,

TF3DX FÓR Á KOSTUM Í SKELJANESI

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, mætti í Skeljanes 4. apríl með erindið „Radíótækni í árdaga“.

Hann fór yfir söguna (með dæmum) um hvernig frumherjarnir smíðuðu senda og viðtæki áður en lampar og transistorar voru fundnir upp. Upphaflegu radíótækin voru nefnilega vélræn (mekanísk) í grunninn, fremur en byggð á rafeindatækni á tímum þegar neistasendar voru alls ráðandi.

Erindið var vandað, forvitnilegt, skemmtilegt og afar vel flutt. Vilhjálmur sló á létta strengi á milli þess sem hann skýrði frá tækninni, dreifði á meðal viðstaddra tæknibókum og sýnishornum af ýmsu tagi. Rúsínan í pylsuendanum var síðan þegar hann ræsti raunverulegan neistasendi og leyfði viðstöddum að sjá neistann og síðar, að hlusta á neistann í viðtæki (sjá myndbandsbút neðst).

Það var góð mæting í Skeljanes þetta fallega síðvetrarkvöld í Reykjavík, eða alls 36 manns. Þar af voru 4 gestir. Vilhjálmur uppskar verðskuldað lófaklapp að lokum. Bestu þakkir til Vilhjálms Þórs TF3DX.

Skeljanesi 4. apríl. Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX flutti erindi um “Radíótækni í árdaga”. Ljósmynd: Kristján Bendiktsson TF3KB.
Hluti fundargesta. Frá vinstri (fremst): Elín Sigurðardóttir TF2EQ, Yngvi Harðarson TF3Y, Georg Magnússon TF2LL, Guðrún Hannesdóttir TF3GD, Þórarinn Benedikz TF3TZ, Ágúst H. Bjarnason TF3OM, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Ágúst Úlfar Sigurðsson TF3AU, Bjarni Sverrisson TF3GB, Ólafur Arason, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Sigurður Smári Hreinsson TF8SM, Þórður Adolfsson TF3DT, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Sigurður Harðarson TF3WS, Kolbeinn Ingólfsson, Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Bernhard M. Svavarsson TF3BS og Óskar Sverrisson TF3DC. Ljósmynd: Kristján Benediktsson TF3KB.
Hluti fundargesta. Frá vinstri (aftast): Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN, Sigurður Harðarson TF3WS, Bernhald M. Svavarsson TF3BS, Kolbeinn Ingólfsson, Ágúst Úlfar Sigurðsson TF3AU, Bjarni Sverrrisson TF3GB, Ársæll Óskarsson TF3AO, Ólafur Arason, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Sigurður Smári Hreinsson TF8SM. Uppi í fundarsal (til hægri): Mathías Hagvaag TF3MH, Ómar Magnússon TF3WZ, tveir gestir og Jón Björnsson TF3PW. Ljósmynd: Kristján Benediktsson TF3KB.
Vinhjálmur TF3DX útskýrir m.a. að hvers vegna neistasendar hafa verið bannaðir áratugum saman. Einnig í mynd: Sigurður Harðarson TF3WS. Ljósmynd: Kristján Bendiktsson TF3KB.
Myndband sem sýnir neistann í sendinum. Mynd: Yngvi Harðarson TF3Y.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 − 1 =