,

TF1OL Á FERÐ UM LANDIÐ

Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL er á ferðalagi um landið. Í hádeginu í dag (27. júní) var hann staddur í ágætu veðri við vitann í Dyrhólaey sem er í um 120m hæð yfir sjávarmáli.

Óli ferðast með „sjakkinn“ með sér, þ.e. er með vel útbúna fjarskiptabifreið sem m.a. er með innbyggðan tjakk sem hækka má upp í allt að 12,6m hæð. Þar getur getur hann sett upp stefnuvirk loftnet á 6 og 4m og verið í DX þegar skilyrðin leyfa. Þegar tíðindamaður ræddi við hann um kaffileytið var hann í „pile-up“ við Japan frá Dyrhólaey á 15m og var mjög ánægður með skilyrðin.

Hann notar Icom IC-7100 stöð í bílnum og 8m hátt stangarloftnet (skipanet) á HF, sem hann fæðir á móti bílnum (sjá mynd). Hann sagði að það væri gott samband við félagana í bænum og nágrenni gegnum 2m endurvarpann í Bláfjöllum.

Góða ferð og góðan DX!

Stjórn ÍRA.

Glæsileg fjarskiptabifreið TF1OL. Myndin var tekin í hádeginu í dag (27. júní) við vitann á Dyrhólaey.
Fjarskiptabifreið TF1OL. Myndin var tekin í VHF/UHF leikunum í fyrra (2021). Þarna er mastrið í fullri hæð (í 12,6 metrum) yfir þaki bílsins. Ljósmyndir: TF1OL.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fifteen + four =