,

TF VHF-leikarnir nálgast

7 staka Yagi loftnetið frá M2 af gerðinni 2M7 fyrir 144 MHz hefur 10,3 dB ávinning (yfir tvípól) vegur aðeins 1,8 kg og er dæmi um meðfærilegt loftnet fyrir VHF-leikana.

Um aðra helgi, föstudag til sunnudags 6.-8. júlí, verða TF VHF-leikarnir haldnir fyrsta sinni.

Líkt og TF-útileikarnir eru VHF-leikarnir fyrst og fremst leikar en ekki keppni, og reyna á útsjónarsemi manna við að ná samböndum á VHF. Heimilt er að nota hvers kyns hjálp við að “koma á” samböndunum – á 3637 kHz eða jafnvel GSM! – en samböndin sjálf verða að vera án notkunar virkra endurvarpa og ekki “crossband”…og þar með eru tæknilegar takmarkanir nánast upptaldar!

“Keppniselementið” fæst með því að ná sem lengst, enda stig gefin samkvæmt reikniformúlunni kílómetrar í öðru veldi. Einnig geta þeir sem eru útbúnir á fleiri böndum talið stig á hverju heimiluðu bandi, og þeir sem klífa fjöll, finna góð brot eða eru með öflug loftnet geta vænst lengri sambanda og þar með fleiri stiga. Svo hjálpar auðvitað að nota CW og SSB, umfram FM einvörðungu.

Aðalþátttökutímabilin eru kl 9-12 bæði kvölds og morgna fös-lau-sun og gefin eru stig fyrir allt að 6 sambönd við sömu stöð á sama bandi (þ.e. 6 stigahæstu samböndin telja), en 6 tímar verða að líða á milli. Það ber að undirstrika að þetta eru ekki takmarkanir á samböndunum sjálfum, heldur á stigagjöfinni. Það er um að gera að koma eins mörgum samböndum í logginn og hver vill. Hver veit nema það verði gefin þátttökuverðlaun?!

Þar sem við rennum frekar blint í sjóinn með þátttöku, auk þess sem vera kann að reglurnar þurfi að fínslípa eftir fyrstu leikana, verður sett upp skjal á vefnum þar sem þátttakendur geta gefið hver öðrum innsýn í sín plön eftir því sem hver vill. Meira um það síðar.

Í millitíðinni bendi ég á vefsíðu leikanna, http://www.ira.is/vhf-leikar/

73, Gummi TF3GL.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five + 10 =