TF útileikarnir um Verzlunarmannahelgina
TF ÚTILEIKARNIR UM VERZLUNARMANNAHELGINA
Minnt er á hina árlegu TF útileika, sem fara fram um verzlunarmannahelgina 1-3. ágúst, eftir viku. Undanfarin ár hafa 20-30 mismunandi TF-kallmerki heyrzt í loftinu yfir útileikahelgina og gaman væri að gera enn betur í ár! Í fyrra náði TF2LL flestum stigum og hlaut sérstakan viðurkenningarskjöld fyrir, en árið áður var TF3HR í fyrsta sætinu. Hvort sem menn taka þátt í anda keppni eða einfaldlega til þess að spjalla milli landshluta eða milli húsa, þá eru öll QSO vel þegin.
Þátttökureglur eru á vef ÍRA (http://www.ira.is/tf-utileikar/) og þær voru einnig birtar í síðasta hefti CQ TF (júní 2009). Í stuttu máli eru hér rifjuð upp meginatriðin:
– Menn eru hvattir til að hafa sambönd hvenær sem er yfir helgina, en aðalþátttökutímabil eru kl. 17-19 lau, 09-12 sun, 21-24 sun og 08-10 mán.
– Nóg er að skiptast á RS(T) og QSO númeri, en fleiri stig fást fyrir að skiptast á: RS(T), QSO-númer, QTH, loftnet, afl og RA/ER (RAfveita/EkkiRafveita).
– Allir sem skila inn logg fá senda sérstaka viðurkenningu fyrir þátttöku – jafnvel þótt ekki sé nema eitt QSO skráð!
Loggið samböndin með venjulegum hætti, á blað eða í tölvu, og ekki er nauðsynlegt að skila inn neinum stigaútreikningum. TF3KX og TF5B annast umsjón útileikanna í ár og annast stigagjöf, en til að fá viðurkenningu fyrir þátttöku þarf að senda afrit af loggnum FYRIR LOK ÁGÚSTMÁNAÐAR til TF3KX, sem veitir einnig allar upplýsingar:
Kristinn Andersen, TF3KX
Austurgötu 42, 220 Hafnarfjörður
Netfang: tf3kx@simnet.is
GSM: 825-8130
73´
TF3KX, TF5B, TF3SG
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!