,

TF1A VERÐUR QRV /P UM QO-100

DXTO M4-EX er nýr tíðnibreytir (e. transverter) fyrir Es’hail 2 / QO-100 gervitunglið. Tækið er hannað af tveimur indverskum leyfishöfum, VU2XTO og VU2KGB og framleitt þar í landi.

Tækið vinnur sjálfstætt og breytir merkjum á 28 MHz upp á 2.4 GHz þannig að tölva er óþörf. Útgangsafl er mest 10W á CW. Tækinu fylgir breytt LNB og GPS loftnet. Það eina sem þarf að bæta við er loftnetsdiskur og henta gervihnattadiskar sem eru seldir hér á landi. Innkaupsverð er 990 evrur (138.000 krónur) auk flutningskostnaðar til landsins.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A fékk sýningareintakið lánað í Friedrichshafen í síðasta mánuði til kynningar hér á landi. Hann hyggst m.a. taka það með sér í sumarfríið og vera QRV um gervitunglið frá mismunandi reitum á landinu, auk þess sem hann mun sýna félagsmönnum tækið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fljótlega.

Vefslóð á upplýsingar um DXTO: https://hamphotos.com/DXTO

Stjórn ÍRA.

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A tekur við DXTO M4-EX tíðnibreytinum á Ham Radio sýningunni í Friedrichshafen 25. júní s.l. Ljósmynd: Ham Photos.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twelve − 11 =