,

TF3HRY VERÐUR Í SKELJANESI 20. MARS.

Henry Arnar Hálfdánarson TF3HRY, stillir Collins 75S-3C viðtækið í fjarskiptaherberginu. Mynd: TF3AM.

Vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025 heldur áfram á fimmtudag, 20. mars í Skeljanesi.

Þá mætir Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY með erindi um: „Loftnet og útgeislun á lægri böndum“. Húsið opnar kl. 20:00 en Henry byrjar stundvíslega kl. 20:30.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur fram meðlæti.

Félagsmönnum er bent á að láta erindið ekki framhjá sér fara.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × two =