,

TF3ARI verður á 1. sunnudagsopnun vetrarins

Ari Þ. Jóhannesson, TF3ARI

Fyrsta sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 11. nóvember n.k. kl. 10:30 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI, mætir í sófaumræður og kynnir FlexRadio Systems, sem eru brautryðjendur í markaðssetningu tölvutengdra HF sendi-/móttökustöðva fyrir radíóamatöra.

Flex 3000, 100W sendi-/móttökustöð sem vinnur á 160-6 metrum, verður á staðnum. Hún verður tengd við loftnet og gefst mönnum tækifæri til að handleika og prófa gripinn. Húsið verður opnað kl. 10 árdegis og er miðað við að dagskrá verði tæmd á hádegi.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega.

________

Fyrirkomulag umræðna í sunnudagsopnunum er hugsað sem afslappað, þ.e. þar sem menn sitja með kaffibolla í stóra sófasettinu og ræða amatör radíó. Tiltekinn leyfishafi sem hefur staðgóða þekkingu á viðkomandi umræðuefni, nú FlexRadio Systums, leiðir umræðuna og svarar spurningum.

________

Eftirfarandi texti eru úr greininni “Kaup á nýrri amatörstöð haustið 2012” sem birtist í nýju tölublaði CQ TF, 4. tbl. 2012 (sem kemur út á næstunni).

FlexRadio Systems er bandarískur framleiðandi sem hefur notið velgengni á markaði. Fyrirtækið var stofnað fyrir aðeins 9 árum (2003) af radíómatör, Gerald Youngblood, K5SDR, í Texas í Bandaríkjunum. Í dag býður FlexRadio upp á 5 mismunandi gerðir HF sendi-/móttökustöðva. Ódýrasta stöðin er Flex 1500 sem kom á markað fyrir réttum tveimur árum. Það er QRP stöð sem átti við nokkra hugbúnaðarörðugleika að etja í byrjun, en gengur vel í dag. Þessi stöð er þriðja ódýrasta stöðin á markaðnum og kostar á innkaupsverði 649 dollara eða um 82 þúsund krónur. Aðrar vinsælar stöðvar frá FlexRadio eru 3000 og 5000A stöðvarnar. FlexRadio Systems kynnti tvær nýjar stöðvar á Dayton Hamvention í maí s.l. Þær eru sagðar boða byltingarkenndar nýjungar, einkum í viðtækishluta tækjanna. Það eru FlexRadio 6500 og FlexRadio 6700. Þessar stöðvar verða í dýrari kantinum, eða á bilinu frá 500 þúsundum til 1 milljónar króna á innkaupsverði. Þær eru væntanlegar á markað á 1. ársfjórðungi 2013.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × four =