,

TF1RPB í Bláfjöllum fær nýtt loftnet

TF1JI festir nýtt loftnet fyrir TF1RPB á stöðvarhúsið í Bláfjöllum þann 5. febrúar. Ljósmynd: TF3ARI.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI og Jón Ingvar Óskarsson, TF1JI, fengu far í Bláfjöll í gærmmorgun, þann 5. febrúar, með Guðmundi Sigurðssyni, TF3GS. Við það tækifæri var endurvarpi félagsins, TF1RPB („Páll”), tengdur við nýtt sambyggt “co-linear” VHF/UHF húsloftnet frá Workman af gerðinni UVS-200. Nýja loftentið kom í stað ¼-bylgju GP loftnets sem félagið hafði fengið heimild til að nota til bráðabirgða. Nýja loftnetið er 2,54 metrar á hæð og gefur 6dB ávinnig á VHF og er loftnetið gjöf frá Ara til félagsins.

Í ferðinni notaði Ari tækifærið og forritaði út svokallaðan „suð-trailer” sem áður var að plaga þegar sendingu var lokið frá endurvarpanum (valkvæð stilling). Einnig voru fínstillingar á „cavity” síum yfirfarðar. Fyrstu prófanir sýna, að sviðsstyrkur „Páls” er allt annar og verulega betri en var á bráðabirgðaloftnetinu. Félagsmenn eru hvattir til að prófa endurvarpann og gera tilraunir með útbreiðsluna.

Stjórn Í.R.A. þakkar Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF3ARI og Jóni Ingvari Óskarssyni, TF1JI, fyrir að hafa tekist á hendur þessa ferð og Guðmundi Sigurðssyni, TF3GS, fyrir aðstoð við flutning þeirra félaga og búnaðar á fjallið. Loks eru Ara færðar sérstakar þakkir félagsins fyrir þá veglegu gjöf sem loftnetið er fyrir endurvarpann.

TF3GS og TF3JI á vélsleðanum sem flutti þá félaga á fjallið. Ljósmynd: TF3ARI.

Þeir félagar voru heppnir með veður eins og sjá má á myndinni, en frostþokan var þó ekki langt undan. Ísing er mikil á fjallinu eins og gefur að skilja enda eru mannvirkin í 690 metra hæð yfir sjávarmáli. Ljósmynd: TF3ARI.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × one =