,

TF1A VIRKJAÐI KNARRARÓSVITA

TF1A virkjaði Knarrarósvita utandyra í logni og 20°C blíðviðri laugardaginn 19. ágúst.

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin stendur yfir um þessa helgi, 19.-20. ágúst.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A virkjaði Knarrarósvita að þessu sinni um QO-100 gervitunglið. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS og Georg Kulp, TF3GZ heimsóttu hann í gær (19. ágúst) þegar hann var QRV frá vitanum og tók Vilhjálmur meðfylgjandi ljósmyndir.

Búnaður Ara var 90cm loftnetsdiskur á þrífæti, ICOM IC-7100 sendi-/móttökustöð og DXpatrol „Full Duplex QO-100 Groundstation 2.0“. Búnaðurinn virkaði mjög vel og þurfti Ari m.a. að vinna „split“ gegnum gervitunglið (með hlustun 10-30 kHz upp) til að vinna úr kösinni vegna þess hve margar stöðvar kölluðu samtímis – allsstaðar að úr heiminum.

Ekki er vitað til að aðrir vitar hafi verið virkjaðir að þessu sinni. Þakkir til Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A fyrir að setja TF á “vitakortið” þetta árið og til Vilhjálms Í. Sigurjónssonar, TF3VS fyrir skemmtilegar ljósmyndir.

Stjórn ÍRA.

Fjarskiptaaðstaðan var þægileg í rjómalogni og 20°C lofthita við vitann.
Mikil kös var um gervitunglið og vann Ari því “split” þ.e. hlustaði 10-30 kHz upp í tíðni.
Myndin er af DX patrol tækinu fyrir QO-100 sem Ari notaði við vitann og sýndi m.a. í Skeljanesi 2. júlí s.l., þá nýkominn frá Ham Rado sýningunni í Firedrichshafen. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × one =