,

TF VHF-leikarnir farnir af stað

TF VHF-leikarnir hófust í morgun með aðalþátttökutímabilinu 9-12. Um tugur kallmerkja var í loftinu og náðust mörg mjög skemmtileg sambönd, þ.á.m. mögulega fyrsta TF-TF-sambandið á 1,2 GHz milli TF1JI/3 í Reykjavík og TF3ML/P á Skarðsmýrarfjalli. Einnig samband á 2 og 6 metrunum á SSB frá Reykjavík austur í Hreppa, svo fátt eitt sé nefnt.

Næsta aðaltímabil er frá 9-12 í kvöld, föstudag, og svo aftur á laugardag og sunnudag – báða dagana kvölds og morgna kl 9-12. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu leikjanna http://www.ira.is/vhf-leikar/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × 4 =