,

TF3DX Á BAKSÍÐU MORGUNBLAÐSINS

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX fór í SOTA ferð á Syðstusúlu (1093 m) í Botnssúlum 31. ágúst. Hann hafði 13 QSO. Þar með varð hann fyrstur manna til að virkja 100 íslenska SOTA tinda og alla 43 sem tilheyra Suðvesturlandi. Að auki 2 á Sikiley. Þann 1. september voru liðin 7 ár síðan hann virkjaði Ísland í fyrsta sinn, af Helgafelli sunnan Hafnarfjarðar. Þess má geta að Villi verður áttræður í desember á þessu ári.

Meðfylgjandi frásögn af ferð hans á 100. SOTA tindinn birtist á baksíðu Morgunblaðsins í dag, 26. október. Sjá einnig: Syðstasúla (TF/SV-002) – SOTLAS

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 − 16 =