TF2JB verður með fimmtudagserindið 7. apríl n.k.
Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 7. apríl n.k., kl. 20:30 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Fyrirlesari er Jónas Bjarnason, TF2JB, og nefnist erindið QRV á amatörböndum erlendis? Erindið er með sama heiti og fyrirsögn greinar sem birtist í 4. tbl. CQ TF 2010. Í meginatriðum verður gengið út frá efni sem birtist í greininni, sem og nýju efni úr handriti að óbirtri framhaldsgrein.
Leitast verður við að svara nokkrum algengum spurningum, s.s. “Hvaða lönd eru í boði?”, “Er munur á hvort um er að ræða svokallað “CEPT” land eða ekki?, “Ef um er að ræða CEPT-land, í hve langan tíma gildir leyfið?”, “Hvaða gögn þarf ég að hafa handbær?”, “Er munur á hvort leyfishafi er handhafi íslensks N-leyfis eða G-leyfis?”, “Hvaða kallmerki er mér heimilt að nota?”, “Get ég farið í loftið frá heimastöð leyfishafa í gistilandinu?”.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að taka frá næstkomandi fimmtudagskvöld og mæta stundvíslega. Kaffiveitingar verða í boði félagsins.
CEPT er skammstöfun fyrir Conference Européenne de Administrations des Postes et de Telecommunications.
Íslensk þýðing: Samtök stjórnvalda á sviði pósts og fjarskipta í Evrópu.
TF2JB
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!