TF3IRA QRO á ný á 10-160 metrum
Í dag, 23. febrúar, fóru fram skipti á RF mögnurum við félagsstöðina TF3IRA. Harris RF-110A magnari félagsins sem hafði verið til skoðunar og yfirferðar hjá Bjarna Magnússyni, TF3BM að undanförnu, kom aftur í Skeljanes í dag. Á meðan magnarinn var til meðferðar hjá Bjarna, lánaði hann félaginu samskonar tæki. Bjarni segir, að magnarinn sé nú jafngóður og nýr og gefi auðveldlega út 1kW á 10-160 metrum.
Stjórn Í.R.A. þakkar Bjarna Magnússyni, TF3BM sérstaklega fyrir dýrmæta aðstoð og velvilja til félagsins. Aðrir, sem tóku þátt í aðgerðum dagsins voru Hans Konrad Kristjánsson, TF3FK og Jónas Bjarnason, TF3JB, og er þeirra framlag ennfremur þakkað.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!