,

TF1RPB í Bláfjöllum brátt QRV á ný

Hustler G6-144B loftnetið sem tengt er við TF1RPB.

Í undirbúningi er, strax og veður gefst, að setja upp á ný endurvarpsstöð félagsins í Bláfjöllum. TF1RPB („Páll”) hefur nú verið úti í rúmlega 4 mánuði eftir að stagfesta á háum tréstaur sem hélt uppi loftneti fyrir stöðina slitnaði í ofviðri seint í október s.l. Það olli því að staurinn féll til jarðar og brotnaði. Í framhaldi var hann fjarlægður af umsjónaraðila á staðnum.

Félagið hefur í millitíðinni fengið inni fyrir endurvarpann á öðrum stað og fyrir loftnetið á öðrum staur (ekki langt frá þeim fyrri). Erfitt veðurfar undanfarið hefur seinkað verkefninu.

Stöðin hafði verið QRV frá 17. ágúst 2010, þegar nýtt loftnet frá New-Tronics, af gerðinni Hustler G6-144-B, var sett upp. Við sama tækifæri var endurvarpinn sjálfur endurnýjaður og sett upp stöð af Zodiac RT-400 gerð, ásamt nýjum “cavity” síum.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × four =