Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, mætti í Skeljanes 4. apríl með erindið „Radíótækni í árdaga“.
Hann fór yfir söguna (með dæmum) um hvernig frumherjarnir smíðuðu senda og viðtæki áður en lampar og transistorar voru fundnir upp. Upphaflegu radíótækin voru nefnilega vélræn (mekanísk) í grunninn, fremur en byggð á rafeindatækni á tímum þegar neistasendar voru alls ráðandi.
Erindið var vandað, forvitnilegt, skemmtilegt og afar vel flutt. Vilhjálmur sló á létta strengi á milli þess sem hann skýrði frá tækninni, dreifði á meðal viðstaddra tæknibókum og sýnishornum af ýmsu tagi. Rúsínan í pylsuendanum var síðan þegar hann ræsti raunverulegan neistasendi og leyfði viðstöddum að sjá neistann og síðar, að hlusta á neistann í viðtæki (sjá myndbandsbút neðst).
Það var góð mæting í Skeljanes þetta fallega síðvetrarkvöld í Reykjavík, eða alls 36 manns. Þar af voru 4 gestir. Vilhjálmur uppskar verðskuldað lófaklapp að lokum. Bestu þakkir til Vilhjálms Þórs TF3DX.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2019-04-05 11:37:522019-04-07 09:36:58TF3DX FÓR Á KOSTUM Í SKELJANESI
0replies
Leave a Reply
Want to join the discussion? Feel free to contribute!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!