,

TF3DX verður með fimmtudagserindið 25. nóvember

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX. Ljósmynd: TF3LMN.

Næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 25. nóvember n.k. kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX og nefnist erindið “Sólblettir og útbreiðsla radíóbylgna”.

Vilhjálm þarf vart að kynna félagsmönnum, það mikið hefur hann starfað fyrir félagið s.l. áratugi. Hann starfar innan félagsins í dag sem formaður prófnefndar.

Félagar, mætum stundvíslega! Kaffiveitingar verða í fundarhléi kl. 21:15 og meðlæti verður í boði Mosfellsbakarís, konditoris.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

18 − four =