TF VHF-leikar, lengdarmet í bígerð?
Áður auglýst ferð TF3ML/P á Barðaströnd frestast þar til á morgun sakir þess að Breiðafjarðarferjan Baldur er fullbókuð.
Spennandi QSO gætu þó náðst á VHF-leikunum í dag við TF1JI og TF3ARI, sem verða niðri í fjöru út af Holtsós og munu reyna samband vesturúr á 6m, 4m, 2m, 70cm og 23cm.
TF3ML/P verður QRV frá Brjánslæk á Barðaströnd í dag, sunnudag. Ólafur er útbúinn með 6m, 4m, 2m, 70cm og 23cm, og mun reyna sambönd á öllum böndum. Sjá reiknaða útbreiðslu frá Brjánlæk hér: http://goo.gl/maps/dwwm
Í ofangreindu er reiknað með 145MHz og 50-100W á SSB á bílstöð eða stefnuvirku neti með 25-50W á FM (appelsínugult svæði), en rauðu svæðin ættu að nást á handstöð með rubberduck-neti. Á öðrum tíðnum er getur útbreiðsla verið betri eða verri eftir atvikum. Líklegt má teljast að fyrir hendi séu góð brot sem forritið finnur ekki, svo vel má vera að hægt sé að ná mun lengra!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!