,

TF3HQ Í IARU HF CHAMPIONSHIP 2022

Kallmerki félagsins, TF3HQ var virkjað frá Skeljanesi á 20M SSB laugardaginn 9. júlí. Alls voru höfð 162 QSO í nokkuð góðum skilyrðum. TF3JB var á hljóðnemanum. Notað var 100W sendiafl og Hustler 5-BTV stangarloftnet.

A.m.k. níu TF kallmerki tóku þátt í keppninni, ýmist á SSB, CW (eða hvorutveggja): TF2LL, TF3MSN, TF3AO, TF3D, TF3DC, TF3HQ, TF3JB, TF3VS og TF8KY.

Peter Ens, HB9RYV kíkti við í Skeljanesi laugardaginn 9. júlí. Sagðist hafa heyrt TF3HQ í IARU HF Championship keppninni. Peter hefur áður komið í Skeljanes, en þetta er 6. ferð hans til landsins. Hann hefur m.a. farið á fjöll til SOTA fjarskipta með TF3Y. Að þessu sinni dvelur hann á landinu fram í september og ætlar að kíkja við aftur í Skeljanes eitthvert fimmtudagskvöld á næstunni.

Stjórn ÍRA.

ICOM IC-7610 stöð félagsins var notuð í IARU HF Championship keppninni 2022.
Peter Ens HB9RYV í fjarskiptaherbergi TF3IRA 9. júlí. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

12 + twelve =