar erfið fjarskiptaskilyrði voru í framan af degi í gær (laugardag), en strax betri í gærkvöldi og nokkuð góð í morgun (sunnudag).

Félagsstöðin TF3IRA var starfrækt frá hádegi í gær og aftur í morgun (sunnudag) frá kl. 10 og voru alls 52 sambönd komin í dagbókina á hádegi, bæði á morsi og tali. Sambönd voru m.a. við stöðvar á Garðskaga, Akranesi, Borgarfirði, Sauðárkróki, Stokkseyri og á höfuðborgarsvæðinu.

Hafa má sambönd má sambönd hvenær sem er á leikjatímanum, svo fremi að a.m.k. 8 klst. séu liðnar frá fyrra sambandi, en mælt er með þessum tímum síðari dag leikanna:

• Sunnudagur: 17:30-19:00.
• Mánudagur: 10:00-12:00
.

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt.

Stjórn ÍRA.

Reglur TF-útileika: https://eik.klaki.net/tmp/reglur23.pdf
Vefsíða fyrir innslátt á loggum: https://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar
Eldri reglur: https://www.ira.is/tf-utileikar-eldri-reglur/
Dagbókarblað til útprentunar: http://www.ira.is/dagbokareydublad-fyrir-tf-utileika-2023/

Icom IC-7610 stöð félagsins var notuð á 160, 80 og 40 metrum í útileikunum. Loftnet á 160 metrum: 78 m. endafæddur vír; á 80 metrum: 40 m. endafæddur vír og á 40 metrum: endafæddur 20 m. langur vír.
Icom IC-7300 stöð félagsins var notuð á 60 metrunum. Loftnet: Hustler 5-BTV stangarloftnet og Ten Tec model 238B loftnetsaðlögunarrás. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × 1 =