,

TF2LL verður með fimmtudagserindið 5. janúar

Georg Magnússon TF2LL við nýuppsteypta undirstöðuna fyrir 28 metra háan loftnetaturn hans. Myndin var tekin 12. júlí 2010 áður en steypumótin voru fjarlægð. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF2JB.

Þá er komið að fyrsta fimmtudagserindinu á síðari hluta vetrardagskrár félagsins á yfirstandandi starfsári.
Erindið verður haldið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 5. janúar n.k. og hefst stundvíslega
klukkan 20:30.

Fyrirlesari kvöldsins er Georg Magnússon, TF2LL og nefnist erindið Loftnetsframkvæmdir hjá TF2LL í Norðtungu
í Borgarfirði sumarið 2010. Georg mun fara yfir loftnetaval og turnframkvæmdina sjálfa í máli og myndum.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar eru í boði félagsins.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × 1 =