TF1RPB í Bláfjöllum QRV á nýrri tíðni
Endurvarpinn TF1RPB varð QRV á ný í dag, fimmtudaginn 14. febrúar, kl. 12:20. Þær breytingar hafa verið gerðar, að “Páll” hefur fengið nýjar vinnutíðnir. Nýja tíðnin til að lykla Pál er nú 145.050 MHz og nýja tíðnin sem endurvarpinn sendir út á, er 145.650 MHz. Breytingin hefur verið tilkynnt til Póst- og fjarskiptastofnunar.
Sama tónlæsing er notuð og áður, þ.e. 88,5 rið á CTCSS kerfi. Þá er endurvarpinn stilltur á “wideband” mótun. Loks er óbreytt, að hægt er að hlusta á sendingar frá TF1RPB venjulegu viðtæki eða stöð, þ.e. ekki þarf að afkóða sendingar í móttöku.
Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Ara Þórólfi Jóhannessyni TF3ARI og Benedikt Guðnasyni TF3TNT fyrir ferðina í Bláfjöll í fyrradag og Ara fyrir að leggja á ný á fjallið í morgun til að breyta tíðni endurvarpans.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!