TF1RPB í Bláfjöllum í ólagi
Undanfarna nokkra daga hafa komið fram truflanir á sendingum frá endurvarpsstöðinni TF1RPB í Bláfjöllum, endrum og eins. Í dag, laugardaginn 8. september hafa þær verið nokkuð viðvarandi – með hléum frá því í morgun. Líkur benda til að bilun hafi komið fram í stöðinni.
Í samráði við Sigurð Harðarson, TF3WS, hefur verið ákveðið að færa Kenwood endurvarpann sem nú er í notkun fyrir TF8RPH á Garðskaga, í Bláfjöll. Tækið verður flutt til Reykjavíkur strax í dag eða á morgun og forrituð ný tíðni, þ.e. 145.750 MHz. Þegar því er lokið mun TF3WS gera ferð í Bláfjöll og skipta Zodiac tækinu út. Sama loftnet og sömu “cavity-síur” verða notaðar áfram í Bláfjöllum.
Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI og Sigurður Smári Heinsson, TF8SM, hafa tekið að sér að flytja Kenwood tækið til Reykjavíkur og gera það klárt á nýrri tíðni. TF8RPH verður þannig QRT í nokkra daga þar til fundið er tæki. Félagsmenn eru beðnir velvirðingar á þessum breytingum á meðan þær ganga yfir, sem gæti tekið 1-2 sólarhringa. Á meðan er bent á TF3RPC á Hagatorgi í Reykjavík á 147.775 MHz og TF3RPA á Skálafelli á 145.600 MHz.
Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Sigurði Harðarsyni, TF3WS, Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF3ARI og Sigurði Smára Hreinssyni, TF8SM svo og öðrum félagsmönnum sem þegar hafa lagt verkefninu lið.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!