TF2RPJ fór í loftið í gær
TF2RPJ, ICOM endurvarpi, 50 wött, var settur í loftið í gær á Álftanesi, Mýrum Borgafirði. Við endurvarpann er sérsmíðað fokhelt loftnet . Óli TF3ML á endurvarpann og tæknilegur tengiliður er TF3ARI. Tíðnirnar eru TX 145.750/ RX 145.150 og tónstýring á 88.5 Hz.
Fyrstu mælingar sýna að hann næst vel í Borgarnesi og alla leið upp til TF2LL efst í Borgarfirðinum. TF8SM nær honum vel á Garðskaga og hann heyrist vel í Reykjavik. TF2CT í Stykkishólmi heyrir ágætlega í endurvarpanum og hann er sterkur á Þingvöllum hjá TF2PB.
Benni TF3TNT, Kjartan TF3HF, Óli TF3ML og TF3ARI fóru af stað í verkið að morgni og upp úr hádegi var TF2RPJ kominn í loftið, sjá myndir sem TF3ARI tók.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!