,

TF1RPB í Bláfjöllum QRV á ný

Zodiac RT-4000 endurvarpsstöðin vel fest við vegginn. Ljósm.: TF3WS.

Endurvarpi félagsins í Bláfjöllum, TF1RPB, er QRV á ný. Sigurður Harðarson, TF3WS,lagði á fjallið snemma í morgun (14. júní) og tengdi “Pál”; stöðin var fullbúin kl. 09:15. Fyrstu prófanir lofa góðu en þrír leyfishafar prófuðu stöðina skömmu eftir uppsetningu, þ.e. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI(bæði frá eign QTH og /m í Reykjavík), Ólafur Björn Ólafsson, TF3ML/7 (frá Vestmannaeyjum) og Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, TF3IG/1 (frá Grímsnesi í Árnessýslu). Í öllum tilvikum reyndist merkin góð.

Vinnutíðnir TF1RPB eru 145.150 MHz RX / 145.750 MHz TX. Félagsmönnum er bent á, að endurvarpinn er forritaður með útsendingartakmörkun (e. time-out) sem þýðir að eftir u.þ.b. 4 mínútur dettur sending út. Auðveldlega má koma í veg fyrir þetta, ef menn bíða í 1-2 sek. á milli þess sem sent er þannig að endurvarpinn nái að detta út á milli sendinga.

Fljótlega verður lagt á fjallið á ný. Við það tækifæri verður útsendingartakmörkun fjarlægð ásamt því að auðkenni á morsi verður tengt og loftnetamálum komið í endanlegt horf.

Stjórn Í.R.A. þakkar Sigurði Harðarsyni, TF3WS, fyrir frábæra aðstoð við endurgangsetningu TF1RPB. Einnig þeim Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF3ARI; Ólafi Birni Ólafssyni, TF3ML/7 og Guðmundi Inga Hjálmtýssyni, TF3IG/1 fyrir aðstoð við prófanir.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fourteen + seven =