Ari TF1A verður í Skeljanesi á fimmtudag
Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður haldið fimmtudaginn 15. nóvember kl. 20:30. Þá mætir Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A í Skeljanes með erindi um: „Þetta FT8 sem er svo vinsælt um þessar mundir“.
Hann sviptir leyndardómnum af þessari „nýju“ tegund útgeislunar sem hefur náð gríðarlegri útbreiðslu á meðal leyfishafa um allan heim á skömmum tíma og var fyrst kynnt fyrir 16 mánuðum, eða 29. júní 2017.
Ari sýnir hvað til þarf til að verða QRV á FT8, sýnir á staðnum hvernig QSO er haft (þ.e. beint úr fundarsal), upplýsir hvernig menn ná árangri í DX og svarar spurningum.
Stjórn ÍRA hvetur félaga til að mæta tímanlega. Veglegar kaffiveitingar.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!