,

TF3D TEKUR ÞÁTT Í WSPRNET VERKEFNINU

WSPRnet upplýsingakerfið er rekið af radíóamatörum sem nota „MEPT_ JT“ forrit K1JT fyrir stafrænar sendingar til að kortleggja skilyrði til fjarskipta um heiminn. Kerfið notar merki frá radíóvitum radíóamatöra sem senda út allan sólarhringinn, allt árið um kring á QRP/QRPp afli á tilgreindum tíðnisviðum á 80, 40, 20, 15 og 10 metra böndunum. Þótt WSPRnet sé tiltölulega nýlegt verkefni (stofnað 17. maí 2021) er fyrsti áfanginn í þróun þess langt kominn.

TF3D er fyrsta íslenska kallmerkið sem gerist þátttakandi í WSPRnet kerfinu og varð radíóvitinn virkur 16. ágúst 2022 á 80, 40, 20, 15 og 10 metrunum. QTH er við Stokkseyri, reitur HP93lu. Sendir er 200mW Zachtek 80-10 WSPR Desktop Transmitter. Loftnet er EFHW stangarloftnet. Benedikt Sveinsson, TF3T er ábyrgðarmaður. Fjarskiptastofa hefur veitt heimild sendingum vitans.

Þakkir til Benedikts fyrir uppsetningu búnaðarins. WSPRnet kerfið veitir íslenskum sem og erlendum leyfishöfum sem áhuga hafa á útbreiðslu radíóbylgna mikilvægar upplýsingar sem nýtast í fjarskiptum radíóamatöra um allan heim.

Stjórn ÍRA.

https://tinyurl.com/wzxpf26p
http://wspr.rocks/

Útbreiðslukort fyrir WSPR sendingar frá TF3D 16. ágúst. Kort: TF3T.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

15 + 4 =