TF3IRA Í PÁSKALEIKUNUM
Páskaleikarnir hófust í gær, 15. apríl kl. 18 og standa yfir þar til á morgun sunnudag, kl. 18:00.
Félagsstöðin TF3IRA var QRV laugardaginn 16. apríl frá kl. 10 f.h. til kl. 16 síðdegis. Á þessum tíma voru höfð alls 41 samband á 144 MHz (FM og SSB), 433 MHz (FM og SSB) 50 MHz (SSB), 70 MHz (SSB) og 3.6 MHz (SSB og CW).
Opið hús var á sama tíma í Skeljanesi og mættu 12 félagar og 2 gestir í hús og þáðu kaffi og veitingar. Margir voru áhugasamir um að skoða nýju ICOM IC-9700 „All Mode“ stöðina sem félagið hafði að láni. En stöðin er 100/75/10W á 2M/70CM/23CM.
Alls voru 18 TF kallmerki skráð í Páskaleikana síðdegis í dag, laugardag – en í boði er vandaður „on-line“ leikjavefur TF8KY og er hægt að skrá sig inn þangað til leikurinn endar. Slóð: http://leikar.ira.is/paskar2022
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!