TF3CW og TF4M í 4. og 7. sæti yfir heiminn
Úrslit í ARRL International DX Contest – CW hlutanum 2010 – hafa verið birt. Alls sendu sex TF-stöðvar inn keppnisdagbækur að þessu sinni, í fimm keppnisflokkum. Tveir íslenskir leyfishafar náðu afburða árangri í keppninni. Það eru þeir Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, sem náði 4. sæti yfir heiminn í einmenningsflokki á 14 MHz, hámarksafli; hann var með alls 306,210 punkta og Þorvaldur Stefánsson, TF4M, sem náði 7. sæti yfir heiminn í einmenningsflokki á 1,8 MHz, hámarksafli; hann var með 59.730 punkta. Keppnin fór fram helgina 20.-21. febrúar 2010.
Úrslit í keppninni fyrir TF-stöðvar urðu að öðru leyti samkvæmt eftirfarandi:
Keppnisflokkur |
Kallmerki |
Árangur, punktar |
QSO |
Margfaldarar |
---|---|---|---|---|
Einmenningsflokkur – 1,8 MHz – hámarksafl |
TF4M
|
59,730
|
369
|
55
|
Einmenningsflokkur – 7 MHz – hámarksafl |
TF3Y |
94,248 |
567 |
56 |
Einmenningsflokkur – 14 MHz – hámarksafl |
TF3CW |
306,210 |
1,739 |
59 |
Einmenningsflokkur – 14 MHz – lágafl |
TF3G |
6,660 |
80 |
30 |
Einmenningsflokkur – 21 MHz – hámarksafl |
TF8GX |
71,604 |
471 |
52 |
Einmenningsflokkur – öll bönd – hámarksafl, aðstoð |
TF3DC |
170,520 |
409 |
140 |
Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi innilega til hamingju með árangurinn.
Sjá nánar: http://www.arrl.org/files/file/Contest%20Line%20Scores/2010/2010%20DX%20CW%20Line%20Scores%20v1.pdf
TF2JB
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!