TF2CW í 3. sæti og TF4X í 15. sæti yfir Evrópu
Í maíhefti CQ tímaritsins 2013 eru birtar niðurstöður úr morshluta CQ World-Wide DX keppninnar sem fram fór dagana 24. – 25. nóvember 2012. Þátttaka var allgóð frá TF og sendu fimm stöðvar inn keppnisdagbækur. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði afburðaárangi í sínum keppnisflokki (sem TF2CW) og varð í 3. sæti yfir Evrópu og handhafi bronsverðlauna. TF4X náði jafnframt mjög góðum árangri í sínum keppnisflokki og varð stöðin í 15. sæti yfir Evrópu. Þessi niðurstaða er afspyrnu góð hjá báðum stöðvum, m.a. með tilliti til óhagstæðra fjarskiptaskilyrða, einkum fyrri hluta keppninnar.
Niðurstöður fyrir TF stöðvar í keppninni eru birtar í töflunni.
Kallmerki |
Keppnisflokkur |
Árangur, stig |
QSO |
Svæði |
DXCC |
---|---|---|---|---|---|
TF3DX/M | Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl |
Unknown macro: {center}119,316
|
Unknown macro: {center}303
|
Unknown macro: {center}62
|
Unknown macro: {center}121
|
TF2CW | Einmenningsflokkur, 14 MHz, háafl, aðstoð |
Unknown macro: {center}1,012,662
|
Unknown macro: {center}3010
|
Unknown macro: {center}38
|
Unknown macro: {center}124
|
TF3SG | Einmenningsflokkur, 3,5 MHz, háafl, aðstoð |
Unknown macro: {center}30,552
|
Unknown macro: {center}401
|
Unknown macro: {center}13
|
Unknown macro: {center}63
|
TF3VS | Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl, aðstoð |
Unknown macro: {center}23,912
|
Unknown macro: {center}149
|
Unknown macro: {center}27
|
Unknown macro: {center}71
|
TF4X | Fleirmenningsflokkur, öll bönd, háafl |
Unknown macro: {center}8,344,464
|
Unknown macro: {center}7552
|
Unknown macro: {center}132
|
Unknown macro: {center}529
|
Stjórn Í.R.A. óskar Sigurði R. Jakobssyni, TF3CW, innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur, og Þorvaldi Stefánssyni, TF4M og þeim sem tóku þátt frá TF4X, svo og öðrum íslenskum þátttakendum í keppninni.
Ljósmyndir:
Efri mynd: Björg Óskarsdóttir (XYL TF3CW).
Neðri mynd: Þorvaldur Stefánsson, TF4M.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!