,

TF3DX verður með fimmtudagserindið 24. febrúar

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX

Næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 24. febrúar n.k. kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, og nefnist erindið “Sendiloftnet TF4M á 160 metrum; sjónarmið við hönnun”. Vilhjálmur segir sjálfur, að hann muni leitast við að setja efnið þannig fram, að hvorutveggja höfði til byrjenda sem og þeirra sem eru lengra komnir í loftnetafræðum.

Meðal íslenskra leyfishafa hefur mikið hefur verið rætt um hönnun Vilhjálms á sendiloftneti Þorvaldar, TF4M, á 160 metra bandinu og flestir íslenskir leyfishafar hafa fylgst með frábærum árangri hans í tíðnisviðinu undanfarin misseri. Árangur Þorvaldar hefur verið það góður að annað eins hefur ekki sést hér á landi á 160 metrum, m.a. í alþjóðlegum keppnum (yfir heiminn) sem og í almennri DX-vinnu. Því til vitnis má m.a. nefna, að fyrstu Worked All Zones (WAZ) og DXCCviðurkenningarskjölin á 160 metrum hafa verið gefin út til TF4M í Otradal.

Nú gefst einstakt tækifæri að hlusta á hönnuð loftnetsins sem á þátt í velgengni Þorvaldar. Félagar, mætum stundvíslega! Kaffiveitingar verða í boði félagsins.

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, við tengikassa fyrir fæðilínu í 160 metra sendiloftnet TF4M haustið 2010.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 − ten =