,

TF3IRA OG TF3W QRV FRÁ SKELJANESI

Tvö kallmerki voru virk samtímis frá félagsstöð ÍRA í Skeljanesi í dag, laugardaginn 11. júlí. Annarsvegar, TF3IRA, sem var QRV í VHF/UHF leikunum 2020 og hinsvegar, TF3W, sem var QRV í IARU HF World Championship keppninni 2020.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW starfrækti TF3W á morsi á 14 MHz í IARU keppninni og Jónas Bjarnason, TF3JB; Mathías Hagavaag, TF3MH og Wilhelm Sigurðsson, TF3AWS starfræktu TF3IRA á 144 og 430 MHz í VHF/UHF leikunum.

Góð þátttaka var í báðum viðburðum. Bilanir hrjáðu hins vegar HF búnað félagsins í dag. Siggi sagðist engu að síður nokkuð sáttur miðað við aðstæður, með þau 502 sambönd sem þó náðust á morsi. Skilyrði voru ágæt innanlands á metra- og sentímetrabylgjum. Ólafur B. Ólafsson, TF3ML var ánægður með nýtt Íslandsmet þeirra Jóns Ingvars Óskarssonar, TF1JI í vegalengd fjarskiptasambands á 1.2 GHZ, en þeir félagar náðu að hafa samband yfir 157 km vegalengd í dag.

Báðir viðburðir halda áfram á morgun, sunnudag og þá er fyrirhugað að TF3IRA verði einnig virk á 50 MHz.

Sigurður R. Jakobsson TF3CW virkjaði félagsstöðina TF3W frá Skeljanesi í IARU HF World Championship keppninni 2020.
Mathías Hagvaag TF3MH virkjaði félagsstöðina TF3IRA frá Skeljanesi í ásamt fleirum í VHF/UHF leikunum 2020.

Wilhelm Sigurðsson TF3AWS virkjaði félagsstöðina TF3IRA frá Skeljanesi ásamt fleirum í VHF/UHF leikunum 2020. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × three =